Viðskipti erlent

Kínverjar skipa bönkum að skrúfa fyrir öll útlán

Kínversk stjórnvöld hafa með leynd skipað bönkum landsins að skrúfa fyrir öll útlán sín það sem eftir lifir ársins.

Wall Street Journal fjallar um málið á vefsíðu sinni í morgun og hefur eftir heimildum víða í kínverska bankakerfinu að lán hafi verið afturkölluð og skrúfað fyrir yfirdráttarheimildir til fyrirtækja.

Að sögn Wall Street Journal þýðir þetta væntanlega að kreppan á fjármálamarkaðinum í Bandaríkjunum sé farin að hafa áhrif á kínverskt efnahagslíf. Lægri vextir í Bandaríkjunum minnki möguleika kínverja á að hækka sína vexti. Samkvæmt fréttinni fylgir tilmælunum til bankana hótanir um sektir ef ekki verður farið að þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×