Fleiri fréttir Yfirtakan á Straumi hefur ekki fjárhagsleg áhrif á ÍLS Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum. 11.3.2009 08:26 Íslandsbanki býður greiðslujöfnun á erlendum húsnæðislánum Íslandsbanki býður , frá og með deginum í dag, upp á greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána, sem getur dregið verulega úr greiðslubyrði. 11.3.2009 08:21 Bréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og hefur Morgan Stanley-vísitalan fyrir Asíu ekki tekið jafnmikið stökk upp á við síðan um miðjan desember. HSBC, stærsti banki Evrópu, hækkaði um 7,1 prósent á markaði í Hong Kong eftir að afkomutölur hans fyrir janúar voru birtar en þær reyndust mun skárri en talið hafði verið. Þá hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um fjögur prósent. 11.3.2009 07:34 Laun stjórnarmanna Marels lækkuð um 20 prósent Laun stjórnarmanna Marels verða lækkuð um 20 prósent að meðaltali, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í gær. Þó verður forstjóra heimilt að umbuna æðstu stjórnendum í formi hlutabréfa eða árangurstengdra greiðslna. 11.3.2009 07:20 Ekkert til sölu í bili Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. 11.3.2009 07:00 Neikvæðir hagvísar Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag. 11.3.2009 05:45 Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu. 11.3.2009 05:15 Útlendingar áhugalitlir Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í samantekt Greiningar Íslandsbanka. 11.3.2009 04:45 Tvöfaldaðist milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörðum króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúmlega tvöfalt meira en í janúar. 11.3.2009 04:30 Ríkar þjóðir hjálpa þeim efnaminni Stjórn Alþjóðabankans greindi frá því á sunnudag að útlit sé fyrir að hagvöxtur muni dragast saman á árinu og muni milliríkjaviðskipti fylgja með niður í svelginn. 11.3.2009 04:15 Litlar upplýsingar um leigumarkað „Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði. 11.3.2009 04:00 Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi mældist 6,9 prósent í janúar innan þeirra 30 ríkja sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum sem birtar voru í vikunni. Þetta er 8,3 prósenta aukning á milli mánaða en 1,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Af einstökum hagsvæðum mældist atvinnuleysi 8,3 prósent á evrusvæðinu en 8,1 prósent í Bandaríkjunum. Aukningin er innan allra aðildarríkjanna að Japan og Mexíkó undanskildum en þar dróst atvinnuleysi saman um 4,3 til 4,6 prósent milli mánaða. Mesta atvinnuleysið var á Spáni, eða 14,8 prósent. 11.3.2009 04:00 Bjartsýn á horfur Teymis „Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku. 11.3.2009 04:00 Peningar á leiðinni Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. 11.3.2009 00:01 Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. 11.3.2009 00:01 Dökkar horfur í efnahagsmálum „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. 11.3.2009 00:01 Forstjóraskipti hjá íslenska bankanum FIH Lars Johansen lét í dag af störfum sem forstjóri danska bankans FIH Erhvervsbank. Bankinn er dótturfélags Kaupþings og þar af leiðandi í eigu íslenska ríkisins. Lars hefur stýrt bankanum undanfarin 11 ár. 10.3.2009 19:51 Íslandsbanki hvetur Baug til að leggja fram gögn Íslandsbanki hvetur Baug Group hf. til að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að þeim gögnum sem lögð voru fram fyrir Héraðsdómi í gærmorgun sé að það vilji forsvarsmanna félagsins að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu og málefni þess. 10.3.2009 17:33 MP banki skiptir um skoðun og styður greiðslustöðvun Hansa MP banki, einn stærsti kröfuhafi í Hansa ehf. sem á enska fótboltaliðið West Ham hefur fallið frá því að mótmæla áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins en meferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.3.2009 15:13 Stofna hlutafélag um þjóðhagslega mikilvæg atvinnufyrirtæki Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp fjármálaráðherra um stofnun hlutafélags í eigu ríkisins til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslegra mikilvægra atvinnufyrirtækja. 10.3.2009 13:31 HB Grandi skilar hagnaði Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 16 milljónum evra, jafnvirði 2, milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn var 20 milljónir evra árið 2007. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 124 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón árið áður. 10.3.2009 19:35 FME stendur við ákvörðun sína gagnvart Marel Í ljósi umfjöllunar Marel Food Systems hf. í fjölmiðlum í gær vegna stjórnvaldssektarákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur félaginu þann 4. desember sl., telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. 10.3.2009 16:16 Skilanefnd Glitnis stendur við málatilbúnað sinn fyrir dómi Í tilefni af fréttatilkynningu Baugs Group hf. til fjölmiðla fyrr í dag vill skilanefnd Glitnis banka hf. taka fram að hún stendur í einu og öllu við málatilbúnað sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og hafnar alfarið athugasemdum sem fram komu í fréttatilkynningu Baugs Group hf. í dag. 10.3.2009 15:59 Telur forsendur fyrir stýrivaxtalækkun upp á 2-3 prósentustig Ingvi Örn Kristinsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur að forsendur séu að skapast fyrir stýrivaxtalækkun hjá Seðlabankanum. Nefnir hann aðspurður að 2-3 prósentustiga lækkun væri ekki fjarri lagi. 10.3.2009 15:52 ÍAV í hópi þeirra sem áttu lægsta tilboð í vatnsaflsvirkjum í Sviss Opnuð hafa verið tilboð í 1.000 MW vatnsaflsvirkjun í Sviss. ÍAV var meðbjóðandi í verkefnið í félagi með Marti-group, Toneatti frá Sviss og Tubau frá Slóvakíu og átti samsteypan lægsta tilboðið í verkefnið. 10.3.2009 15:10 Nýja Kaupþing með virka greiðslumiðlun við útlönd Misskilnings hefur gætt í fjölmiðlum að aðeins ein fjármálastofnun sinni hlutverki greiðslumiðlunar við útlönd fyrir utan Seðlabankann. Nýja Kaupþing áréttar því að bankinn er með virka greiðslumiðlun við útlönd. 10.3.2009 15:06 Allur hagnaður norska olíusjóðsins frá 1998 er horfinn Á morgun leggur norski olíusjóðurinn fram versta ársuppgjör í sögu sinni. Tapið nemur stjarnfræðilegum upphæðum eða um 800 milljörðum norskra kr. sem samsvarar 12.800 milljörðum kr. 10.3.2009 13:47 Facebook hópur bjargaði fyrirtæki frá gjaldþroti Eigandi bresks fyrirtækis sem var á leiðinni í gjaldþrot greip til þess ráðs að stofna Facebook hóp um björgun rekstursins. Og það gekk upp. Búið er að fresta gjaldþrotabeiðninni um óákveðinn tíma. 10.3.2009 13:45 Danskt tískuhús leitar að nýjum eigenda í stað Straums Danska tískuhúsið Day Birger Mikkelsen leitar nú að nýjum eigenda að helmingi hlutafjár en sá hlutur er í eigu Straums. 10.3.2009 12:17 Málflutningur í máli Hansa í dag Málflutningur í máli Hansa, eignarhaldsfélags enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Félagið, sem er að mestu í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur verið í greiðslustöðvun frá því í nóvember á síðasta ári en stærstu kröfuhafar vilja að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 10.3.2009 12:11 Voru að bera saman epli og appelsínur Forsvarsmenn Baugs segja það rangt hjá fulltrúum Glitnis og Íslandsbanka að halda því fram að stjórnendur Baugs hafi meðvitað blekkt kröfuhafa Baugs Group og lagt fram villandi upplýsingar. 10.3.2009 12:08 Jafet greiði 250 þúsund í sekt Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Jafeti var gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt ella sæta 18 daga fangelsis. 10.3.2009 12:03 Útlendingar áhugalitlir um kaup á ríkisvíxlum og bréfum Útlendingar hafa undanfarið verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla og -bréfa en áhugi innlendra aðila á slíkum bréfum hefur verið þeim mun meiri. 10.3.2009 11:58 Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. 10.3.2009 10:59 Færeyskt tryggingafélag vill á íslenskan markað Tryggingarfelagið Føroyar stefnir að því að hefja starfsemi á Íslandi fyrir árslok 2009. Þetta tilkynnti Edvard Heen, framkvæmdastjóri félagsins, á fréttamannafundi í morgun í Reykjavík. Á fundinum kom fram að ráðamenn í færeyska félaginu hefðu frá því snemma árs 2007 kannað möguleika á að koma inn á íslenska markaðinn. Veruleg hreyfing hafi komist á málið í ágúst 2008 og formleg ákvörðun um starfsemi á Íslandi síðan verið tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins fyrir réttum tveimur vikum, 24. febrúar 2009. 10.3.2009 10:54 Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri er hrunin Tvo fyrstu mánuði ársins var velta á millibankamarkaði með gjaldeyri tæpir 4 milljarðar kr. í hvorum mánuði en leita þarf allt aftur til ársins 1995 til að finna viðlíka veltu í einum mánuði. 10.3.2009 10:32 Róleg byrjun í kauphöllinni Markaðurinn í kauphöllinni byrjar á rólegum nótum í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæp 0,4% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 223 stigum. 10.3.2009 10:25 Hlutabréf Straums tekin úr viðskiptum í kauphöllinni Kauphöllin hefur ákveðið að taka hlutabréf Straums úr viðskiptum í ljósi aðgerða Fjármálaeftirlitsins, sbr. tilkynningu frá Straumi frá því í gærmorgun. 10.3.2009 10:12 Neytendastofa leggur dagsektir á Og fjarskipti Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. (Vodafone) þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu frá 30. janúar 2009. 10.3.2009 10:05 Hrein peningaeign hins opinbera neikvæð um 301 milljarða Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 301 milljarð króna í árslok 2008, eða sem svarar 20,5% af landsframleiðslu. 10.3.2009 09:10 Fitch gefur Straumi lánshæfismatið "gjaldþrot" Matsfyrirtækið Fitch gefur fellt lánshæfiseinkunn Straums úr B og niður í D sem stendur fyrir gjaldþrot. 10.3.2009 08:33 Reykjavík fellur um 28 sæti á lista yfir dýrustu borgirnar Reykjavík hefur fallið um 28 sæti á listanum yfir dýrustu borgir heimsins. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman þennan lista á hverju ári. 10.3.2009 08:28 Jenið lækkar áfram Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. 10.3.2009 07:24 Vilja hækka olíuverð Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær. 10.3.2009 05:00 Tapa 6,2 milljörðum á falli Straums Fimm lífeyrissjóðir sem voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Straums-Burðaráss töpuðu samtals um 6,2 milljörðum króna á hlut sínum í félaginu frá því fyrir bankahrun. 10.3.2009 04:30 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirtakan á Straumi hefur ekki fjárhagsleg áhrif á ÍLS Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs (ÍLS). Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum. 11.3.2009 08:26
Íslandsbanki býður greiðslujöfnun á erlendum húsnæðislánum Íslandsbanki býður , frá og með deginum í dag, upp á greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána, sem getur dregið verulega úr greiðslubyrði. 11.3.2009 08:21
Bréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og hefur Morgan Stanley-vísitalan fyrir Asíu ekki tekið jafnmikið stökk upp á við síðan um miðjan desember. HSBC, stærsti banki Evrópu, hækkaði um 7,1 prósent á markaði í Hong Kong eftir að afkomutölur hans fyrir janúar voru birtar en þær reyndust mun skárri en talið hafði verið. Þá hækkaði japanska Nikkei-vísitalan um fjögur prósent. 11.3.2009 07:34
Laun stjórnarmanna Marels lækkuð um 20 prósent Laun stjórnarmanna Marels verða lækkuð um 20 prósent að meðaltali, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins í gær. Þó verður forstjóra heimilt að umbuna æðstu stjórnendum í formi hlutabréfa eða árangurstengdra greiðslna. 11.3.2009 07:20
Ekkert til sölu í bili Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga. 11.3.2009 07:00
Neikvæðir hagvísar Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag. 11.3.2009 05:45
Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu. 11.3.2009 05:15
Útlendingar áhugalitlir Útlendingar hafa verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla- og bréfa en áhugi innlendra aðila hefur verið meiri. Þetta kemur fram í samantekt Greiningar Íslandsbanka. 11.3.2009 04:45
Tvöfaldaðist milli mánaða Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörðum króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúmlega tvöfalt meira en í janúar. 11.3.2009 04:30
Ríkar þjóðir hjálpa þeim efnaminni Stjórn Alþjóðabankans greindi frá því á sunnudag að útlit sé fyrir að hagvöxtur muni dragast saman á árinu og muni milliríkjaviðskipti fylgja með niður í svelginn. 11.3.2009 04:15
Litlar upplýsingar um leigumarkað „Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði. 11.3.2009 04:00
Atvinnuleysi eykst Atvinnuleysi mældist 6,9 prósent í janúar innan þeirra 30 ríkja sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum sem birtar voru í vikunni. Þetta er 8,3 prósenta aukning á milli mánaða en 1,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Af einstökum hagsvæðum mældist atvinnuleysi 8,3 prósent á evrusvæðinu en 8,1 prósent í Bandaríkjunum. Aukningin er innan allra aðildarríkjanna að Japan og Mexíkó undanskildum en þar dróst atvinnuleysi saman um 4,3 til 4,6 prósent milli mánaða. Mesta atvinnuleysið var á Spáni, eða 14,8 prósent. 11.3.2009 04:00
Bjartsýn á horfur Teymis „Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku. 11.3.2009 04:00
Peningar á leiðinni Svo gæti farið að allt að 192 milljónir evra, jafnvirði um 27,5 milljarða króna, hið minnsta falli í skaut skilanefndar Straums vegna eignasölu bankans upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. 11.3.2009 00:01
Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. 11.3.2009 00:01
Dökkar horfur í efnahagsmálum „Við erum í svolítið skrítinni stöðu. Við héldum í byrjun árs að búið væri að grípa til aðgerða sem dygðu til að koma fjármálageiranum fyrir horn. Nú er ljóst að svo var ekki,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, um horfur í efnahagsmálum á heimsvísu. 11.3.2009 00:01
Forstjóraskipti hjá íslenska bankanum FIH Lars Johansen lét í dag af störfum sem forstjóri danska bankans FIH Erhvervsbank. Bankinn er dótturfélags Kaupþings og þar af leiðandi í eigu íslenska ríkisins. Lars hefur stýrt bankanum undanfarin 11 ár. 10.3.2009 19:51
Íslandsbanki hvetur Baug til að leggja fram gögn Íslandsbanki hvetur Baug Group hf. til að veita almenningi og fjölmiðlum aðgang að þeim gögnum sem lögð voru fram fyrir Héraðsdómi í gærmorgun sé að það vilji forsvarsmanna félagsins að taka af allan vafa um fjárhagsstöðu og málefni þess. 10.3.2009 17:33
