Fleiri fréttir Hlutabréf héldu áfram að hækka á Wall Street Hlutabréf héldu áfram að hækka í kauphöllinni á Wall Street í New York í dag. Þetta þriðja daginn í röð sem þau hækka almennt en helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í seinustu viku. 12.3.2009 21:24 Jón telur sig hafa forkaupsrétt á Senu Athafnamaðurinn Jón Ólafsson telur sig hafa átt forkaupsrétt á Senu, sem seld var á dögunum og hefur falið lögfræðingum sínum að skoða málið. 12.3.2009 18:29 Nova kærir Tal Farsímafyrirtæið Nova hefur ákveðið að kæra samkeppnisaðila sinn Tal fyrir meiðandi ummæli. Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, staðhæfði í grein í Morgunblaðinu í dag að sá sem hringir í Nova símanúmer þurfi að greiða fyrir símtalið þó ekki sé svarað í símann. 12.3.2009 17:07 Alfesca lækkaði mest Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,76%. Alfesca lækkaði um 12,5%, Bakkavör Group lækkaði um 9,38%, Marel lækkaði um 4,48 og Össur lækkaði um 3,19. Century Aluminum Company hækkaði um 3,20 12.3.2009 17:07 Gengi krónunnar aftur að veikjast Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í dag eða um tæplega 2,4%. Er gengisvísitalan komin aftur yfir 190 stig en hún fór lægst í tæp 186 stig í vikunni. 12.3.2009 14:35 Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hjá Nordic Partners Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. 12.3.2009 14:19 Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%. 12.3.2009 13:52 Vilhjálmur tapaði í héraðsdómi Vilhjálmur Bjarnason lektor tapaði í dag dómsmáli sem hann og dætur hans höfðuðu á hendur stjórnarmönnum í Straumi fjárfestingabanka. Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi. 12.3.2009 13:11 Ríkið hefur greitt 90 milljónir vegna útflutnings bifreiða Á þeim tæpu þremur mánuðum sem lög um endurgreiðslur vörugjalds og virðisaukaskatts á ökutækjum hafa verið í gildi hefur verið sótt um endurgreiðslu af 190 ökutækjum. 12.3.2009 12:20 Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 29 milljarða í janúar Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.615 milljarða kr. í lok janúar sl. og hafði lækkað um 29 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við janúar mánuð 2008 hefur hrein eign lækkað um 42 milljarða kr. eða 2,5%. 12.3.2009 12:02 Útlán hjá NIB slógu öll met í fyrra Útlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) slógu öll met í fyrra og námu rúmum 2,7 milljörðum evra eða um 386 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að útlán bankans árið 2007 voru 2,2 milljarðar evra. 12.3.2009 11:51 Gjaldþrotabeiðni Baugs frestast Til stóð að taka gjalþrotabeiðni á hendur Baugi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf í dag. Málinu var hins vegar frestað þar til síðar í dag. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum málinu var frestað og tímasetning á málinu hefur ekki verið ákveðin. Þegar gjalþrotabeiðni verður tekin fyrir verður skiptastjóri skipaður. 12.3.2009 11:36 Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. 12.3.2009 11:05 Milljarðamæringar Forbes: Napurt ár hjá Björgólfi Thor - myndir Enginn Björgólfur Guðmundsson er á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Forbes tekur saman lista yfir þá sem eru metnir á að minnsta kosti einn milljarð bandaríkjadala. Talið er að tvö þúsund milljarðar hafi horfið úr vösum þessa hóps sem telur nú 793 einstaklinga. 12.3.2009 10:52 Færeyjabanki einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,98 prósent í Kauphöllinni og er það jafnframt eina félagið sem hefur hækkað frá því viðskipti hófust í dag. 12.3.2009 10:27 Reiknar með 9,5-10% atvinnuleysi í mars Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að atvinnuleysi í mars muni verða 9,5-10% þrátt fyrir að teikn séu um að aðeins sé að draga úr fjölda þeirra sem skrá sig atvinnulausa. 12.3.2009 10:24 Rektor HÍ flutti erindi í Harvard háskólanum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands heimsótti í vikunni Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristínu var boðið að flytja erindi í Menntavísindaskóla Harvard (Harvard Graduate School of Education) þar sem hún ræddi um hlutverk og ábyrgð háskóla á tímum endurreisnar efnahagslífs. 12.3.2009 10:06 Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabanka var 7,1 milljarður Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabankanum í desember nam 50 milljónum evra eða rúmlega 7,1 milljarði kr. Kom það til viðbótar því 133 milljón evra láni sem Straumur sagðist hafa fengið frá erlendum bönkum. 12.3.2009 09:55 Hróarskelduhátíð veitir Íslendingum og Svíum neyðarhjálp Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku leita nú leiða til að veita Íslendingum og Svíum neyðarhjálp í tengslum við hátíðina næsta sumar. 12.3.2009 09:37 Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2009 Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun. 12.3.2009 09:34 Mikil aukning á notkun erlendra manna á vef Hagstofunnar Vefur Hagstofu Íslands hefur aldrei verið jafn vel sóttur og á síðustu mánuðum. Sérstaklega hefur áhugi á efnahagstölum á enskum hluta vefsins aukist eða yfir 200% milli ára. 12.3.2009 09:14 Danski bankatryggingasjóðurinn þarf að borga vegna Straums Vegna hruns Straums mun danski bankatryggingasjóðurinn (Indskydergarantifonden) þrufa að greiða dönskum sparifjáreigendum hluta af innistæðum sínum í bankanum. 12.3.2009 08:44 Atlantsolía lækkar olíuna enn Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu i morgun um tvær krónur á lítrann og hefur þá lækkað olíuna um 12 krónur frá áramótum. Að sögn félagsins hefur styrking krónunnar skapað svigrúm til lækkunar. Ekki hafa borist fregnir af lækkun frá öðrum olíufélögum í morgun. 12.3.2009 08:07 Honda lækkaði um sjö prósent Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og bílaframleiðenda sem mest lækkuðu. Bréf Honda lækkuðu um sjö prósent vegna styrkingar jensins gagnvart dollar en mikið af bílum Honda fer á Bandaríkjamarkað. 12.3.2009 07:34 Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. 12.3.2009 07:03 Hlutabréf héldu áfram að hækka í Bandaríkjunum Hlutabréf í Bandaríkunum héldu áfram að hækka í dag þó ekki jafn mikið og í gær þegar þau hækkuðu afar mikið. 11.3.2009 22:05 Stjórn Baugs óskar eftir gjaldþrotaskiptum Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í dag beiðni Baugs Group um framlengingu greiðslustöðvunar. Í framhaldinu hefur stjórnin félagsins ákveðið að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 11.3.2009 18:11 Gengi Century Aluminum hækkar um 3,62 prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 3,62 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um þrjú prósent, og Færeyjabanka, sem fór upp um 0,49 prósent. 11.3.2009 17:00 Jón Ásgeir: Hefðum betur haldið okkur bara í smásölunni „Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé. 11.3.2009 16:27 Skráð atvinnuleysi í febrúar var 8,2% Skráð atvinnuleysi í febrúar 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.276 manns og eykst atvinnuleysi um 27% að meðaltali frá janúar eða um 2.820 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.631 manns. 11.3.2009 16:17 Actavis komið á Írlandsmarkað Actavis hóf starfsemi á Írlandi í vikunni og er gert fyrir að markaðssetja meira en 120 lyf þar í landi á næstu fimm árum. Starfsmenn Actavis á Írlandi verða um 25, auk þeirra 11 sem þar eru fyrir á vegum móðurfélagsins, Actavis Group. 11.3.2009 15:56 Seðlabankinn vísar á bug að hafa gert kröfu um leynd „Hér í Seðlabankanum vísa menn því alfarið á bug að bankinn hafi gert kröfu um að leynd hvíldi á lánveitingu bankans til Straums," segir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans vegna fréttar um málið hér á vefnum. 