Fleiri fréttir

Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi

Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið.

Minna tap hjá Flögu

Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna.

Bandarískur hagvöxtur undir væntingum

Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum.

Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina

Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar.

iPhone fær fjarskiptaleyfi

Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað.

Nýr forstjóri hjá BHP Billiton

Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup.

Uppsagnir hjá Motorola

Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp.

Vöruskiptahalli eykst frá fyrri mánuðum

Vöruskipti við útlönd reyndust óhagstæð um rúma ellefu milljarða í aprílmánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er um milljarði meiri halli en í sama mánuði í fyrra en þá var hann rúmir tíu milljarðar. Vöruskiptahalli á fyrstu fjórum mánuðum ársins er um 20 milljarðar.

Tesco heimsótti Bakkavör óvænt

Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks.

Spjallað í neðansjávargemsa

Köfunarflokkur Björgunar­félags Akraness hefur tekið í notkun nýjan fjarskiptabúnað. Með honum geta leitar­stjórnendur á yfirborðinu talað við kafara með GSM-símum. Kafararnir geta einnig talað saman neðansjávar í allt að tveggja kílómetra fjarlægð.

Vanskil hafa aukist

Vanskil fyrirtækja eru nú hærri en verið hefur frá miðju ári 2005. Þetta sýnir ný samantekt Fjármálaeftirlitsins á tölum um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2007. Vanskilin eru þó mun lægri en þau voru á árunum 2000 til þess tíma.

Hærra mat á Alfesca

Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 krónum í 5,3 krónur á hlut. Verðmatsgengið var 2,5 prósentum yfir gengi á markaði þegar uppfært verðmat var gefið út. Gengi félagsins hafði hins vegar lækkað um 0,78 prósent seinni partinn í gær.

FL Group tapaði 100 milljónum á Bang & Olufsen

FL Group hefur selt alla hluti sína, 10,76 prósent, í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen fyrir 10,2 milljarða króna. Tap FL Group á fjárfestingunni nemur um 100 milljónum króna. FL Group kom inn í hlutahafahóp Bang & Olufsen í febrúar í fyrra með kaupum á 8,2 prósenta hlut fyrir 7,5 milljarða króna. Það bætti fljótlega við sig og jók hann smám saman í 10,76 prósent.

Síminn og Anza sameinast

Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu.

Síminn kynnir þriðju kynslóðina

Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust.

Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum

Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár.

Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan

Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig.

FL Group selur í Bang & Olufsen

FL Group hefur selt allan hlut sinn í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S, sem svaraði til 10,76 prósenta af hlutafé fyrirtækisins. Kaupverð nemur 10,2 milljörðum króna en kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta.

Katrín stýrir útrás BBA/Legal

Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA/Legal sem áður hét Landwell. Henni er ætlað að stýra útrás fyrirtækisins en það er nú með skrifstofur bæði í Reykjavík og Lundúnum.

Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð

Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði.

Kínastjórn kældi markaðinn

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína.

Fleiri dýralæknar

Nýr bankastjóri Straums-Burðaráss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeimi heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt.

Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans

Að ausa fjármagni inn í þjóðfélagskerfi í rústum hefur ekki reynst eins happadrjúg aðferð í þróunarríkjunum eins og í Evrópu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að þjóðir heims leita nú nýrra leiða við þróunaraðstoð. Fela þær í sér aukið samstarf hins opinbera og einkaaðila.

Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga

Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði.

Mikið verk fyrir höndum á Íslandi

Hraði íslensks atvinnulífs hefur skilað sér í slæmri birgðastýringu. Þetta segir Tommy Högberg, forstjóri sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í birgðastýringu vöruhúsa, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson.

OMX styttir biðtíma

Nordic Exchange hefur tekið í notkun þjónustuna OMX Proximity Services. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta OMX-kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus.

Stungið upp í ráðherrann

Henry Paulson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í Washington í síðustu viku. Efni fundarins var lágt gengi kínverska júansins, sem Bandaríkjastjórn segir að haldið sé lágu með handafli, og aukinn innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna.

Sægreifinn og Búllan í Washington Post

Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar.

Kínverska vísitalan slær met

CSI-300 hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína náði methæðum á mánudag þegar gengi hennar hækkaði um 2,6 prósent og endaði í 4.090,57 stigum. Þarna rauf vísitalan 4.000 stiga múrinn í fyrsta sinn.

Deloitte styrkir göngu Mörtu

Síðastliðinn sunnudag lagði Marta Guðmundsdóttir upp í 600 km göngu þvert yfir Grænlandsjökul. Markmiðið með göngunni er að safna fé í baráttuna gegn brjóstakrabbameini og um leið vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega í krabbameinsskoðun.

