Viðskipti innlent

Sjóvá mun annast allar vátryggingar hjá Samskipum

Samskip og Sjóvá hafa gert með sér samning um að Sjóvá annist allar vátryggingar Samskipa hér á landi. Jafnframt sameina félögin krafta sína á sviði forvarna með það að markmiði að fækka enn frekar slysum á þjóðvegum landsins og auka öryggi vegfarenda.

Þó svo að tjónum á þjóðvegum landsins hafi fækkað verulega með öflugu forvarnarstarfi á síðastliðnum tveimur árum kallar aukinn umferðarþungi á enn frekari aðgerðir í forvarnarmálum. Þar ætla Samskip að verða leiðandi afl og hefur félagið þegar sett sér ítarlega frovarnaráætlun, í samstarfi við Sjóvá-Forvarnarhúsið.

Bæði Samskip og Sjóvá vænta mikils af samstarfinu en náin samvinna bílstjóra Samskipa, sem sumir hverjir eru reyndustu ökumenn landsins með áratuga ökureynslu að baki, og starfsfólks Sjóvá-Forvarnarhússins er forsenda þess að forvarnastarfið skili tilætluðum árangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×