Viðskipti innlent

Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 3,4%

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan apríl 2009, er 474,2 stig sem er lækkun um 3,4% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í maí 2009.

Í frétt um málið á vefsíðu Hagstofunnar segir að samkvæmt lögum er virðisaukaskattur af vinnu á byggingarstað og þjónustu hönnuða og eftirlitsaðila endurgreiddur tímabundið að fullu frá 1. mars 2009. Vinnuliðir vísitölunnar lækkuðu við þetta um 9,5% (áhrif á vísitölu -3,1%).

Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 13,9%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×