Margar hliðar á niðurhali á netinu

Í haust lýkur rannsókn á hugsanlegum hugverkastuldi tíu netverja sem handteknir voru vegna ólögmætrar dreifingar á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði á netinu. Heildarverðmæti ólöglegs niðurhals hér á landi nemur 1,8 milljörðum króna.

Ungskáldin auka söluna

Hún er þekkt sagan af Einari Má Guðmundssyni og fleiri skáldum sem þræddu kaffihús og bari borgarinnar á árum áður og gerðu tilraunir til að pranga nýjustu afurð sinni inn á misdrukkið fólk. Margir sluppu við bókakaup yfir bjórglasi á þeim forsendum að þá skorti lausafé.

Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna

Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenningshlutafélag en ekki fjárfestingarsjóður í einkaeigu (private equity fund).

30 milljón gígabæt í Sandgerði

Fjögurþúsund fermetra húsnæði fyrir umhverfisvæna gagnageymslu er í burðarliðnum á Miðnesheiði á Reykjanesi. Koma fyrirtækisins mun skapa fjölmörg störf á svæðinu, en fullbúin mun aðstaðan hýsa um 30 milljón gígabæt.

Eimskip reyndi að kaupa Smyril Line

Eimskip gerði fyrir skemmstu tilraun til að kaupa meirihluta í Smyril Line en félagið gerir meðal annars út ferjuna Norrænu. Frá þessu er greint í færeyska dagblaðinu Dimmalætting.

Meiri væntingar í Bandaríkjunum

Væntingarvísitala Bandaríkjamanna hækkaði úr 106,3 stigum í 108 stig á milli mánaða í maí, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðsins sem birtar voru í dag. Þetta er talsvert meira en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þetta virðist benda til að fréttir af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði í mars hafi ekki smitað út frá sér til neytenda til lengri tíma litið.

Skeljungur kaupir Shell í Færeyjum

Skeljungur gengur í dag frá kaupum á P/F Føroya Shell sem verið hefur í eigu Shell International Petroleum Company Limited. Eftir því sem segir í tilkynningu verður starfsemin áfram rekin undir vörumerki Shell með sama hætti og hér á landi.

Dótturfélag Eimskips gerir risatilboð í kanadískt félag

Eimskip Holdings Inc, dótturfélag Hf. Eimskipafélags Íslands, hyggst gera 67 milljarða króna yfirtökutilboð í allt hlutafé kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold Income Fund. Verði tilboðið samþykkt verður Eimskip stærsta kæli- og frystigeymslufyrirtæki í heimi með um 180 geymslur.

Century Aluminum sækist eftir skráningu í Kauphöllina

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hefur óskað eftir því að verða skráð í Kauphöll Íslands. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu er það skráð á bandaríska Nasdaq-markaðinn og er það fyrsta skráða fyrirtækið í Bandaríkjunum, sem sækir um skráningu á Íslandi. Félagið verður því bæði skráð í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Sigla kaupir fasteignafélagið Klasa

Nýtt fjárfestingarfélag, Sigla ehf. sem er í eigu þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis, hyggst kaupa allt hlutafé í fasteignafélaginu Klasa.

William Fall ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss

William Fall, fyrrverandi forstjóri Alþjóðasviðs Bank of America, hefur verið ráðinn forstjóri Straums-Burðaráss fjárfestingabanka, og tekur hann við af Friðriki Jóhannssyni sem hefur verið forstjóri bankans frá því í júní 2006.

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Glitni

Alexander K. Guðmundsson, forstöðumaður hjá Glitni í Noregi og næstráðandi við uppbyggingu bankans þar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Glitnis. Þá hefur Gísli Heimisson verið ráðinn framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs og mun bera ábyrgð á upplýsingatækni og rekstrarsviði Glitnis-samstæðunnar.

Velta á fasteignamarkaði eykst milli ára

246 kaupsamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. Til samanburðar var 148 samningum þinglýst á sambærilegum tíma í fyrra. Meðalupphæð hvers samnings nam 29,4 milljónum krónum þá en nemur nú 28 milljónum króna. Kaupsamningum fjölgaði á Akureyri á sama tíma en meðalupphæð á samning lækkar á milli ára.

Flestir nota netið daglega

Tæp 90 prósent íslenskra heimila eru með tölvur og 84 prósent heimila geta tengst interneti, samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og interneti.

Norsk Hydro undirbýr tilboð í Alcan

Norska stórfyrirtækið Norsk Hydro undirbýr nú tilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem rekur meðal annars álverið í Straumsvík. Frá þessu er greint í kanadíska dagblaðinu Globe and Mail í dag. Alcan hafnaði nýlega tilboði í félagið frá Alcoa en á föstudag var greint frá því að Alcan myndi íhuga betra tilboð frá Alcoa bærist það á annað borð.

Sjá næstu 50 fréttir