MP banki skiptir um skoðun og styður greiðslustöðvun Hansa MP banki, einn stærsti kröfuhafi í Hansa ehf. sem á enska fótboltaliðið West Ham hefur fallið frá því að mótmæla áframhaldandi greiðslustöðvun félagsins en meferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 10.3.2009 15:13
Stofna hlutafélag um þjóðhagslega mikilvæg atvinnufyrirtæki Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp fjármálaráðherra um stofnun hlutafélags í eigu ríkisins til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslegra mikilvægra atvinnufyrirtækja. 10.3.2009 13:31
HB Grandi skilar hagnaði Hagnaður HB Granda á síðasta ári nam 16 milljónum evra, jafnvirði 2, milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn var 20 milljónir evra árið 2007. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 124 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 141 milljón árið áður. 10.3.2009 19:35
FME stendur við ákvörðun sína gagnvart Marel Í ljósi umfjöllunar Marel Food Systems hf. í fjölmiðlum í gær vegna stjórnvaldssektarákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) á hendur félaginu þann 4. desember sl., telur Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. 10.3.2009 16:16
Skilanefnd Glitnis stendur við málatilbúnað sinn fyrir dómi Í tilefni af fréttatilkynningu Baugs Group hf. til fjölmiðla fyrr í dag vill skilanefnd Glitnis banka hf. taka fram að hún stendur í einu og öllu við málatilbúnað sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og hafnar alfarið athugasemdum sem fram komu í fréttatilkynningu Baugs Group hf. í dag. 10.3.2009 15:59
Telur forsendur fyrir stýrivaxtalækkun upp á 2-3 prósentustig Ingvi Örn Kristinsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans telur að forsendur séu að skapast fyrir stýrivaxtalækkun hjá Seðlabankanum. Nefnir hann aðspurður að 2-3 prósentustiga lækkun væri ekki fjarri lagi. 10.3.2009 15:52
ÍAV í hópi þeirra sem áttu lægsta tilboð í vatnsaflsvirkjum í Sviss Opnuð hafa verið tilboð í 1.000 MW vatnsaflsvirkjun í Sviss. ÍAV var meðbjóðandi í verkefnið í félagi með Marti-group, Toneatti frá Sviss og Tubau frá Slóvakíu og átti samsteypan lægsta tilboðið í verkefnið. 10.3.2009 15:10
Nýja Kaupþing með virka greiðslumiðlun við útlönd Misskilnings hefur gætt í fjölmiðlum að aðeins ein fjármálastofnun sinni hlutverki greiðslumiðlunar við útlönd fyrir utan Seðlabankann. Nýja Kaupþing áréttar því að bankinn er með virka greiðslumiðlun við útlönd. 10.3.2009 15:06
Allur hagnaður norska olíusjóðsins frá 1998 er horfinn Á morgun leggur norski olíusjóðurinn fram versta ársuppgjör í sögu sinni. Tapið nemur stjarnfræðilegum upphæðum eða um 800 milljörðum norskra kr. sem samsvarar 12.800 milljörðum kr. 10.3.2009 13:47
Facebook hópur bjargaði fyrirtæki frá gjaldþroti Eigandi bresks fyrirtækis sem var á leiðinni í gjaldþrot greip til þess ráðs að stofna Facebook hóp um björgun rekstursins. Og það gekk upp. Búið er að fresta gjaldþrotabeiðninni um óákveðinn tíma. 10.3.2009 13:45
Danskt tískuhús leitar að nýjum eigenda í stað Straums Danska tískuhúsið Day Birger Mikkelsen leitar nú að nýjum eigenda að helmingi hlutafjár en sá hlutur er í eigu Straums. 10.3.2009 12:17
Málflutningur í máli Hansa í dag Málflutningur í máli Hansa, eignarhaldsfélags enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Félagið, sem er að mestu í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur verið í greiðslustöðvun frá því í nóvember á síðasta ári en stærstu kröfuhafar vilja að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. 10.3.2009 12:11
Voru að bera saman epli og appelsínur Forsvarsmenn Baugs segja það rangt hjá fulltrúum Glitnis og Íslandsbanka að halda því fram að stjórnendur Baugs hafi meðvitað blekkt kröfuhafa Baugs Group og lagt fram villandi upplýsingar. 10.3.2009 12:08
