Viðskipti erlent

Danski fasteignamarkaðurinn rólegur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danskir fasteignakaupendur halda nú að sér höndum.
Danskir fasteignakaupendur halda nú að sér höndum.
Verðstríð virðist geysa á fasteignamarkaði í Danmörku þar sem menn keppast við að undirbjóða hvern annan. Danir hafa haldið að sér höndum í fasteignakaupum að undanförnu, þrátt fyrir að danskir greiningaraðilar geri ráð fyrir umframeftirspurn á næstu 12 mánuðum.

„Það er enginn vafi á því að hreyfingar á markaðnum eru minni en áður," segir Ulrikke Ekelund, hjá BRFkredit, dönskum íbúðarlánasjóði. Bakslag markaðarins er fyrst og fremst vegna þess að fasteignakaupendur eru orðnir raunsærri en þeir voru áður. Menn bíða með að kaupa íbúðir þangað til að gamla íbúðin selst, því íbúðirnar seljast ekki eins auðveldlega og áður.

Sölutími par- og raðhúsa er núna að jafnaði 138 dagar, sem er sex dögum lengra en það var í janúar. Sölutími einbýlishúsa er kominn allt upp í 172 daga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×