Viðskipti innlent

Gjaldþrotabeiðni Mosaic Fashions hf. samþykkt

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á beiðni Mosaic Fashions hf. um að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Jóhannes Karl Sveinsson hrl hefur verið skipaður sem skiptastjóri þrotabúsins.

Í tilkynningu um málið segir að beiðni hafi verið sett fram þar sem Mosaic Fashions hafi séð fram á að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánadrottnum. Og ekki sé líklegt að sú staða myndi breytast á næstunni.

Sem kunnugt er af fréttum er dótturfélag Mosaic Fashions hf. í Bretlandi nú í greiðslustöðvun en þegar er búið að selja hluta af eignum þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×