Viðskipti innlent

Spáir 16,2% verðbólgu í mars

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólgan verði 16,2% í mars en hún mældist 17,6% í febrúar. Gangi spáin eftir yrði það annar mánuðurinn í röð sem verðbólgan minnkar.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Þar segir að reikna megi með lítilsháttar hækkunum vegna þess að útsölum er lokið. Hinsvegar er gert ráð fyrir lækkunum á verði íbúðahúsnæðis og eldsneyti.

Hækkanir á matvælum í febrúar námu aðeins 0,25% m.v. mánuðinn á undan og er það minnsta sl´ka lækkun síðan árið 2007. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að matvæli hækki um 0,5% í mars.

Hvað eldsneyti varðar gerir deildin m.a. ráð fyrir að verð á díselolíu lækki um 5% í mars og sé það höfuðorsökin fyrir lækkandi verðbólgu í mánuðinum.

Lækkandi verð á fasteignum var höfuðorsökin fyrir því að verðbólgan lækkaði í febrúar. Deildin gerir ráð fyrir að verðið frami áfram lækkandi í mars en þó ekki jafnmikið og í febrúar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×