Fleiri fréttir Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08 Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42 Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06 Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16 LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46 Stjórnin styður Novator Stjórn Actavis ráðleggur hluthöfum að samþykkja nýtt yfirtökutilboð Novators í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut, rúmar níutíu krónur. Það nemur um 187 milljörðum. 23.6.2007 06:30 Hlutur Samson er metinn á 72,6 milljarða króna. Samson Global Holdings SARL, eignarhaldsfélag í jafnri eigu feðganna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, jók hlut sinn í Straumi-Burðarási í gær fyrir rúma 5,8 milljarða króna eða um 2,7 prósent. 23.6.2007 06:30 Reykjavík dýrari en Köben Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri því algengara verður það að skrásetja félög í fleiri en einni kauphöll. Kaupþing er skráð á tveimur stöðum og Föroya Banki, sem fór á markað í vikunni, er annað dæmi um fyrirtæki sem er skráð í tvær kauphallir, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í Kaupmannahöfn. Mikil viðskipti voru með bréf félagsins á fyrsta degi og hækkaði gengið um 29 prósent á Íslandi. 23.6.2007 06:00 Biðin eftir tilboði Baugs á enda Fjárfestahópur, sem ræður yfir 64,4 prósentum hlutafjár í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, hefur loks lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Mosaic Fashions upp á 17,5 krónur á hlut. Eftir því hefur verið beðið síðan yfirtökuviðræður hófust á milli stjórnar félagsins og Baugs og fleiri fjárfesta í byrjun maí. 23.6.2007 06:00 Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. 22.6.2007 14:36 Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11 Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. 22.6.2007 13:04 Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. 22.6.2007 11:33 Viðskipti stöðvuð með Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með Mosaic Fashions í Kauphöllinni í morgun og frétt sögð væntanleg. Í Morgunkorni Glitnis er greint frá því að stjórn Mosaic Fashions hafi tekið á móti óbindandi kauptilboði í alla útgefna hluti í félaginu frá Baugi Group í byrjun maí. 22.6.2007 11:11 Forstjóraskipti hjá Mærsk Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár. 22.6.2007 09:45 Gengi hlutabréfa féll í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa. 22.6.2007 09:05 Føroya Banki hækkaði um 29% Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp 28,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðsgengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kauphöll Íslands eða um 530 milljónir króna í 241 viðskiptum. 22.6.2007 04:30 Gjensidige fær meiri tíma Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafélaginu Gjensidige þriggja mánaða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent. 22.6.2007 03:15 Samfélagsleg ábyrgð eða hvað? Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila. 22.6.2007 03:00 Emmessís gengur inn í Sól Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið. 22.6.2007 02:15 Gnúpur þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaupþingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent. 22.6.2007 01:15 Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002. 21.6.2007 21:48 Lántökur heimilanna aukast Heildarskuldir íslenskra heimila hækkuðu um 11 milljarða króna í maí frá fyrri mánuði. Verðtryggð lán eru langstærsti hluti skulda heimilanna eða um 73%. Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum heimila var tæplega 11,6%, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Kaupþings. 21.6.2007 19:00 Dregur úr vexti launa Síðustu 7 mánuði hefur dregið úr vexti launa eftir mikinn vöxt frá árinu 2004. Greininardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að það hægi á vexti launa á árinu og að hann verði að meðaltali 8.1 % miðað við 9.5% árið 2006. 21.6.2007 18:47 Føroya Banki hækkar á fyrsta degi Lokagengi Føroya Banka hér heima í dag var 243 danskar krónur á hlut. Gengi bréfanna hækkaði um 28,6% frá útboðsgengi bankans sem var 189 krónur á hlut. 21.6.2007 17:57 Nikkei ekki hærra í 7 ár Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent. Vísitalan hefur hækkað um sex prósent það sem af er árs, sem þykir ágætt. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent. 21.6.2007 16:06 Útboð í Blackstone hefst í dag Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun. 21.6.2007 13:30 Eining-Iðja semur við Sparisjóð Norðlendinga Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti. 21.6.2007 13:09 Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum. Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað úr 73 þúsund krónum í 239 þúsund krónur á síðustu tíu árum. 21.6.2007 11:41 Hunter með fjórðung í Dobbies Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. 21.6.2007 11:20 Bréf í Føroya Banka hækka um 25 prósent Føroya Banki var skráður í Kauphöll Íslands og kauphöllina í Danmörku í morgun. Opnunargengi bréfa í bankanum stóð í 220 krónum á hlut. Gengið tók kipp stuttu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni og voru fyrstu viðskipti með bréf í félaginu upp á 240 krónur á hlut, sem er rúmum 25 prósentum yfir útboðsgengi bréfanna í síðustu viku. 21.6.2007 09:59 Yahoo kaupir íþróttaveitu Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp. 21.6.2007 09:38 Mynd færist á Hf. Eimskipafélagið Nærri tuttugu milljóna króna hagnaður, um tvö hundruð þúsund evrur, varð á rekstri Hf. Eimskipafélagsins á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins eftir skatta. Alls nam tap félagsins 450 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 33 milljónir evra, um 2,8 milljarðar króna. 21.6.2007 03:00 Straumur til austurs Straumur-Burðarás tilkynnti í gær um kaup á fimmtíu prósenta hlut í tékkneska fjárfestingarbankanum Wood & Company. Höfuðstöðvar bankans eru í Prag en hann hefur einnig starfsemi í Slóvakíu og Póllandi. 21.6.2007 01:15 Sex þúsund Íslendingar kaupa í færeyskum banka Um 6.200 íslenskir fjárfestar skráðu sig fyrir hlutabréfum í einkavæðingu Føroya Banka. Um 26-föld eftirspurn reyndist vera eftir hlutabréfum í bankanum en yfir fimmtán þúsund fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboðinu, þar af níu þúsund frá Færeyjum. Í boði voru 12,7 milljarðar króna en kaupendur óskuðu eftir 330 milljörðum. 21.6.2007 01:00 Skeljungur sem skiptimynt Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um væringar í forystu FL Group. Samkvæmt því sem best verður vitað er allt í sóma í forystu fyrirtækisins og samkomulag gott milli forstjóra og nýkjörins stjórnarformanns. 21.6.2007 01:00 Mögulegur samruni ítölsku Kauphallarinnar og Kauphallarinnar í London Kauphöllin í London upplýsti eftir lokun markaða í dag að samruni við ítölsku kauphöllina sé mögulega framundan. Búist er við að Kauphöllin tilkynni um frekari þreifingar þegar fram líður á viðræðurnar. 20.6.2007 17:28 Nýr forstöðumaður samskiptasviðs hjá Alfesca Hrefna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Samskiptasviðs Alfesca. Hrefna var að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík en hefur víðtæka reynslu af almannatengslum, kynningar- og markaðsmálum. 20.6.2007 16:43 Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir tilboðið svar við mikilli samkeppni. 20.6.2007 15:51 Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. 20.6.2007 15:34 Skipulagsbreyting hjá Promens Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi. 20.6.2007 14:51 Føroya Banki í Kauphöllina á morgun Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið. 20.6.2007 12:43 Eik banki skráður í Kauphöllina Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári. 20.6.2007 11:27 Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. 20.6.2007 11:13 Kjartan Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm Kjartan Þór Þórðarson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Sagafilm ehf. Kjartan Þór tekur við af Kristjáni Grétarssyni sem gengt hefur starfinu frá 2005. 20.6.2007 10:53 Sjá næstu 50 fréttir
Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð. 25.6.2007 10:08
Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið. 25.6.2007 09:42
Danski fasteignamarkaðurinn rólegur Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum. 23.6.2007 18:06
Fjárfestingasjóður kaupir Barney's Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop. 23.6.2007 10:16
LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. 23.6.2007 09:46
Stjórnin styður Novator Stjórn Actavis ráðleggur hluthöfum að samþykkja nýtt yfirtökutilboð Novators í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,075 evrur á hlut, rúmar níutíu krónur. Það nemur um 187 milljörðum. 23.6.2007 06:30
Hlutur Samson er metinn á 72,6 milljarða króna. Samson Global Holdings SARL, eignarhaldsfélag í jafnri eigu feðganna Björgólfs Thors Björgólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, jók hlut sinn í Straumi-Burðarási í gær fyrir rúma 5,8 milljarða króna eða um 2,7 prósent. 23.6.2007 06:30
Reykjavík dýrari en Köben Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri því algengara verður það að skrásetja félög í fleiri en einni kauphöll. Kaupþing er skráð á tveimur stöðum og Föroya Banki, sem fór á markað í vikunni, er annað dæmi um fyrirtæki sem er skráð í tvær kauphallir, annars vegar í Kauphöll Íslands og hins vegar í Kaupmannahöfn. Mikil viðskipti voru með bréf félagsins á fyrsta degi og hækkaði gengið um 29 prósent á Íslandi. 23.6.2007 06:00
Biðin eftir tilboði Baugs á enda Fjárfestahópur, sem ræður yfir 64,4 prósentum hlutafjár í Mosaic Fashions, móðurfélagi tískuverslanakeðja, hefur loks lagt fram formlegt yfirtökutilboð í Mosaic Fashions upp á 17,5 krónur á hlut. Eftir því hefur verið beðið síðan yfirtökuviðræður hófust á milli stjórnar félagsins og Baugs og fleiri fjárfesta í byrjun maí. 23.6.2007 06:00
Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. 22.6.2007 14:36
Bréf Blackstone hækka um 30 prósent Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær. 22.6.2007 14:11
Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. 22.6.2007 13:04
Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. 22.6.2007 11:33
Viðskipti stöðvuð með Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með Mosaic Fashions í Kauphöllinni í morgun og frétt sögð væntanleg. Í Morgunkorni Glitnis er greint frá því að stjórn Mosaic Fashions hafi tekið á móti óbindandi kauptilboði í alla útgefna hluti í félaginu frá Baugi Group í byrjun maí. 22.6.2007 11:11
Forstjóraskipti hjá Mærsk Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár. 22.6.2007 09:45
Gengi hlutabréfa féll í Kína Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa. 22.6.2007 09:05
Føroya Banki hækkaði um 29% Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp 28,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðsgengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kauphöll Íslands eða um 530 milljónir króna í 241 viðskiptum. 22.6.2007 04:30
Gjensidige fær meiri tíma Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafélaginu Gjensidige þriggja mánaða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent. 22.6.2007 03:15
Samfélagsleg ábyrgð eða hvað? Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila. 22.6.2007 03:00
Emmessís gengur inn í Sól Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið. 22.6.2007 02:15
Gnúpur þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaupþingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent. 22.6.2007 01:15
Blackstone safnaði 4,13 milljörðum Bandaríkjadala Blackstone Group safnaði 4,13 milljörðum bandaríkjadala í frumútboði með bréf í félaginu fyrir skráningu þess í Kauphöllinni í New York. Þetta eru 515 milljarðar íslenskra króna og er í eftir mörkum þess sem gert var ráð fyrir að myndi seljast. Hlutafjárútboð af þessari stærðargráðu hefur ekki sést í Bandaríkjunum síðan árið 2002. 21.6.2007 21:48
Lántökur heimilanna aukast Heildarskuldir íslenskra heimila hækkuðu um 11 milljarða króna í maí frá fyrri mánuði. Verðtryggð lán eru langstærsti hluti skulda heimilanna eða um 73%. Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum heimila var tæplega 11,6%, að því er fram kemur í Hálffimm fréttum Kaupþings. 21.6.2007 19:00
Dregur úr vexti launa Síðustu 7 mánuði hefur dregið úr vexti launa eftir mikinn vöxt frá árinu 2004. Greininardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að það hægi á vexti launa á árinu og að hann verði að meðaltali 8.1 % miðað við 9.5% árið 2006. 21.6.2007 18:47
Føroya Banki hækkar á fyrsta degi Lokagengi Føroya Banka hér heima í dag var 243 danskar krónur á hlut. Gengi bréfanna hækkaði um 28,6% frá útboðsgengi bankans sem var 189 krónur á hlut. 21.6.2007 17:57
Nikkei ekki hærra í 7 ár Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent. Vísitalan hefur hækkað um sex prósent það sem af er árs, sem þykir ágætt. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent. 21.6.2007 16:06
Útboð í Blackstone hefst í dag Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun. 21.6.2007 13:30
Eining-Iðja semur við Sparisjóð Norðlendinga Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti. 21.6.2007 13:09
Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum. Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað úr 73 þúsund krónum í 239 þúsund krónur á síðustu tíu árum. 21.6.2007 11:41
Hunter með fjórðung í Dobbies Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni. 21.6.2007 11:20
Bréf í Føroya Banka hækka um 25 prósent Føroya Banki var skráður í Kauphöll Íslands og kauphöllina í Danmörku í morgun. Opnunargengi bréfa í bankanum stóð í 220 krónum á hlut. Gengið tók kipp stuttu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni og voru fyrstu viðskipti með bréf í félaginu upp á 240 krónur á hlut, sem er rúmum 25 prósentum yfir útboðsgengi bréfanna í síðustu viku. 21.6.2007 09:59
Yahoo kaupir íþróttaveitu Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp. 21.6.2007 09:38
Mynd færist á Hf. Eimskipafélagið Nærri tuttugu milljóna króna hagnaður, um tvö hundruð þúsund evrur, varð á rekstri Hf. Eimskipafélagsins á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins eftir skatta. Alls nam tap félagsins 450 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 33 milljónir evra, um 2,8 milljarðar króna. 21.6.2007 03:00
Straumur til austurs Straumur-Burðarás tilkynnti í gær um kaup á fimmtíu prósenta hlut í tékkneska fjárfestingarbankanum Wood & Company. Höfuðstöðvar bankans eru í Prag en hann hefur einnig starfsemi í Slóvakíu og Póllandi. 21.6.2007 01:15
Sex þúsund Íslendingar kaupa í færeyskum banka Um 6.200 íslenskir fjárfestar skráðu sig fyrir hlutabréfum í einkavæðingu Føroya Banka. Um 26-föld eftirspurn reyndist vera eftir hlutabréfum í bankanum en yfir fimmtán þúsund fjárfestar tóku þátt í hlutafjárútboðinu, þar af níu þúsund frá Færeyjum. Í boði voru 12,7 milljarðar króna en kaupendur óskuðu eftir 330 milljörðum. 21.6.2007 01:00
Skeljungur sem skiptimynt Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um væringar í forystu FL Group. Samkvæmt því sem best verður vitað er allt í sóma í forystu fyrirtækisins og samkomulag gott milli forstjóra og nýkjörins stjórnarformanns. 21.6.2007 01:00
Mögulegur samruni ítölsku Kauphallarinnar og Kauphallarinnar í London Kauphöllin í London upplýsti eftir lokun markaða í dag að samruni við ítölsku kauphöllina sé mögulega framundan. Búist er við að Kauphöllin tilkynni um frekari þreifingar þegar fram líður á viðræðurnar. 20.6.2007 17:28
Nýr forstöðumaður samskiptasviðs hjá Alfesca Hrefna Ingólfsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Samskiptasviðs Alfesca. Hrefna var að ljúka MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík en hefur víðtæka reynslu af almannatengslum, kynningar- og markaðsmálum. 20.6.2007 16:43
Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir tilboðið svar við mikilli samkeppni. 20.6.2007 15:51
Gluggað í bækur Alcan Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. 20.6.2007 15:34
Skipulagsbreyting hjá Promens Promens hf., sem er í eigu Atorku Group, hefur ákveðið nýtt skipurit fyrir samstæðuna sem tekur gildi í næsta mánuði. Markmiðið með breytingunni er að gera félagið skilvirkara og betur í stakk búið að stækka enn frekar á alþjóðavettvangi. 20.6.2007 14:51
Føroya Banki í Kauphöllina á morgun Føroya Banki verður skráður í Kauphöll Íslands á morgun. Umframeftirspurn var eftir bréfum í bankanum bæði hér á landi, í Danmörku, Færeyjum og víða í Evrópu í almennu hlutafjárútboði og er þak sett á það sem hver hluthafi getur fengið. 20.6.2007 12:43
Eik banki skráður í Kauphöllina Danski bankinn Eik Banki verður tvíhliða skráðu í Kauphöllina hér og í Kaupmannahöfn 11. júlí næstkomandi. Áður mun hlutafé bankans verða aukið. Stefnt var að skráningunni fyrr á þessu ári. 20.6.2007 11:27
Sala hjá Sainsbury undir væntingum Breski stórmarkaðurinn Sainsbury, þriðja stærsta verslanakeðja Bretlands, greindi frá því í dag að sala hefði aukist um 5,1 prósent á öðrum ársfjórðungi. Þótt þetta sé tíundi fjórðungurinn í röð sem verslanakeðjan eykur söluna er þetta undir væntingum. Samdráttar gætir hjá fleiri verslunum í Bretlandi, meðal annars vegna hárra stýrivaxta. 20.6.2007 11:13
Kjartan Þór ráðinn framkvæmdastjóri Sagafilm Kjartan Þór Þórðarson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Sagafilm ehf. Kjartan Þór tekur við af Kristjáni Grétarssyni sem gengt hefur starfinu frá 2005. 20.6.2007 10:53