Viðskipti innlent

Samherji stofnar félag um sölustarfsemi sína

Ice Fresh Seafood mun selja yfir 100 þúsund tonn af afurðum næsta árið.
Ice Fresh Seafood mun selja yfir 100 þúsund tonn af afurðum næsta árið. Mynd/ Visir.is

Samherji hf. hefur stofnað nýtt dótturfélag um sölustarfsemi sína. Félagið heitir Ice Fresh Seafood. Með stofnun þess er verið að skerpa á áherslum í sölumálum og auka þjónustu bæði við birgja sem og viðskiptavini. Ice Fresh Seafood mun einbeita sér að sölu afurða Samherja og dótturfélaga þess. Enn fremur mun nýja félagið halda selja vörur fyrir aðra framleiðendur.

Gert er ráð fyrir að Ice Fresh Seafood selji yfir 100 þúsund tonn af afurðum næsta árið og að velta félagsins verði um 20 milljarðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×