Viðskipti innlent

Baugi synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun

Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs.

Baugi Group var í Héraðsdómi Reykjavíkur synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun í þrjár vikur en dómari féllst ekki á kröfu Baugs um áframhald greiðslustöðvunar. Þetta þýðir að gjaldþrot blasir nú við Baugi Group.

Glitnir og Íslandsbanki, sem eru í kröfuhafahópi Baugs lögðust gegn því að félaginu yrði veitt áframhaldandi greiðslustöðvun.

Stjórnendur Baugs ætla ekki að tjá sig um ákvörðun dómarans á þessu stigi málsins en úrskurðinum er ekki unnt að áfrýja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×