Viðskipti innlent

Hlutur Samson er metinn á 72,6 milljarða króna.

Samson kaupir í Straumi-Burðar­ási Björgólfur Thor er stjórnarformaður Straums.
Samson kaupir í Straumi-Burðar­ási Björgólfur Thor er stjórnarformaður Straums.

Samson Global Holdings SARL, eignarhaldsfélag í jafnri eigu feðganna Björgólfs Thors Björg­ólfssonar og Björgólfs Guðmundssonar, jók hlut sinn í Straumi-Burðar­ási í gær fyrir rúma 5,8 milljarða króna eða um 2,7 prósent.

Eftir viðskiptin halda Samson Global og fjárhagslega tengdir aðilar utan um 32,9 prósent hlutafjár í Straumi-Burðarási. Þann hlut má meta á 72,6 milljarða króna.

Lífleg viðskipti voru með bréf Straums í gær en 7,2 milljarðar skiptu um hendur í 82 viðskiptum. Lokagengi Straums var 21,3 en Samson Global keypti bréfin á meðalgenginu 20,86647 á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×