Viðskipti innlent

Katrín stýrir útrás BBA/Legal

Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA/Legal sem áður hét Landwell. Henni er ætlað að stýra útrás fyrirtækisins en það er nú með skrifstofur bæði í Reykjavík og Lundúnum.

Fram kemur í tilkynningu að Katrín hafi starfað hjá Landwell frá árinu 1999 en flutt sig til Straums-Burðaráss í fyrra. Katrín verður jafnframt einn af fjórum eigendum BBA/Legal.

Katrín er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands með framhaldsmenntun frá Univerisity of Chicago Law School. Hún er jafnframt með BA próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Katrín er héraðsdómslögmaður og einnig með lögmannsréttindi í New York fylki í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×