Fleiri fréttir

Sameining handsöluð um áramótin

NASDAQ og OMX ganga í eina sæng um áramótin. Ólíklegt er að Kauphöll Íslands eignist fulltrúa í nýrri yfirstjórn. Forstjóri Kauphallarinnar væntir stórra erlendra fjárfestingabanka inn á íslenskan hlutabréfamarkað.

Vopnahléi lýkur í Nígeríu

Uppreisnarmenn í MEND-flokknum, sem berjast fyrir því að Níger-árósasvæðið öðlist sjálfstæði frá Nígeríu, hafa lýst því yfir að vopnahléi sem staðið hefur undanfarinn mánuð sé lokið. Níger-árósarnir eru helsta olíuframleiðslusvæði Nígeríu.

Athyglisverð tilraun

„Þetta var athyglisverð tilraun við raunverulegar aðstæður sem gefast sjaldan,“ segir Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans. Björn skrifaði grein um skattlausa árið í félagi við Gylfa Zöega, prófessor við Háskóla Íslands, og Marco Bianchi.

Norvik fær Ba3

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody’s hefur veitt Norvik banka í Lettlandi lánshæfiseinkunnina Ba3, auk einkunnar á fjárhagslegum styrkleika upp á D- og mats á skammtímaskuldbindingum „Non-Prime“. Horfur eru stöðugar varðandi allar einkunnir. Ba3 er hærri einkunn en bankinn hefur frá Fitch, sem er B+ með jákvæðar horfur.

Nýliðinn fær milljarða

Forráðamenn Portland Trailblazers vona að Greg Oden fylgi í fótspor Clyde „The Glide“ Drexler.

Samherji stofnar félag um sölustarfsemi sína

Samherji hf. hefur stofnað nýtt dótturfélag um sölustarfsemi sína. Félagið heitir Ice Fresh Seafood. Með stofnun þess er verið að skerpa á áherslum í sölumálum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini.

Hámarkslánhlutfall lækkar í 80%

Félagsmálaráðherra samþykkti í dag að lækka hámarkslánshlutfall Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Þessar breytingar taka gildi frá og með morgundeginum. Þá var jafnframt ákveðið að halda hámarkslánum óbreyttum í 18 milljónum króna.

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 8.408. Hún hefur aldrei verið hærri. Mesta hækkun var á bréfum í Föroya Banka en mest varð lækkun á bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum.

Nokia er umhverfisvænst

Farsímaframleiðandinn Nokia er umhverfisvænsti raftækjaframleiðandinn samkvæmt nýjum lista frá Greenpeace. Sony er á botninum í fjórtánda og síðasta sæti listans.

Hráolía lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga.

Rarik stígur fyrsta skrefið í útrás sinni

Ríkisorkurisinn Rarik hefur keypt hlut í norska orkufyrirtækinu Blåfells Energi af Landsbanka Íslands. Eðlilegt að spurningar vakni um fjárfestingar ríkisfyrirtækja segir forstjórinn.

iPhone í sölu í Bandaríkjunum

iPhone-síminn frá Apple er kominn á markað í Bandaríkjunum. Eftirvæntingin eftir símanum hefur verið gríðarleg, en hann er blanda af iPod-spilara, farsíma og lófatölvu með stórum snertiskjá.

525.000 iPhone símar seldir

Apple seldi 525.000 iPhone síma í Bandaríkjunum fyrstu söluhelgina. Símarnir eru einungis fáanlegir í verslunum Apple og AT&T vestanhafs.

DaimlerChrysler frestar uppgjöri

Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management.

Róbert og Sindri selja í Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna.

Samruni í bígerð við Persaflóa

Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Tilboð í Virgin Media

Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna.

Stærsta yfirtaka í Kanada

Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada.

Algengir erfðaþættir gáttarifs uppgötvaðir

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila telja sig hafa uppgötvað algenga erfðaþætti sem auka áhættu á gáttatifi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtist í hinu virta vísindatímariti Nature.

iPhone seldist vel um helgina

Þúsundir gerðu sér far í verslanir Apple nú um helgina til að fjárfesta í nýjum iPhone. Allt að 200 þúsund tæki voru keypt á föstudag, en það var fyrsti dagurinn sem varan var seld. Þó tækið hafi verið fáanlegt í 164 Apple verslunum í gær er ljóst að meginþorri birgða er uppurinn.

Hádegisverður á 36 milljónir

Hádegisverður með milljarðamæringnum og stórfjárfestinum, Warren Buffet, seldist á litlar 36 milljónir króna á uppboðsvefnum Ebay. Buffet er þriðji ríkasti maður í heimi samkvæmt tímaritinu Forbes

Bara fyrir iPod

Út er komin platan 100 íslensk 80"s lög í útgáfu sem aðeins er hægt að nota fyrir iTunes og iPod. Er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa sem þessi kemur út hér á landi.

Marel eykur við hlut sinn í Stork

Marel hefur aukið við hlut sinn í hollensku samstæðunni Stork og situr nú á tæpum sautján prósentum. Fyrir átti Marel, sem hefur sóst eftir því að kaupa matvælavinnsluvélahluta Stork, tæp ellefu prósent.

Ný lög um endurvinnslu rafúrgangs sett

Ný lög hafa verið sett í Bretlandi sem skylda þarlenda framleiðendur rafbúnaðar til að tryggja endurvinnslu vara sinna. Lögsetning þessi hefur verið í burðarliðnum í tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir