Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga 30. maí 2007 00:01 Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. Bréfin hækkuðu auðvitað og ég var alsæll. Svo fóru náttúrlega að renna á mig tvær og jafnvel fleiri grímur. Ég á góða vini í apótekarastétt sem væru auðvitað ágætlega settir ef lífið hefði haldið áfram eins og áður. Eignin í Actavis hefur hins vegar gert þá alveg steinríka. Margir af þeim hafa ekki selt krónu úr félaginu og eiga nú nokkra milljarða. Ég fékk símtal frá einum sem var brjálaður yfir þessu yfirtökutilboði. Gæinn er orðinn algjör sérfræðingur í fyrirtækinu, enda eina fjárfestingin sem hann er með í gangi. Hann er alveg sannfærður um að félagið eigi slatta inni og er búinn að vera að fá menn í lið með sér til að koma í veg fyrir yfirtökuna. Hann vildi fá mig með í þetta. Og hvað gerir maður þá? Það er ekki oft sem maður fær góð tækifæri til að greenmaila stóra hluthafa og pína verðið upp. Það er alltaf reglulega gaman að því. Mikið lifandis ósköp hafði ég gaman af því þegar Hreiðar Már var að pína stjórn Eimskipafélagsins á sínum tíma. Nú er hann sennilega orðinn of fínn í þetta, en þá var þetta helvíti vel gert og Kaupþing græddi helling, þá litlir og tóku mikinn séns. Þetta getum við þessir litlu gert. Hættan er sú að Bjöggi afskrifi fyrirtækið og loki okkur inni. Stór hluti af þessum fjárfestum hefur hins vegar ekki hreyft sig árum saman og munar ekkert um nokkur ár í viðbót. Ekki víst að Bjöggi nenni að hafa þá í farangrinum til lengdar og sé tilbúinn að borga meira fyrir að vera laus við þá. Þetta er ekki svo slæmt bet, svo ég er með í bili að minnsta kosti. Þetta er samt ekki áhættulaust, en vogun vinnur. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. Bréfin hækkuðu auðvitað og ég var alsæll. Svo fóru náttúrlega að renna á mig tvær og jafnvel fleiri grímur. Ég á góða vini í apótekarastétt sem væru auðvitað ágætlega settir ef lífið hefði haldið áfram eins og áður. Eignin í Actavis hefur hins vegar gert þá alveg steinríka. Margir af þeim hafa ekki selt krónu úr félaginu og eiga nú nokkra milljarða. Ég fékk símtal frá einum sem var brjálaður yfir þessu yfirtökutilboði. Gæinn er orðinn algjör sérfræðingur í fyrirtækinu, enda eina fjárfestingin sem hann er með í gangi. Hann er alveg sannfærður um að félagið eigi slatta inni og er búinn að vera að fá menn í lið með sér til að koma í veg fyrir yfirtökuna. Hann vildi fá mig með í þetta. Og hvað gerir maður þá? Það er ekki oft sem maður fær góð tækifæri til að greenmaila stóra hluthafa og pína verðið upp. Það er alltaf reglulega gaman að því. Mikið lifandis ósköp hafði ég gaman af því þegar Hreiðar Már var að pína stjórn Eimskipafélagsins á sínum tíma. Nú er hann sennilega orðinn of fínn í þetta, en þá var þetta helvíti vel gert og Kaupþing græddi helling, þá litlir og tóku mikinn séns. Þetta getum við þessir litlu gert. Hættan er sú að Bjöggi afskrifi fyrirtækið og loki okkur inni. Stór hluti af þessum fjárfestum hefur hins vegar ekki hreyft sig árum saman og munar ekkert um nokkur ár í viðbót. Ekki víst að Bjöggi nenni að hafa þá í farangrinum til lengdar og sé tilbúinn að borga meira fyrir að vera laus við þá. Þetta er ekki svo slæmt bet, svo ég er með í bili að minnsta kosti. Þetta er samt ekki áhættulaust, en vogun vinnur. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira