Fleiri fréttir Líkur á hærri vöxtum í Bretlandi Skoðanir voru skiptar innan peningamálanefndar Englandsbanka að halda stýrivöxtum óbreyttum í byrjun mánaðar. Fimm nefndarmenn voru fylgjandi því að halda vöxtunum óbreyttum í 5,5 prósentum en fjórir studdu hækkun upp á 25 punkta. 27.6.2007 03:15 Neytendur sáttir við sitt Neytendur hafa aldrei mælst ánægðari með núverandi ástand. Þetta sýnir nýbirt væntingavísitala Gallup sem birt var í gær fyrir júnímánuð. Hins vegar dregur örlítið úr væntingunum þegar þeir líta til næstu sex mánaða. Þrátt fyrir það eru væntingarnar miklar. 27.6.2007 03:15 Samstarf sem allir hagnast á Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. 27.6.2007 03:15 Nýtur ekki stuðnings Breska fjárfestingafélagið Candover birti í gær skilyrði fyrir væntanlegu yfirtökutilboði í hollensku samsteypuna Stork. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna en felur í sér að það sé bindandi berist ekki fimm prósentustiga hærri tilboð í samstæðuna. Þá er skilyrði um að 80 prósent hluthafa verði að taka boðinu. Samþykki 95 prósent hluthafa þarf til að afskrá félagið. 27.6.2007 03:00 Væntur gróði Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki. 27.6.2007 03:00 Sveiflur í raungengi eru langar og stórar Jón Steinsson, hagfræðingur og verðandi lektor við Columbia University í New York, hefur fengið grein samþykkta til birtingar í fræðitímaritinu American Economic Review. Greinin, sem nefnist „The Dynamic Behavior of the Real Exchange Rate in Sticky Price Models“, fjallar um þróun raungengis í helstu iðnríkjunum, það er G-7 löndum, á síðustu þrjátíu árum þar sem reynt er að útskýra langar sveiflur í þróun raungengis. 27.6.2007 02:45 Nýherji opnar lífsstílsverslun Nýherji hefur opnað verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl að Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Í versluninni munu einstaklingar geta nálgast vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja. Á efri hæð er svo fyrirtækjaþjónusta Sense til húsa. „Með breytingunni er Nýherji að svara síaukinni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir hágæða vörum og þjónustu á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. 27.6.2007 02:00 Gætum dottið inn í undanúrslitin „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. 27.6.2007 02:00 Unnið á ströndinni Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. 27.6.2007 02:00 Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. 27.6.2007 02:00 Hagnaður Straumborgar dróst saman Straumborg hagnaðist um 2,05 milljarða króna í fyrra samanborið við tæplega fimm milljarða króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu félagsins til Kauphallarinnar í tilefni af útgáfu víxla. 27.6.2007 02:00 Aðgerð „Albatross“ hafin hjá Glitni Innan Glitnis er hafin vinna við að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi og nefnist verkefnið „Albatross“. Bankinn mun óska eftir heimild til að samræma starfsemina í Noregi, þar á meðal að fella Bolig- og Næringsbanken (BNbank) og Glitnir Bank í eina sterka heild. Þó er tekið fram að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi. Höfuðstöðvar Glitnis Bank yrðu í Þrándheimi en fyrirtækjabankastarfsemin í Álasundi. 27.6.2007 01:45 Ísland hefur allt að bjóða Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. 27.6.2007 01:15 Mikill ávinningur fyrir landsmenn „Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað. 27.6.2007 01:15 Hefur sjávarútvegurinn glatað þjóðhagslegu mikilvægi sínu? Enn á ný er komin upp umræða um hlutverk og mikilvægi sjávarútvegsins í atvinnulífi Íslendinga. Umræðan snýst að nokkru um áhrif greinarinnar á byggðir landsins og einnig um hvort hlutverk þessarar undirstöðuatvinnugreinar hafi breyst í grundvallaratriðum frá því að núverandi stjórnkerfi fiskveiða var tekið upp. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Hvað hefur breyst frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar aflamarkskerfinu var komið á? 27.6.2007 01:00 Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. 27.6.2007 00:30 Netþjónabúin skera úr um sigurvegarann Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar í síðustu viku. Að baki skýrslunni stóðu Fjárfestingastofa Íslands, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi. Niðurstöðurnar voru einkar jákvæðar. Þar kom fram að ytri skilyrði fyrir byggingu og rekstur netþjónabúa er einkar hagkvæmt fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki. 27.6.2007 00:15 Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. 26.6.2007 23:08 Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. 26.6.2007 17:00 Íbúðalán bankanna ekki meiri síðan í fyrra Ný íbúðalán bankanna námu um 5,5 milljörðum króna í maí. Á sama tíma lánaði Íbúðalánasjóður 6,0 milljarða krónur til íbúðarkaupa. Útlán bankana hafa aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og hafa ekki verið meiri síðan í maí í fyrra. 26.6.2007 16:30 Rígur um tilboð í Stork Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið. 26.6.2007 16:11 Actavis með nýtt lyf á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur sett nýtt forðalyf á markað í Banaríkjunum. Lyfið heitir Nifedipine XR og er notað við háþrýstingi, ýmist eitt sér eða með öðrum blóðþrýstingslyfjum. Dreifing lyfsins er þegar hafin og er fyrsta markaðssetning Abrika síðan Actavis keypti fyrirtækið í apríl. 26.6.2007 14:36 Útvarpsstöðvar í BNA stöðva útsendingar í mótmælaskyni Nokkrar af helstu vefútvarpsstöðvum Bandaríkjanna hyggjast halda svokallaðan Dag þagnar á fimmtugaginn og gera þá hlé á útsendingum sínum. Er það gert í mótmælaskyni við áæltanir Copyright Royalty Board um að auka greiðslur til sérleyfishafa þegar tónlist er spiluð á vefnum. Álagningin á að skella á þann 15 júlí. 26.6.2007 14:31 OpenHand semur við stórt alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hefur selt alþjóðlega samskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu arvato AG hugbúnað vegna nýrrar þjónustu sem væntanleg er á markað í Þýskalandi. 26.6.2007 10:04 Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. 26.6.2007 09:29 Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. 26.6.2007 06:45 Hlutabréf gefa ekkert eftir Hlutabréfamarkaðurinn heldur áfram að hækka en Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í gær í 8.279 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 29,1 prósent og styttist óðfluga í það að hún hafi hækkað tvöfalt meira en allt árið í fyrra. 26.6.2007 06:45 Bretar taka bréf í Eimskip Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu. 26.6.2007 06:30 Hlutabréf lækka enn í Evrópu Hlutabréf í Evrópu halda áfram að lækka en þau féllu í verði þriðja daginn í röð að því er kemur fram í Hálffimmfréttum Kaupþings banka. Sem dæmi má nefna að franska símafyrirtækið France Telecom lækkaði um nærri tvö prósent eftir að franska ríkið sagði frá fyrirætlunum sínum að selja allt að sjö prósent hlut í fyrirtækinu til að slá á skuldir. 25.6.2007 18:35 Yfirsjóræningi dæmdur Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. 25.6.2007 15:25 Greining Glitnis býst ekki við vaxtalækkun fyrr en í nóvember Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum við næsta vaxtaákvörðunardag, þann 5. júlí. Býst bankinn ekki við að vextir verði lækkaðir fyrr í nóvember og þá um 0,5 prósentu stig. 25.6.2007 15:18 Þýðir íslensku yfir á ensku Alnet hefur hannað forrit sem þýðir heilu setningarnar, greinarnar og jafnvel bækurnar setningafræðilega rétt úr íslensku yfir í ensku. 25.6.2007 12:00 Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08 Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42 Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06 Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16 LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46 Stjórnin styður Novator Stjórn Actavis ráðleggur hluthöfum að samþykkja nýtt yfirtökutilboð Novators í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut, rúmar níutíu krónur. Það nemur um 187 milljörðum. 23.6.2007 06:30 Hlutur Samson er metinn á 72,6 milljarða króna. Samson Global Holdings SARL, eignarhaldsfélag í jafnri eigu feðganna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, jók hlut sinn í Straumi-Burðarási í gær fyrir rúma 5,8 milljarða króna eða um 2,7 prósent. 23.6.2007 06:30 Reykjavík dýrari en Köben Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri því algengara verður það að skrásetja félög í fleiri en einni kauphöll. Kaupþing er skráð á tveimur stöðum og Föroya Banki, sem fór á markað í vikunni, er annað dæmi um fyrirtæki sem er skráð í tvær kauphallir, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í Kaupmannahöfn. Mikil viðskipti voru með bréf félagsins á fyrsta degi og hækkaði gengið um 29 prósent á Íslandi. 23.6.2007 06:00 Biðin eftir tilboði Baugs á enda Fjárfestahópur, sem ræður yfir 64,4 prósentum hlutafjár í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, hefur loks lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Mosaic Fashions upp á 17,5 krónur á hlut. Eftir því hefur verið beðið síðan yfirtökuviðræður hófust á milli stjórnar félagsins og Baugs og fleiri fjárfesta í byrjun maí. 23.6.2007 06:00 Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. 22.6.2007 14:36 Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11 Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. 22.6.2007 13:04 Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. 22.6.2007 11:33 Sjá næstu 50 fréttir
Líkur á hærri vöxtum í Bretlandi Skoðanir voru skiptar innan peningamálanefndar Englandsbanka að halda stýrivöxtum óbreyttum í byrjun mánaðar. Fimm nefndarmenn voru fylgjandi því að halda vöxtunum óbreyttum í 5,5 prósentum en fjórir studdu hækkun upp á 25 punkta. 27.6.2007 03:15
Neytendur sáttir við sitt Neytendur hafa aldrei mælst ánægðari með núverandi ástand. Þetta sýnir nýbirt væntingavísitala Gallup sem birt var í gær fyrir júnímánuð. Hins vegar dregur örlítið úr væntingunum þegar þeir líta til næstu sex mánaða. Þrátt fyrir það eru væntingarnar miklar. 27.6.2007 03:15
Samstarf sem allir hagnast á Í síðustu viku innsigluðu Alþjóðahúsið og Landsbankinn tímamótasamning í rekstri hússins. Hann hljóðar upp á tíu milljóna króna peningastyrk á þessu ári. Samstarfið þeirra á milli tekur þó til fleiri þátta og er til þess fallið að nýtast báðum aðilum vel. 27.6.2007 03:15
Nýtur ekki stuðnings Breska fjárfestingafélagið Candover birti í gær skilyrði fyrir væntanlegu yfirtökutilboði í hollensku samsteypuna Stork. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evra, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna en felur í sér að það sé bindandi berist ekki fimm prósentustiga hærri tilboð í samstæðuna. Þá er skilyrði um að 80 prósent hluthafa verði að taka boðinu. Samþykki 95 prósent hluthafa þarf til að afskrá félagið. 27.6.2007 03:00
Væntur gróði Þegar netbólan reis sem hæst í kringum síðustu aldamót reiknuðu margir með því að gengi hlutabréfa myndi halda áfram að hækka og reiknuðu þeir út væntan hagnað af hlutabréfakaupum með því að margfalda hækkun á einum viðskiptadegi langt fram í tímann. Þeir draumar rættust ekki. 27.6.2007 03:00
Sveiflur í raungengi eru langar og stórar Jón Steinsson, hagfræðingur og verðandi lektor við Columbia University í New York, hefur fengið grein samþykkta til birtingar í fræðitímaritinu American Economic Review. Greinin, sem nefnist „The Dynamic Behavior of the Real Exchange Rate in Sticky Price Models“, fjallar um þróun raungengis í helstu iðnríkjunum, það er G-7 löndum, á síðustu þrjátíu árum þar sem reynt er að útskýra langar sveiflur í þróun raungengis. 27.6.2007 02:45
Nýherji opnar lífsstílsverslun Nýherji hefur opnað verslun sem leggur áherslu á stafrænan lífsstíl að Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Í versluninni munu einstaklingar geta nálgast vörur og þjónustu fyrir nútímaheimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Nýherja. Á efri hæð er svo fyrirtækjaþjónusta Sense til húsa. „Með breytingunni er Nýherji að svara síaukinni eftirspurn einstaklinga og fyrirtækja eftir hágæða vörum og þjónustu á þessu sviði,“ segir í tilkynningunni. 27.6.2007 02:00
Gætum dottið inn í undanúrslitin „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. 27.6.2007 02:00
Unnið á ströndinni Sífellt fleiri starfsmenn sækjast eftir því að fá að komast út úr skrifstofum sínum og vinna heima eða sitja utandyra við vinnu. Fyrirtækið Microsoft Windows Mobile í Bretlandi ætlar að vera með þeim fyrstu til þess að kynna slíkar aðstæður í sumar. 27.6.2007 02:00
Fimm félög á yfir þrjú hundruð milljarða Í fyrsta skipti eru fimm fyrirtæki í Kauphöll Íslands metin á þrjú hundruð milljarða króna eða meira. Fyrirtækin eru fjármálafyrirtækin Kaupþing, Glitnir, Landsbankinn og Exista og samheitalyfjafyrirtækið Actavis sem datt inn í þennan hóp eftir að Novator hækkaði yfirtökutilboð sitt í félagið. Átta stærstu félögin í Kauphöllinni eru alls metin á tæpa þrjú þúsund milljarða króna. 27.6.2007 02:00
Hagnaður Straumborgar dróst saman Straumborg hagnaðist um 2,05 milljarða króna í fyrra samanborið við tæplega fimm milljarða króna hagnað árið áður. Þetta kemur fram í skráningarlýsingu félagsins til Kauphallarinnar í tilefni af útgáfu víxla. 27.6.2007 02:00
Aðgerð „Albatross“ hafin hjá Glitni Innan Glitnis er hafin vinna við að móta framtíðarskipulag bankans í Noregi og nefnist verkefnið „Albatross“. Bankinn mun óska eftir heimild til að samræma starfsemina í Noregi, þar á meðal að fella Bolig- og Næringsbanken (BNbank) og Glitnir Bank í eina sterka heild. Þó er tekið fram að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar þar að lútandi. Höfuðstöðvar Glitnis Bank yrðu í Þrándheimi en fyrirtækjabankastarfsemin í Álasundi. 27.6.2007 01:45
Ísland hefur allt að bjóða Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu Íslands, kynnti skýrslu um samkeppnishæfni Íslands varðandi uppbyggingu netþjónabúa hér á landi í síðustu viku. Hann segir um tug fyrirtækja hafa leitað hingað til lands á tiltölulega stuttum tíma og kannað málið. Skýrslan staðfesti það sem flesta í upplýsingatækni hafi grunað, að veruleg viðskiptatækifæri felist í uppbyggingu netþjónabúa hér á landi. 27.6.2007 01:15
Mikill ávinningur fyrir landsmenn „Ávinningurinn af rekstri netþjónabúa hér á landi gæti orðið til þess að lækka bandbreiddarkostnað fyrir fyrirtæki og heimili í landinu ef tekjulindin verða erlend fyrirtæki sem hýsa búnaðinn hér,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr. Hann bendir á að innlend notkun hafi verið fremur lítil en bandbreiddarnotkun muni aukast mikið komi erlend fyrirtæki hingað. 27.6.2007 01:15
Hefur sjávarútvegurinn glatað þjóðhagslegu mikilvægi sínu? Enn á ný er komin upp umræða um hlutverk og mikilvægi sjávarútvegsins í atvinnulífi Íslendinga. Umræðan snýst að nokkru um áhrif greinarinnar á byggðir landsins og einnig um hvort hlutverk þessarar undirstöðuatvinnugreinar hafi breyst í grundvallaratriðum frá því að núverandi stjórnkerfi fiskveiða var tekið upp. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Hvað hefur breyst frá upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar aflamarkskerfinu var komið á? 27.6.2007 01:00
Kaupþing selur um þrettán milljarða „samúræjabréf“ Kaupþing horfir í vaxandi mæli til skuldabréfaútgáfu í Asíu. Japan er orðið einn af mörgum hornsteinum í fjármögnun bankans en fyrr á árinu fékk Kaupþing lánshæfismat frá ROI, japönsku lánhæfismatsfyrirtæki. Bankinn greinir frá „samúræjaútgáfu“ í Japan í dag þar sem seld voru skuldabréf fyrir um 25 milljarða jena, um 12,5 milljarða króna, til fjárfesta en kjörin lágu ekki fyrir við gerð þessarar fréttar. 27.6.2007 00:30
Netþjónabúin skera úr um sigurvegarann Niðurstöður athugunar á samkeppnishæfni Íslands fyrir netþjónaúbú voru kynntar í síðustu viku. Að baki skýrslunni stóðu Fjárfestingastofa Íslands, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Farice, Síminn og Teymi. Niðurstöðurnar voru einkar jákvæðar. Þar kom fram að ytri skilyrði fyrir byggingu og rekstur netþjónabúa er einkar hagkvæmt fyrir hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki. 27.6.2007 00:15
Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. 26.6.2007 23:08
Minni væntingar nú en áður Væntingar Bandaríkjamanna lækkuðu um 4,6 stig og standa í 103,9 stigum í þessum mánuði samanborið við 108,5 stig í maí. Þetta er meiri lækkun á væntingum manna vestanhafs en gert hafði verið ráð fyrir. Niðurstaðan mun líklega skila sér í óbreyttum stýrivöxtum bandaríska seðlabankans. 26.6.2007 17:00
Íbúðalán bankanna ekki meiri síðan í fyrra Ný íbúðalán bankanna námu um 5,5 milljörðum króna í maí. Á sama tíma lánaði Íbúðalánasjóður 6,0 milljarða krónur til íbúðarkaupa. Útlán bankana hafa aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og hafa ekki verið meiri síðan í maí í fyrra. 26.6.2007 16:30
Rígur um tilboð í Stork Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið. 26.6.2007 16:11
Actavis með nýtt lyf á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur sett nýtt forðalyf á markað í Banaríkjunum. Lyfið heitir Nifedipine XR og er notað við háþrýstingi, ýmist eitt sér eða með öðrum blóðþrýstingslyfjum. Dreifing lyfsins er þegar hafin og er fyrsta markaðssetning Abrika síðan Actavis keypti fyrirtækið í apríl. 26.6.2007 14:36
Útvarpsstöðvar í BNA stöðva útsendingar í mótmælaskyni Nokkrar af helstu vefútvarpsstöðvum Bandaríkjanna hyggjast halda svokallaðan Dag þagnar á fimmtugaginn og gera þá hlé á útsendingum sínum. Er það gert í mótmælaskyni við áæltanir Copyright Royalty Board um að auka greiðslur til sérleyfishafa þegar tónlist er spiluð á vefnum. Álagningin á að skella á þann 15 júlí. 26.6.2007 14:31
OpenHand semur við stórt alþjóðlegt fjölmiðlafyrirtæki Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið OpenHand hefur selt alþjóðlega samskipta- og fjölmiðlafyrirtækinu arvato AG hugbúnað vegna nýrrar þjónustu sem væntanleg er á markað í Þýskalandi. 26.6.2007 10:04
Candover býður í Stork Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu. 26.6.2007 09:29
Greiða ekki bónus Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum. 26.6.2007 06:45
Hlutabréf gefa ekkert eftir Hlutabréfamarkaðurinn heldur áfram að hækka en Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í gær í 8.279 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 29,1 prósent og styttist óðfluga í það að hún hafi hækkað tvöfalt meira en allt árið í fyrra. 26.6.2007 06:45
Bretar taka bréf í Eimskip Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu. 26.6.2007 06:30
Hlutabréf lækka enn í Evrópu Hlutabréf í Evrópu halda áfram að lækka en þau féllu í verði þriðja daginn í röð að því er kemur fram í Hálffimmfréttum Kaupþings banka. Sem dæmi má nefna að franska símafyrirtækið France Telecom lækkaði um nærri tvö prósent eftir að franska ríkið sagði frá fyrirætlunum sínum að selja allt að sjö prósent hlut í fyrirtækinu til að slá á skuldir. 25.6.2007 18:35
Yfirsjóræningi dæmdur Höfuðpaur umsvifamikils tölvuglæpahrings var dæmdur af bandarískum dómstólum í 51 mánaðar fangelsi á dögunum. Maðurinn, sem er Breti að nafni Hew Griffith, hafði áður verið handsamaður og fangelsaður í Ástralíu en krafist þess að verða framseldur til Bandaríkjanna. 25.6.2007 15:25
Greining Glitnis býst ekki við vaxtalækkun fyrr en í nóvember Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum við næsta vaxtaákvörðunardag, þann 5. júlí. Býst bankinn ekki við að vextir verði lækkaðir fyrr í nóvember og þá um 0,5 prósentu stig. 25.6.2007 15:18
Þýðir íslensku yfir á ensku Alnet hefur hannað forrit sem þýðir heilu setningarnar, greinarnar og jafnvel bækurnar setningafræðilega rétt úr íslensku yfir í ensku. 25.6.2007 12:00
Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08
Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42
Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06
Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16
LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46
Stjórnin styður Novator Stjórn Actavis ráðleggur hluthöfum að samþykkja nýtt yfirtökutilboð Novators í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut, rúmar níutíu krónur. Það nemur um 187 milljörðum. 23.6.2007 06:30
Hlutur Samson er metinn á 72,6 milljarða króna. Samson Global Holdings SARL, eignarhaldsfélag í jafnri eigu feðganna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, jók hlut sinn í Straumi-Burðarási í gær fyrir rúma 5,8 milljarða króna eða um 2,7 prósent. 23.6.2007 06:30
Reykjavík dýrari en Köben Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri því algengara verður það að skrásetja félög í fleiri en einni kauphöll. Kaupþing er skráð á tveimur stöðum og Föroya Banki, sem fór á markað í vikunni, er annað dæmi um fyrirtæki sem er skráð í tvær kauphallir, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í Kaupmannahöfn. Mikil viðskipti voru með bréf félagsins á fyrsta degi og hækkaði gengið um 29 prósent á Íslandi. 23.6.2007 06:00
Biðin eftir tilboði Baugs á enda Fjárfestahópur, sem ræður yfir 64,4 prósentum hlutafjár í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, hefur loks lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Mosaic Fashions upp á 17,5 krónur á hlut. Eftir því hefur verið beðið síðan yfirtökuviðræður hófust á milli stjórnar félagsins og Baugs og fleiri fjárfesta í byrjun maí. 23.6.2007 06:00
Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. 22.6.2007 14:36
Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11
Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. 22.6.2007 13:04
Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. 22.6.2007 11:33