11.3.2009 15:13 Forstjóri D´Angleterre hættir og fer til keppinautar Tony Bak forstjóri D´Angleterre hótelsins, sem er í eigu Íslendinga, hefur látið af störfum og ráðið sig til mesta keppinautar hótelsins. Á vefsíðunni business.dk segir að þetta sé þungt högg fyrir hina íslensku eigendur. 11.3.2009 14:52 Starfsemi dótturfélaga Straums með eðlilegum hætti Starfsemi dótturfélaga Straums í Evrópu er með eðlilegum hætti þrátt fyrir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum s.l. mánudag. Hinsvegar liggur starfsemi útibús bankans í London, verðbréfamiðlunarinnar Teathers enn niðri að stórum hluta. 11.3.2009 14:32 Seðlabankinn gerði kröfu um leynd á láni til Straums Seðlabankinn gerði þá kröfu á lánveitingu til Straums í desember s.l. að henni yrði haldið leyndri samkvæmt heimildum Fréttastofu. Hér var ekki um 133 milljón evra lánið að ræða sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu heldur annað evrulán sem Seðlabankinn veitti Straumi á sama tíma og tilkynnt var um 133 milljónirnar. 11.3.2009 14:15 Byggðastofnun tapaði 528 milljónum í fyrra Tap Byggðastofnunnar á síðasta ári nam 528 milljónum kr. miðað við 179 milljón kr. tap árið 2007. Þetta kemur fram í ársuppgjöri stofnunarinnar. 11.3.2009 13:00 Gjaldþrotabeiðni Mosaic Fashions hf. samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Mosaic Fashions hf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Karl Sveinsson hrl hefur verið skipaður sem skiptastjóri þrotabúsins. 11.3.2009 12:32 Nýskráningum bíla fækkar um 85% Bílasala hefur ekki farið vel af stað á nýju ári. Fyrstu tvo mánuði ársins voru 296 nýjar bifreiðar nýskráðar en á sama tímabili fyrir ári síðan voru þessar bifreiðar um 2.000 talsins og hefur nýskráningum því fækkað um 85% á milli ára. 11.3.2009 12:19 Tæplega 15.000 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu Alls eru 14.600 heimili á landinu með neikvæða eiginfjárstöðu, það er skuldirnar eru meiri en eignirnar. Af þessum fjölda eru 5.000 heimili með neikvæða stöðu upp á yfir fimm milljónir kr. 11.3.2009 12:15 Baugi synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group. 11.3.2009 11:57 Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. 11.3.2009 11:26 Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC. 11.3.2009 11:21 Spáir 16,2% verðbólgu í mars Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 16,2% í mars en hún mældist 17,6% í febrúar. Gangi spáin eftir yrði það annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan minnkar. 11.3.2009 11:03 Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 90 milljarða frá áramótum Gjaldeyrisforði Seðlabankans (SÍ) hefur minnkað um tæplega 90 milljarða kr. frá áramótum. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 11.3.2009 10:44 Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent. 11.3.2009 10:25 Sjá næstu 50 fréttir
Hlutabréf héldu áfram að hækka á Wall Street Hlutabréf héldu áfram að hækka í kauphöllinni á Wall Street í New York í dag. Þetta þriðja daginn í röð sem þau hækka almennt en helstu hlutabréfavísitölur tóku mikla dýfu í seinustu viku. 12.3.2009 21:24
Jón telur sig hafa forkaupsrétt á Senu Athafnamaðurinn Jón Ólafsson telur sig hafa átt forkaupsrétt á Senu, sem seld var á dögunum og hefur falið lögfræðingum sínum að skoða málið. 12.3.2009 18:29
Nova kærir Tal Farsímafyrirtæið Nova hefur ákveðið að kæra samkeppnisaðila sinn Tal fyrir meiðandi ummæli. Sigmar Vilhjálmsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Tals, staðhæfði í grein í Morgunblaðinu í dag að sá sem hringir í Nova símanúmer þurfi að greiða fyrir símtalið þó ekki sé svarað í símann. 12.3.2009 17:07
