Viðskipti innlent

Færeyskur banki í Kauphöllina

MYND/Stefán

Føroya Banki gefur í dag út útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans og skráningar á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Danmörku. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu er Føroya Banki einn stærsti banki Færeyja með 20 útibú og nærri 20 þúsund viðskiptavini.

Hlutafjárútboðið er haldið í kjölfar þeirrar ákvörðunar færeysku landsstjórnarinnar í fyrra að einkavæða bankann. Alls eru sex milljónir hluta til sölu í almennu útboði í Færeyjum, Danmörku og á Íslandi auk þess sem fram fer alþjóðlegt útboð til stofnanafjárfesta. Bankinn stefnir að því að styrkja stöðu sína í Færeyjum ásamt því sem hann hyggur á útrás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×