Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu 28. nóvember 2007 00:01 Einungis tuttugu og fimm prósent af tekjum Alþjóðahússins koma frá ríki og sveitarfélögum. „Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira