Viðskipti erlent

Chavez: Veldi bandaríkjadals að hrynja

Það var fór vel á með Ahmadinejad og Chavez, helstu andstæðingum Bandaríkjastjórnar, á fundi OPEC-ríkjanna í gær.
Það var fór vel á með Ahmadinejad og Chavez, helstu andstæðingum Bandaríkjastjórnar, á fundi OPEC-ríkjanna í gær. MYYND/AP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir veldi dollarans að hrynja og um leið muni veldi Bandaríkjanna hrynja.

Þessi orð lét forsetinn falla á blaðamannafundi í Teheran í Íran í dag. Þangað kom forsetinn til þess að ræða við íranska ráðamenn sem eins og Chavez hafa óbeit á bandarískum stjórnvöldum.

Gengi bandaríkjadals gagnvart evru og jeni hefur sjaldan verið lægra og nýtti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tækifærið á fundi OPEC-olíuríkjanna í Riyadh í gær og lagði til að viðskipti með olíu í dollurum yrðu lögð niður þar sem dollarinn væri verðlaust pappírssnifsi.

Undir þau orð tók Chavez í dag og sagði: „Við munum ekki ræða um dollara fljótlega því dollarinn er að falla í verðgildi og veldi hans að hrynja. Þegar dollarinn hrynur mun veldi Bandaríkjanna að sjálfsögðu hryja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×