Síminn og Anza sameinast 30. maí 2007 15:34 Húsnæði Símans. Mynd/Vilhelm Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Stjórnendur fyrirtækjanna segja ástæðuna vera tækifæri til að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði enn betri þjónustu út frá sterkri og sameinaðri heild auk þess sem góð samlegðaráhrif geti falist í samrunanum. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Anza í dag segir að með sameiningu krafta fyrirtækjanna megi ná fram auknum styrk á sviði þjónustu, ráðgjafar og sölu. Með breytingunni er einnig horft til þess að þróun lausna verði enn hraðari út á markaðinn og skerpt verði á þróun sértækra lausna fyrir mismunandi atvinnugreinar. Innan fyrirtækjasviðs Símans verða myndaðar tvær nýjar starfseiningar, þjónustueining og ráðgjafaeining. Þjónustueiningin mun byggja að stórum hluta á núverandi rekstrarsviði Anza en þangað færist núverandi þjónustustarfsemi Símans á fyrirtækjamarkaði, svo sem þjónustunúmerið 800 4000, bilanaþjónusta, þjónustuborð fyrirtækjasviðs og víðnetsþjónusta af tæknisviði Símans. Undir ráðgjafaeininguna fer núverandi lausnaráðgjöf Símans ásamt sérfræðingum frá Anza. Starfsfólki Símans og Anza var tilkynnt um samrunann í dag og mun starfsfólk Anza formlega hefja störf hjá Símanum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá mun Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, taka að sér að setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn með það að markmiði að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélag Símans, í Skandinavíu. Helstu verkefni verða að fylgja á eftir málum varðandi Sirius IT í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og kanna ný fjárfestingatækifæri félagsins á sviði upplýsingatækni, að því er segir á vefsíðu Anza. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Stjórnendur fyrirtækjanna segja ástæðuna vera tækifæri til að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði enn betri þjónustu út frá sterkri og sameinaðri heild auk þess sem góð samlegðaráhrif geti falist í samrunanum. Í tilkynningu sem birtist á vefsíðu Anza í dag segir að með sameiningu krafta fyrirtækjanna megi ná fram auknum styrk á sviði þjónustu, ráðgjafar og sölu. Með breytingunni er einnig horft til þess að þróun lausna verði enn hraðari út á markaðinn og skerpt verði á þróun sértækra lausna fyrir mismunandi atvinnugreinar. Innan fyrirtækjasviðs Símans verða myndaðar tvær nýjar starfseiningar, þjónustueining og ráðgjafaeining. Þjónustueiningin mun byggja að stórum hluta á núverandi rekstrarsviði Anza en þangað færist núverandi þjónustustarfsemi Símans á fyrirtækjamarkaði, svo sem þjónustunúmerið 800 4000, bilanaþjónusta, þjónustuborð fyrirtækjasviðs og víðnetsþjónusta af tæknisviði Símans. Undir ráðgjafaeininguna fer núverandi lausnaráðgjöf Símans ásamt sérfræðingum frá Anza. Starfsfólki Símans og Anza var tilkynnt um samrunann í dag og mun starfsfólk Anza formlega hefja störf hjá Símanum frá og með 1. júlí næstkomandi. Þá mun Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, taka að sér að setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn með það að markmiði að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélag Símans, í Skandinavíu. Helstu verkefni verða að fylgja á eftir málum varðandi Sirius IT í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og kanna ný fjárfestingatækifæri félagsins á sviði upplýsingatækni, að því er segir á vefsíðu Anza.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira