Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðurinn gildi tapaði 60 milljörðum

Lífeyrissjóðurinn Gildi tapaði tæpum sextíu milljörðum á síðasta ári og réttindi skerðast um 10 prósent. Sjóðsfélagar segja að verði ekki fengnir óháðir aðilar til að fara yfir sjóðinn hóta þeir lögsókn á hendur stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins.

Stjórn Gildis lífeyrissjóðs kynnti ársskýrslu sjóðsins á fundi sem fór fram á Grand Hótel seinni partinn í dag. Þar komu fram langverstu afkomutölur frá upphafi eða halli upp á tæpa 60 milljarða króna. Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að skuldajafna við föllnu bankanna vegna afleiðusamninga sem lífeyrissjóðurinn gerði við bankanna. Þá er ekki komin endanleg niðurstaða um verðmæti innlendra skuldabréfa.

Á fundinum var lögð fram tillaga um að áunnin réttindi sjóðsfélaga verði lækkuð um 10%. Mikil óánægja er meðal sjóðsfélaga og var hiti í fundarmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×