Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í uppsveiflu

Markaðir í helstu kauphöllum Evrópu eru í nokkurri uppsveiflu eftir blóðbaðið á þeim í gærdag. Augljóst er að sú mikla lækkun sem varð á mörkuðunum í gær hefur skapað kauptækifæri víða.

Nú um miðjan dag hafði FTSE 100 í London hækkað um 0,3%, Dax í Frankfurt um 0,6% og Cac í París um 0,4%. Í Asíu eru markaðir einnig í uppsveiflu í augnablikinu en vestur í Bandaríkjunum heldur niðursveiflan hinsvegar áfram.

Í Kaupmannahöfn hófst morguninn með nokkurri uppsveiflu sem nú er gengin aftur til baka. Um hádegisbilið hafði úrvalsvísitalan þar fallið um 0.7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×