Viðskipti innlent

Ráðgjöf Hafró: Slæmt til að byrja með en gott til lengri tíma

Greining Glitnis telur að útflutningsverðmæti sjávarafurða geti minnkað um allt að 25 milljarða króna á næsta fiskveiðiári, fari sjávarútvegsráðherra að ráðum Hafrannsóknarstofnunar. „ Minni útflutningur myndi hafa talsverð neikvæð áhrif fyrir minni sjávarbyggðir sem og á hagvöxt fyrir næsta ár," segja Glitnismenn í fréttabréfi sínu.

Þeir benda hins vegar á að til langs tíma ætti ráðgjöf Hafró um lægri aflareglu að hafa jákvæð áhrif á stofninn til lengri tíma litið og þar með á hagvöxt næstu ára.

Að mati Glitnis standa stjórnvöld því frammi fyrir því að vega og meta þau skammtíma- og langtíma áhrif sem breytt aflaregla hefði í för með sér. „ Við teljum í ljósi reynslu fyrri ára líklegt að ráðherra fari ekki eftir ráðleggingum Hafró en minnki engu að síður þorskkvóta núverandi fiskveiðiárs um nálægt 30 þús. tonn, það jafngildir um 12 mö.kr," segir Greining Glitnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×