Fleiri fréttir Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. 30.6.2007 16:59 iPhone mættur á svæðið Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar. 30.6.2007 14:46 Gróðavon í fasteignaviðskiptum Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær. 30.6.2007 05:45 Yfirtakan á Invik í höfn Ekkert kemur nú í veg fyrir að yfirtaka Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, á sænska fjármálafyrirtækinu Invik gangi eftir. Í gær hafði Racon Holdings, dótturfélag Milestone, tryggt sér um 98 prósent hlutafjár í Invik og 99 prósent atkvæðisréttar þegar tilboðsfrestur rann út. 30.6.2007 04:30 Keops tvöfaldar stærð Stoða Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ 30.6.2007 02:45 Sorpa bs. selur hlut sinn í Efnamóttökunni hf. Stjórn SORPU bs. samþykkti síðastliðinn mánudag tilboð Furu hf. og Gámaþjónustunnar hf. í eignarhlut SORPU bs. í Efnamóttökunni hf. 29.6.2007 22:29 Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir. 29.6.2007 20:37 Geysir Green Energy stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Árborg, Vestmannaeyjum og í Kópavogi hafa selt hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fyrirtækið hefur nú eignast 43 % prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og var gengið frá kaupunum í dag. 29.6.2007 18:57 Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi. 29.6.2007 16:31 Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. 29.6.2007 15:15 Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda. 29.6.2007 11:16 Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. 29.6.2007 10:56 FL Group tekur 28 milljarða lán FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni. 29.6.2007 10:22 Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. 29.6.2007 09:56 Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára. 29.6.2007 09:41 Eve-TV í loftið Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online. „Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 29.6.2007 08:00 Risasparisjóður í höfuðborginni Sameinaður sparisjóður Byrs og SPK er metinn á 45 milljarða króna. Sóknarsamruni, segja stjórnarformenn sparisjóðanna. 29.6.2007 06:00 Stýrivextir í Bandaríkjunum áfram í 5.25% Seðlabandi Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum eða í 5.25%. Þetta er í áttunda skipti sem stýrivextirnir standa í stað og telja sérfræðingar líkur á því að þeir haldist þeir sömu út árið. Ákvörðunin er í takt við spár greinenda. 28.6.2007 19:35 iPhone í hnotskurn Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans. 28.6.2007 16:50 Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust. 28.6.2007 16:06 Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. 28.6.2007 15:56 Brynhildur ráðin til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Stöðvar 2, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. 28.6.2007 15:18 PFS úthlutar tíðniheimildum Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja. 28.6.2007 15:12 Metafkoma hjá BBC Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu. 28.6.2007 13:25 BYR og SPK sameinast Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007. 28.6.2007 13:00 Impregilo grunað um svik á Ítalíu Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna. 28.6.2007 12:36 Árdegi kaupir hlut Baugs Group í Merlin Árdegi hf hefur keypt hlut Baugs Group í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir söluna verður Merlin dótturfélag Árdegis sem mun eiga 65% af fyrirtækinu og Milestone mun eiga 35%. Það verða engar meiriháttar breytingar á núverandi þriggja ára viðsnúningsáætlun Merlin. 28.6.2007 09:47 Norvik banka fær einkunn hjá Moody’s Norvik banka í Lettlandi, sem er í eigu Íslendinga, hefur fengið lánshæfiseinkunnina Ba3 frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s Investor Service, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mat á skammtímaskuldbindingum. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 28.6.2007 09:24 Stórlaxinn hrapar í verði Bandaríska fjárfestingafélagið Blackstone Group hefur átt verra gengi að fagna í bandarísku kauphöllinni vestanhafs en vonir stóðu til. Gengið hefur hríðfallið í vikunni og er nú komið undir útboðsgengi. 28.6.2007 06:00 Finnur verður framkvæmdastjóri Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. 28.6.2007 06:00 Tólf mánaða verðbólga fer niður fyrir fjögur prósent. Greiningardeildir bankanna reikna með litlum breytingum á vísitölu neysluverðs (VNV) milli júní og júlí. Sérfræðingar Kaupþings spá 0,1 prósents hækkun verðlags í júlí en hins vegar reikna kollegar þeirra hjá Landsbankanum með 0,1 prósents lækkun og Glitnismenn spá 0,2 prósenta lækkun. 28.6.2007 05:30 Sækir á evrópskan fasteignamarkað Baugur Group hyggst gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Immo-Croissance. Félagið er skráð í kauphöllina í Lúxemborg og Euronext-kauphöllina í Brussel. 28.6.2007 05:00 Búist við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum í landinu óbreyttum á morgun. Vextirnir eru 5,25 prósent og á morgun er vaxtaávkörðunardagur. Fjármálaspekúlantar eru flestir á því að þrátt fyrir ótta um vaxandi verðbólgu muni bankinn halda að sér höndum í þetta skiptið en ekki er loku fyrir það skotið að vestirnir verði hækkaðir enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi. 27.6.2007 19:34 Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. 27.6.2007 16:52 Bandaríkjamenn kaupa nýja ofurtölvu Tölvurisinn IBM hefur gefið út nýja ofurtölvu sem ber nafnið Blue Gene /P. Hún er þrisvar sinnum öflugri en forverinn Blue Gene /L. Ríkisstjórn bandaríkjanna hefur fest kaup á fyrsta eintakinu. 27.6.2007 14:50 Þeir ríkustu verða ríkari Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið. 27.6.2007 14:30 Stendur iPhone undir væntingum? Um símann hafa verið ritaðar 11.000 þúsund blaðagreinar, 69 milljón sinnum hefur nafnið verið sett í leitarvélar Google og bloggarar kalla hann Jesú símann. Enginn hefur enn snert þetta litla kraftaverkatæki sem kallað er iPhone. 27.6.2007 13:40 Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. 27.6.2007 12:57 Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent. Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. 27.6.2007 12:42 Spá 150 þúsund tonna þorskkvóta Greiningardeild Glitnis spáir því að þorskkvótinn verði 150 þúsund tonn í ljósi nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar um þorskstofninn og viðbragða ráðamanna við henni. 27.6.2007 10:47 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína um 0,1 prósent í kjölfar útboðs í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,80 prósent en vextir lána án uppgreiðsluálags eru 5,05 prósent. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem sjóðurinn hækkar vexti sína en 6. júní hækkuðu vextir um 0,05 prósent. 27.6.2007 09:36 Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst.“ 27.6.2007 06:30 Barist við gúrkuna Gúrkan er alls ráðandi í fjölmiðlunum þessa dagana og fréttamenn berjast við að kreista fram fréttir; svona eins og fréttin um það að fjöldi fæðinga það sem af er ári væri svipaður og meðaltal undanfarinna ára. 27.6.2007 06:00 Líkar heimildir hér og í Evrópu Valdaheimildir eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum eru svipaðar en sektarfjárhæðir breytilegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana sem gerðar voru um mitt ár 2006 fyrir tilstilli Samstarfsnefndar eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum. 27.6.2007 06:00 Ekkert nema algjör yfirráð Þeim hluthöfum sem hefðu áhuga á að eiga áfram hlut sinn í Actavis, þrátt fyrir afskráningu félagsins, stendur það ekki til boða. Að minnsta kosti ekki ef Novator fær sínu framgengt. 27.6.2007 05:15 Sjá næstu 50 fréttir
Nýsköpunarsjóður fjárfestir í Mentor Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur ákveðið að fjárfesta í þekkingarfyrirtækinu Mentor ehf sem sérhæfir sig í lausnum til að ná markvissari árangri í skólastarfi. Hlutur sjóðsins verður 20 prósent af heildarhlutafé og mun innkoma hans styrkja stoðir Mentor og opna félaginu nýja möguleika, að því er segir í tilkynningu. 30.6.2007 16:59
iPhone mættur á svæðið Hinn langþráði iPhone sími er kominn í almenna sölu í Bandaríkjunum. Fjölmargir biðu fyrir utan sölustaði Apple og AT&T til að tryggja sér eintak. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar verslanirnar opnuðu klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma. Síminn kemur á Evrópumarkað síðar á þessu ári. Dagsetningar hafa ekki verið tilkynntar. 30.6.2007 14:46
Gróðavon í fasteignaviðskiptum Fjárfestingafélagið Askar Capital hyggst stofna fjárfestingasjóð á Indlandi í haust. Þetta kom fram í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra félagsins, á fundi með fjármálaráðherra Indlands og fleirum á Hótel Holti í gær. 30.6.2007 05:45
Yfirtakan á Invik í höfn Ekkert kemur nú í veg fyrir að yfirtaka Milestone, félags bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona, á sænska fjármálafyrirtækinu Invik gangi eftir. Í gær hafði Racon Holdings, dótturfélag Milestone, tryggt sér um 98 prósent hlutafjár í Invik og 99 prósent atkvæðisréttar þegar tilboðsfrestur rann út. 30.6.2007 04:30
Keops tvöfaldar stærð Stoða Fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram yfirtökutilboð í danska fasteignafélagið Keops og bjóða hluthöfum annaðhvort reiðufé eða hlutabréf í Stoðum í skiptum. „Það sem menn fá með að gera þetta er félag sem er tvöfalt það sem Stoðir eru í dag,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða. „Ef þetta gengur eftir verða Stoðir í hópi stærstu fasteignafélaga Norðurlanda og það er svigrúm til frekari fjárfestinga.“ 30.6.2007 02:45
Sorpa bs. selur hlut sinn í Efnamóttökunni hf. Stjórn SORPU bs. samþykkti síðastliðinn mánudag tilboð Furu hf. og Gámaþjónustunnar hf. í eignarhlut SORPU bs. í Efnamóttökunni hf. 29.6.2007 22:29
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar verulega Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 36 á milli vikna. Í vikunni sem leið var 249 samningum þinglýst en 213 í vikunni þar áður. Heildarvelta jókst um 860 milljónir. 29.6.2007 20:37
Geysir Green Energy stærsti hluthafi í Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Árborg, Vestmannaeyjum og í Kópavogi hafa selt hluti sína í Hitaveitu Suðurnesja til Geysis Green Energy. Fyrirtækið hefur nú eignast 43 % prósenta hlut í Hitaveitu Suðurnesja og var gengið frá kaupunum í dag. 29.6.2007 18:57
Atlantic Petroleum hækkaði um 90% á fyrri helmingi ársins Atlantic Petroleum hækkaði langmest fyrirtækja á hlutabréfamarkaði hér á landi á fyrri helmingi ársins, eða um rúm 90 prósent. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag. Þar segir enn fremur að ávöxtun á hlutabréfa á markaði hafi verið mjög góð á fyrri árshelmingi. 29.6.2007 16:31
Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. 29.6.2007 15:15
Stoðir verði stærsta fasteignafélag Norðurlanda Íslenska fasteignafélagið Stoðir hefur lagt fram kauptilboð í danska fasteignaféalgið Keops og hyggst taka það af markaði. Í framhaldinu er stefnt að því að setja Stoðir á markað og gera það að stærsta fasteignafélagi Norðurlanda. 29.6.2007 11:16
Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. 29.6.2007 10:56
FL Group tekur 28 milljarða lán FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni. 29.6.2007 10:22
Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum. 29.6.2007 09:56
Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára. 29.6.2007 09:41
Eve-TV í loftið Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur sett á laggirnar sjónvarpsstöðina Eve-TV sem er ætlað að fylgja eftir vinsældum tölvuleiksins Eve Online. „Við byrjuðum með þetta í fyrrasumar. Þá vorum við með tilraunaútsendingar frá íþróttaviðburðum í tölvuleiknum Eve og síðan endurtókum við þetta fyrir jól á síðasta ári,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. 29.6.2007 08:00
Risasparisjóður í höfuðborginni Sameinaður sparisjóður Byrs og SPK er metinn á 45 milljarða króna. Sóknarsamruni, segja stjórnarformenn sparisjóðanna. 29.6.2007 06:00
Stýrivextir í Bandaríkjunum áfram í 5.25% Seðlabandi Bandaríkjanna hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum eða í 5.25%. Þetta er í áttunda skipti sem stýrivextirnir standa í stað og telja sérfræðingar líkur á því að þeir haldist þeir sömu út árið. Ákvörðunin er í takt við spár greinenda. 28.6.2007 19:35
iPhone í hnotskurn Nú þegar einn dagur er þangað til iPhone kemur í búðir í Bandaríkjunum hafa myndast biðraðir fyrir framan Apple verslanir víðsvegar um landið. Um hvað snýst æðið? Vísir.is skoðar iPhone og eiginleika hans. 28.6.2007 16:50
Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust. 28.6.2007 16:06
Hægur hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur mældist 0,7 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi ekki mælst minni í fjögur ár er þetta 0,1 prósentustigi meira en gert var ráð fyrir. Hagfræðingar höfðu hins vegar gert ráð fyrir 0,8 prósenta hagvexti. 28.6.2007 15:56
Brynhildur ráðin til Saga Capital Brynhildur Ólafsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Stöðvar 2, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskiptasviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka. Hún mun hafa yfirumsjón með markaðsmálum bankans, almannatengslum hans og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila. 28.6.2007 15:18
PFS úthlutar tíðniheimildum Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað fjarskiptafyrirtækjunum Amitelo AG og IceCell ehf., félags í eigu BebbiCell AG, tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í heimildirnar en einungis lá fyrir að úthluta þeim til tveggja fyrirtækja. 28.6.2007 15:12
Metafkoma hjá BBC Breska ríkisútvarpið (BBC) skilaði hagnaði upp 111,1 milljónir punda, um 14 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er metafkoma í sögu útvarpsins sem skrifast að miklu leyti á góða sölu á mynddiskaútgáfum sjónvarpsþátta á borð við Planet Earth, Life on Mars og Doctor Who, sem nú er sýndur í Ríkissjónvarpinu. 28.6.2007 13:25
BYR og SPK sameinast Stjórnir BYRS sparisjóðs og Sparisjóðs Kópavogs hafa ákveðið að sameina fyrirtækin og miðast samruninn við 1. janúar 2007. 28.6.2007 13:00
Impregilo grunað um svik á Ítalíu Gengi hlutabréfa í ítalska verktakafyrirtækin Impregilo, sem meðal annars sér um framkvæmdir á Kárahnjúkum, féll um rúm 15 prósent á hlutabréfamarkaði á Ítalíu eftir að ítalskur ríkissaksóknari þar í landi bannaði fyrirtækinu að nýta sér meinaði fyrirtækinu sjá um eyðingu úrgangs í Campaniahéraði á Ítalíu. Fyrirtækið er grunað um svik í tengslum við eyðinguna. 28.6.2007 12:36
Árdegi kaupir hlut Baugs Group í Merlin Árdegi hf hefur keypt hlut Baugs Group í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Eftir söluna verður Merlin dótturfélag Árdegis sem mun eiga 65% af fyrirtækinu og Milestone mun eiga 35%. Það verða engar meiriháttar breytingar á núverandi þriggja ára viðsnúningsáætlun Merlin. 28.6.2007 09:47
Norvik banka fær einkunn hjá Moody’s Norvik banka í Lettlandi, sem er í eigu Íslendinga, hefur fengið lánshæfiseinkunnina Ba3 frá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody’s Investor Service, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mat á skammtímaskuldbindingum. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur. 28.6.2007 09:24
Stórlaxinn hrapar í verði Bandaríska fjárfestingafélagið Blackstone Group hefur átt verra gengi að fagna í bandarísku kauphöllinni vestanhafs en vonir stóðu til. Gengið hefur hríðfallið í vikunni og er nú komið undir útboðsgengi. 28.6.2007 06:00
Finnur verður framkvæmdastjóri Finnur Oddsson, lektor og forstöðumaður MBA-náms við Háskólann í Reykjavík, sest í framkvæmdastjórastól Viðskiptaráðs Íslands í haust. Hann tekur við af Höllu Tómasdóttur. Finnur verður þó áfram viðloðandi HR enda er Viðskiptaráð Íslands stærsti eigandi skólans. Mun hann meðal annars halda áfram kennslu og rannsóknarstörfum við skólann. 28.6.2007 06:00
Tólf mánaða verðbólga fer niður fyrir fjögur prósent. Greiningardeildir bankanna reikna með litlum breytingum á vísitölu neysluverðs (VNV) milli júní og júlí. Sérfræðingar Kaupþings spá 0,1 prósents hækkun verðlags í júlí en hins vegar reikna kollegar þeirra hjá Landsbankanum með 0,1 prósents lækkun og Glitnismenn spá 0,2 prósenta lækkun. 28.6.2007 05:30
Sækir á evrópskan fasteignamarkað Baugur Group hyggst gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Immo-Croissance. Félagið er skráð í kauphöllina í Lúxemborg og Euronext-kauphöllina í Brussel. 28.6.2007 05:00
Búist við óbreyttum stýrivöxtum í Bandaríkjunum Allar líkur eru taldar á því að Seðlabanki Bandaríkjanna haldi stýrivöxtum í landinu óbreyttum á morgun. Vextirnir eru 5,25 prósent og á morgun er vaxtaávkörðunardagur. Fjármálaspekúlantar eru flestir á því að þrátt fyrir ótta um vaxandi verðbólgu muni bankinn halda að sér höndum í þetta skiptið en ekki er loku fyrir það skotið að vestirnir verði hækkaðir enn frekar á næsta vaxtaákvörðunardegi. 27.6.2007 19:34
Norðmenn hækka stýrivexti Norski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa þeir nú í 4,5 prósentum. Bankinn ætlar að halda stýrivöxtum að jafnaði í 5,75 prósentum næstu tvö árin sem er 50 punktum meira en bankinn hafði áður sagst ætla að gera. 27.6.2007 16:52
Bandaríkjamenn kaupa nýja ofurtölvu Tölvurisinn IBM hefur gefið út nýja ofurtölvu sem ber nafnið Blue Gene /P. Hún er þrisvar sinnum öflugri en forverinn Blue Gene /L. Ríkisstjórn bandaríkjanna hefur fest kaup á fyrsta eintakinu. 27.6.2007 14:50
Þeir ríkustu verða ríkari Ríkidæmi auðugustu einstaklinga í heimi jókst um 11,4 prósent á síðasta ári og nam þá rúmum 37 þúsund milljörðum bandaríkjadala. Á íslensku mannamáli jafngildir það 2.312 þúsund milljörðum króna, sem er mjög mikið. 27.6.2007 14:30
Stendur iPhone undir væntingum? Um símann hafa verið ritaðar 11.000 þúsund blaðagreinar, 69 milljón sinnum hefur nafnið verið sett í leitarvélar Google og bloggarar kalla hann Jesú símann. Enginn hefur enn snert þetta litla kraftaverkatæki sem kallað er iPhone. 27.6.2007 13:40
Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. 27.6.2007 12:57
Kaupþing spáir 3,6 prósenta verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent á milli mánaða í júlí. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,0 prósentum í 3,6 prósent. Greiningardeildin spáir því að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist ekki fyrr en á þriðja fjórðungi næsta árs. 27.6.2007 12:42
Spá 150 þúsund tonna þorskkvóta Greiningardeild Glitnis spáir því að þorskkvótinn verði 150 þúsund tonn í ljósi nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar um þorskstofninn og viðbragða ráðamanna við henni. 27.6.2007 10:47
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað vexti sína um 0,1 prósent í kjölfar útboðs í gær. Vextir lána með uppgreiðsluálagi eru nú 4,80 prósent en vextir lána án uppgreiðsluálags eru 5,05 prósent. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem sjóðurinn hækkar vexti sína en 6. júní hækkuðu vextir um 0,05 prósent. 27.6.2007 09:36
Landsstjórnin hyggst halda í ráðandi hlut Færeyska landsstjórnin, sem hefur selt um 66 prósent hlutafjár við einkavæðingu Føroya Banka, hefur skuldbundið sig til að eiga eftirstöðvarnar í 180 daga frá skráningu bankans á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Eyðun á Rógvi, stjórnarformaður Fíggingargrunnsins frá 1992 (Financing Fund of 1992), býst þó fastlega við því að ríkið haldi fast í ráðandi hlut sinn næstu árin og selji hann ekki nema í einu lagi. „Í samræmi við áætlanir okkar er vilji fyrir því að selja hlutinn á næstu þremur til fimm árum. En þetta veltur allt á pólitískum aðstæðum sem geta alltaf breyst.“ 27.6.2007 06:30
Barist við gúrkuna Gúrkan er alls ráðandi í fjölmiðlunum þessa dagana og fréttamenn berjast við að kreista fram fréttir; svona eins og fréttin um það að fjöldi fæðinga það sem af er ári væri svipaður og meðaltal undanfarinna ára. 27.6.2007 06:00
Líkar heimildir hér og í Evrópu Valdaheimildir eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum eru svipaðar en sektarfjárhæðir breytilegar. Þetta kemur fram í niðurstöðum kannana sem gerðar voru um mitt ár 2006 fyrir tilstilli Samstarfsnefndar eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum. 27.6.2007 06:00
Ekkert nema algjör yfirráð Þeim hluthöfum sem hefðu áhuga á að eiga áfram hlut sinn í Actavis, þrátt fyrir afskráningu félagsins, stendur það ekki til boða. Að minnsta kosti ekki ef Novator fær sínu framgengt. 27.6.2007 05:15