Alfesca lækkaði mest Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,76%. Alfesca lækkaði um 12,5%, Bakkavör Group lækkaði um 9,38%, Marel lækkaði um 4,48 og Össur lækkaði um 3,19. Century Aluminum Company hækkaði um 3,20 12.3.2009 17:07
Gengi krónunnar aftur að veikjast Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í dag eða um tæplega 2,4%. Er gengisvísitalan komin aftur yfir 190 stig en hún fór lægst í tæp 186 stig í vikunni. 12.3.2009 14:35
Aðhaldsaðgerðir og niðurskurður hjá Nordic Partners Fjármálakreppan hefur gert það að verkum að aðhaldsaðgerðir og niðurskurður eru nú í gangi hjá Nordic Partners. Félagið á hótelin D´Angleterre, Kong Frederik og Front ásamt veitingahúsinu Copenhagen Corner í Danmörku. 12.3.2009 14:19
Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%. 12.3.2009 13:52
Vilhjálmur tapaði í héraðsdómi Vilhjálmur Bjarnason lektor tapaði í dag dómsmáli sem hann og dætur hans höfðuðu á hendur stjórnarmönnum í Straumi fjárfestingabanka. Vilhjálmur krafðist alls þrjátíu þúsund króna í bætur en hann sakaði bankann um að hafa selt bréf í bankanum á undirverði. Salan átti sér stað í Salan átti sér stað í ágúst 2007 en þá seldi Straumur fimm prósenta hlut til Drake Capital Management en kaupandinn var ekki gefinn upp á þeim tíma. Vilhjálmur og dætur hans áttu hlutabréf í Straumi. 12.3.2009 13:11
Ríkið hefur greitt 90 milljónir vegna útflutnings bifreiða Á þeim tæpu þremur mánuðum sem lög um endurgreiðslur vörugjalds og virðisaukaskatts á ökutækjum hafa verið í gildi hefur verið sótt um endurgreiðslu af 190 ökutækjum. 12.3.2009 12:20
Hrein eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 29 milljarða í janúar Hrein eign lífeyrissjóðanna var 1.615 milljarða kr. í lok janúar sl. og hafði lækkað um 29 milljarða kr. í mánuðinum. Sé miðað við janúar mánuð 2008 hefur hrein eign lækkað um 42 milljarða kr. eða 2,5%. 12.3.2009 12:02
Útlán hjá NIB slógu öll met í fyrra Útlán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB) slógu öll met í fyrra og námu rúmum 2,7 milljörðum evra eða um 386 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að útlán bankans árið 2007 voru 2,2 milljarðar evra. 12.3.2009 11:51
Gjaldþrotabeiðni Baugs frestast Til stóð að taka gjalþrotabeiðni á hendur Baugi fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf í dag. Málinu var hins vegar frestað þar til síðar í dag. Ekki er ljóst af hvaða ástæðum málinu var frestað og tímasetning á málinu hefur ekki verið ákveðin. Þegar gjalþrotabeiðni verður tekin fyrir verður skiptastjóri skipaður. 12.3.2009 11:36
Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. 12.3.2009 11:05
Milljarðamæringar Forbes: Napurt ár hjá Björgólfi Thor - myndir Enginn Björgólfur Guðmundsson er á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Forbes tekur saman lista yfir þá sem eru metnir á að minnsta kosti einn milljarð bandaríkjadala. Talið er að tvö þúsund milljarðar hafi horfið úr vösum þessa hóps sem telur nú 793 einstaklinga. 12.3.2009 10:52
Færeyjabanki einn á uppleið í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,98 prósent í Kauphöllinni og er það jafnframt eina félagið sem hefur hækkað frá því viðskipti hófust í dag. 12.3.2009 10:27
Reiknar með 9,5-10% atvinnuleysi í mars Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að atvinnuleysi í mars muni verða 9,5-10% þrátt fyrir að teikn séu um að aðeins sé að draga úr fjölda þeirra sem skrá sig atvinnulausa. 12.3.2009 10:24
Rektor HÍ flutti erindi í Harvard háskólanum Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands heimsótti í vikunni Harvard háskóla í Boston í Bandaríkjunum. Kristínu var boðið að flytja erindi í Menntavísindaskóla Harvard (Harvard Graduate School of Education) þar sem hún ræddi um hlutverk og ábyrgð háskóla á tímum endurreisnar efnahagslífs. 12.3.2009 10:06
Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabanka var 7,1 milljarður Lánið sem Straumur fékk hjá Seðlabankanum í desember nam 50 milljónum evra eða rúmlega 7,1 milljarði kr. Kom það til viðbótar því 133 milljón evra láni sem Straumur sagðist hafa fengið frá erlendum bönkum. 12.3.2009 09:55
Hróarskelduhátíð veitir Íslendingum og Svíum neyðarhjálp Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku leita nú leiða til að veita Íslendingum og Svíum neyðarhjálp í tengslum við hátíðina næsta sumar. 12.3.2009 09:37
Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2009 Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun. 12.3.2009 09:34
Mikil aukning á notkun erlendra manna á vef Hagstofunnar Vefur Hagstofu Íslands hefur aldrei verið jafn vel sóttur og á síðustu mánuðum. Sérstaklega hefur áhugi á efnahagstölum á enskum hluta vefsins aukist eða yfir 200% milli ára. 12.3.2009 09:14
Danski bankatryggingasjóðurinn þarf að borga vegna Straums Vegna hruns Straums mun danski bankatryggingasjóðurinn (Indskydergarantifonden) þrufa að greiða dönskum sparifjáreigendum hluta af innistæðum sínum í bankanum. 12.3.2009 08:44
Atlantsolía lækkar olíuna enn Atlantsolía lækkaði verð á dísilolíu i morgun um tvær krónur á lítrann og hefur þá lækkað olíuna um 12 krónur frá áramótum. Að sögn félagsins hefur styrking krónunnar skapað svigrúm til lækkunar. Ekki hafa borist fregnir af lækkun frá öðrum olíufélögum í morgun. 12.3.2009 08:07
Honda lækkaði um sjö prósent Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og voru það bréf fjármálafyrirtækja og bílaframleiðenda sem mest lækkuðu. Bréf Honda lækkuðu um sjö prósent vegna styrkingar jensins gagnvart dollar en mikið af bílum Honda fer á Bandaríkjamarkað. 12.3.2009 07:34
Björgólfur fellur um 400 sæti hjá Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fallið um 400 sæti frá því í fyrra á lista Forbes yfir ríkustu menn heims, en tímaritið birti í gærkvöldi nýjan lista yfir einstaklinga sem taldir eru eiga yfir einn milljarð bandaríkjadala. 12.3.2009 07:03
Hlutabréf héldu áfram að hækka í Bandaríkjunum Hlutabréf í Bandaríkunum héldu áfram að hækka í dag þó ekki jafn mikið og í gær þegar þau hækkuðu afar mikið. 11.3.2009 22:05
Stjórn Baugs óskar eftir gjaldþrotaskiptum Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í dag beiðni Baugs Group um framlengingu greiðslustöðvunar. Í framhaldinu hefur stjórnin félagsins ákveðið að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 11.3.2009 18:11
Gengi Century Aluminum hækkar um 3,62 prósent Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 3,62 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um þrjú prósent, og Færeyjabanka, sem fór upp um 0,49 prósent. 11.3.2009 17:00
Jón Ásgeir: Hefðum betur haldið okkur bara í smásölunni „Mér líður hræðilega eftir þessi tíðindi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, um þá staðreynd að beiðni áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs Group var hafnað í dag. Tíðindin þýða að Baugur er gjaldþrota og Jón Ásgeir segir að þessi niðurstaða muni kosta hluthafa og kröfuhafa mikið fé. 11.3.2009 16:27
Skráð atvinnuleysi í febrúar var 8,2% Skráð atvinnuleysi í febrúar 2009 var 8,2% eða að meðaltali 13.276 manns og eykst atvinnuleysi um 27% að meðaltali frá janúar eða um 2.820 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.631 manns. 11.3.2009 16:17
Actavis komið á Írlandsmarkað Actavis hóf starfsemi á Írlandi í vikunni og er gert fyrir að markaðssetja meira en 120 lyf þar í landi á næstu fimm árum. Starfsmenn Actavis á Írlandi verða um 25, auk þeirra 11 sem þar eru fyrir á vegum móðurfélagsins, Actavis Group. 11.3.2009 15:56
Seðlabankinn vísar á bug að hafa gert kröfu um leynd „Hér í Seðlabankanum vísa menn því alfarið á bug að bankinn hafi gert kröfu um að leynd hvíldi á lánveitingu bankans til Straums," segir Stefán Jóhann Stefánsson upplýsingafulltrúi Seðlabankans vegna fréttar um málið hér á vefnum. 11.3.2009 15:13
Forstjóri D´Angleterre hættir og fer til keppinautar Tony Bak forstjóri D´Angleterre hótelsins, sem er í eigu Íslendinga, hefur látið af störfum og ráðið sig til mesta keppinautar hótelsins. Á vefsíðunni business.dk segir að þetta sé þungt högg fyrir hina íslensku eigendur. 11.3.2009 14:52
Starfsemi dótturfélaga Straums með eðlilegum hætti Starfsemi dótturfélaga Straums í Evrópu er með eðlilegum hætti þrátt fyrir yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á bankanum s.l. mánudag. Hinsvegar liggur starfsemi útibús bankans í London, verðbréfamiðlunarinnar Teathers enn niðri að stórum hluta. 11.3.2009 14:32
Seðlabankinn gerði kröfu um leynd á láni til Straums Seðlabankinn gerði þá kröfu á lánveitingu til Straums í desember s.l. að henni yrði haldið leyndri samkvæmt heimildum Fréttastofu. Hér var ekki um 133 milljón evra lánið að ræða sem rætt hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu heldur annað evrulán sem Seðlabankinn veitti Straumi á sama tíma og tilkynnt var um 133 milljónirnar. 11.3.2009 14:15
Byggðastofnun tapaði 528 milljónum í fyrra Tap Byggðastofnunnar á síðasta ári nam 528 milljónum kr. miðað við 179 milljón kr. tap árið 2007. Þetta kemur fram í ársuppgjöri stofnunarinnar. 11.3.2009 13:00
Gjaldþrotabeiðni Mosaic Fashions hf. samþykkt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Mosaic Fashions hf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Karl Sveinsson hrl hefur verið skipaður sem skiptastjóri þrotabúsins. 11.3.2009 12:32
Nýskráningum bíla fækkar um 85% Bílasala hefur ekki farið vel af stað á nýju ári. Fyrstu tvo mánuði ársins voru 296 nýjar bifreiðar nýskráðar en á sama tímabili fyrir ári síðan voru þessar bifreiðar um 2.000 talsins og hefur nýskráningum því fækkað um 85% á milli ára. 11.3.2009 12:19
Tæplega 15.000 heimili með neikvæða eiginfjárstöðu Alls eru 14.600 heimili á landinu með neikvæða eiginfjárstöðu, það er skuldirnar eru meiri en eignirnar. Af þessum fjölda eru 5.000 heimili með neikvæða stöðu upp á yfir fimm milljónir kr. 11.3.2009 12:15
Baugi synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group. 11.3.2009 11:57
Háværar kröfur um að stjórn norska olíusjóðsins víki Háværar kröfur eru nú upp í norskum fjölmiðlum um að forstjóri og öll stjórn norska olíusjóðsins víki. Sjóðurinn lagði fram versta ársuppgjör í sögu sinni í morgun. 11.3.2009 11:26
Skiptir engu hver fer með forræði yfir Baugi Skilanefnd Glitnis segir engu máli skipta hvort Baugur sé undir forræði núverandi eigenda eða skiptastjóra fyrir hönd kröfuhafa. Eins og greint var frá á Vísi í morgun halda forráðamenn Baugs því fram að verði ekki fallist á áframhaldandi greiðslustöðvun Baugs muni ríkið tapa sjö milljörðum í formi bréfa í Debenhams verslunarkeðjunni sem eru í vörslu breska bankans HSBC. 11.3.2009 11:21
Spáir 16,2% verðbólgu í mars Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 16,2% í mars en hún mældist 17,6% í febrúar. Gangi spáin eftir yrði það annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan minnkar. 11.3.2009 11:03
Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 90 milljarða frá áramótum Gjaldeyrisforði Seðlabankans (SÍ) hefur minnkað um tæplega 90 milljarða kr. frá áramótum. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 11.3.2009 10:44
Gengi bréfa Össurar hækka um þrjú prósent Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 3,01 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 1,87 prósent, Færeyjabanka, sem hefur hækkað um 1,47 prósent og Century Aluminum, sem hefur hækkað um 0,6 prósent. 11.3.2009 10:25