Jafet greiði 250 þúsund í sekt Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Jafeti var gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt ella sæta 18 daga fangelsis. 10.3.2009 12:03
Útlendingar áhugalitlir um kaup á ríkisvíxlum og bréfum Útlendingar hafa undanfarið verið áhugalitlir um útboð ríkisvíxla og -bréfa en áhugi innlendra aðila á slíkum bréfum hefur verið þeim mun meiri. 10.3.2009 11:58
Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. 10.3.2009 10:59
Færeyskt tryggingafélag vill á íslenskan markað Tryggingarfelagið Føroyar stefnir að því að hefja starfsemi á Íslandi fyrir árslok 2009. Þetta tilkynnti Edvard Heen, framkvæmdastjóri félagsins, á fréttamannafundi í morgun í Reykjavík. Á fundinum kom fram að ráðamenn í færeyska félaginu hefðu frá því snemma árs 2007 kannað möguleika á að koma inn á íslenska markaðinn. Veruleg hreyfing hafi komist á málið í ágúst 2008 og formleg ákvörðun um starfsemi á Íslandi síðan verið tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins fyrir réttum tveimur vikum, 24. febrúar 2009. 10.3.2009 10:54
Veltan á millibankamarkaði með gjaldeyri er hrunin Tvo fyrstu mánuði ársins var velta á millibankamarkaði með gjaldeyri tæpir 4 milljarðar kr. í hvorum mánuði en leita þarf allt aftur til ársins 1995 til að finna viðlíka veltu í einum mánuði. 10.3.2009 10:32
Róleg byrjun í kauphöllinni Markaðurinn í kauphöllinni byrjar á rólegum nótum í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um tæp 0,4% í fyrstu viðskiptum dagsins og stendur í 223 stigum. 10.3.2009 10:25
Hlutabréf Straums tekin úr viðskiptum í kauphöllinni Kauphöllin hefur ákveðið að taka hlutabréf Straums úr viðskiptum í ljósi aðgerða Fjármálaeftirlitsins, sbr. tilkynningu frá Straumi frá því í gærmorgun. 10.3.2009 10:12
Neytendastofa leggur dagsektir á Og fjarskipti Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. (Vodafone) þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu frá 30. janúar 2009. 10.3.2009 10:05
Hrein peningaeign hins opinbera neikvæð um 301 milljarða Hrein peningaleg eign hins opinbera, þ.e. peningaleg eign umfram skuldir, var neikvæð um 301 milljarð króna í árslok 2008, eða sem svarar 20,5% af landsframleiðslu. 10.3.2009 09:10
Fitch gefur Straumi lánshæfismatið "gjaldþrot" Matsfyrirtækið Fitch gefur fellt lánshæfiseinkunn Straums úr B og niður í D sem stendur fyrir gjaldþrot. 10.3.2009 08:33
Reykjavík fellur um 28 sæti á lista yfir dýrustu borgirnar Reykjavík hefur fallið um 28 sæti á listanum yfir dýrustu borgir heimsins. Það er tímaritið The Economist sem tekur saman þennan lista á hverju ári. 10.3.2009 08:28
Jenið lækkar áfram Japanska Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 0,4 prósent í morgun en aðrar vísitölur í Asíu hækkuðu sumar hverjar. Til dæmis hækkaði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um rúmlega þrjú prósent. Japanska jenið heldur áfram að lækka gagnvart dollar og evru sem eru góð tíðindi fyrir þau fyrirtæki í Japan sem selja vörur sínar á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu. 10.3.2009 07:24
Vilja hækka olíuverð Líklegt þykir að forsvarsmenn Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) ákveði að draga úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna í því augnamiði að hækka heimsmarkaðsverð á hráolíu. Þetta hefur Bloomberg-fréttaveitan eftir áreiðanlegum heimildum í gær. 10.3.2009 05:00
Tapa 6,2 milljörðum á falli Straums Fimm lífeyrissjóðir sem voru meðal tuttugu stærstu hluthafa Straums-Burðaráss töpuðu samtals um 6,2 milljörðum króna á hlut sínum í félaginu frá því fyrir bankahrun. 10.3.2009 04:30