Fleiri fréttir

Icelandic Group undir spám

Hagnaður Icelandic Group nam 2,3 milljónum evra, jafnvirði 191,8 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er tvöfalt betri afkoma en í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 84,6 milljónum króna. Afkoman er engu að síður undir væntingum.

Gerir ráð fyrir að krónan styrkist fram á haust

Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir að dollarinn fari niður í 60 krónur á næstu vikum og evran í 81 króna vegna þess að gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast. Í Morgunkorni Glitnis er bent á að kónan hafi styrkst um 13 prósent það sem af er ári og reiknað er með að hún haldist sterk fram á haust.

Eimskip selur flugrekstrarhluta félagsins

Stjórnendur Eimskipafélags Íslands hafa ákveðið að selja þær eignir félagsins sem tengjast flugrekstri, þar á meða Air Atlanta flugfélagið. Fram kemur í tilkynningu frá Eimskip að ABN Amro Bank og Hannesi Hilmarssyni, forstjóra Air Atlanta, hafi verið falið að sjá um söluna og er stefnt að því að ljúka sölunni á Air Atlanta á næstu mánuðum.

Nasdaq gerir tilboð í OMX

Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í morgun fram yfirtökutilboð í sænska fyrirtækið OMX AB, sem rekur kauphallir í sjö löndum og þar á meðal á Íslandi. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt tilboðið og mæla með því að hluthafar geri það einnig. Nýja fyrirtækið verður kallað Nasdaq OMX hópurinn.

Peningaskápurinn

Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur um reglur sem koma til með að lækka verð á alþjóðlegu reiki innan Evrópu. Reikigjöld eru gjöld sem símafyrirtæki innheimta fyrir tengingar milli landa, en kostnaður við símtöl í farsíma milli landa hefur hingað til verið hár og oft erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagningu.

Lykilorð fundið á nokkrum mínútum

Læsing á þráðlausum nettengingum Símans og Vodafone er úrelt og verður auðveldlega brotin upp. Hver sem skilur einfaldar leiðbeiningar og kann að hala niður forritum getur fundið lykilorðið á nokkrum mínútum og komist inn á þráðlaust net í nágrenninu.

Google fylgist með þér

Google, heimsins stærsta leitarvél, áformar að þróa yfirgripsmesta gagnagrunn af persónulegum upplýsingum sem nokkurn tíman hefur verið gerður. Grunnurinn verður notaður til þess að segja fólki hvernig það eigi að lifa lífi sínu.

Nasdaq að kaupa OMX?

Nasdaq kauphöllin í New York mun tilkynna á morgun um kaup á norrænu kauphöllinni OMX. Frá þessu greinir Reuters fréttastofan og hefur eftir heimildarmönnum í innsta hring. Nú fyrr í kvöld voru viðskipti með bréf Nasdaq stöðvuð, en viðskipti með bréf í OMX voru stöðvuð fyrr í dag.

Hlutabréf hækka í Alcoa

Verð á hlutabréfum í bandaríska álrisanum Alcoa mældist það hæsta í fimm ár við lokun markaða í gær þrátt fyrir að stjórn kanadíska álfyrirtækisins Alcan hefði fyrr í vikunni hafnað fjandsamlegu yfirtökutilboði þess.

Dell býður tölvur með Linux

Tölvuframleiðandinn Dell hefur tilkynnt að þrjár nýjar tölvur, þar á meðal ein tegund fartölva frá þeim verði seldar með hinu opna Linux stýrikerfi fyrirfram uppsettu.

Icelandic Group hagnast um nærri 200 milljónir

Fisksölufyrirtækið Icelandic Group hagnaðist um 2,3 milljónir evra, jafnvirði um 190 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Er það um helmingi meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra.

Viðskipti stöðvuð í Kauphöllinni

Viðskipti hafa verið stöðvuð með hlutbréf í OMX-kauphöllinni norrænu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef kauphallarinnar og sagt að frétt sé væntanleg fyrir opnun markaða í fyrramálið.

Eimskip fær þriðja nýja fyrstiskipið á einu og hálfu ári

Eimskip-CTG í Noregi tók í dag við nýju frystiskipi. Það er þriðja nýja frystiskipið sem félagið fær afhent á einu og hálfu ári. Fram kemur í tilkynningu að þar að auki séu þrjú önnur frystiskip í smíðum fyrir félagið.

General Motors krafið gagna

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir gögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þess að eftirlitið myndi óska eftir gögnunum.

Spá háum stýrivöxtum

Viðskiptahallinn mun dragast hratt saman á yfirstandandi ári en stýrivextir haldast háir samkvæmt spá vefrits fjármálaráðuneytisins. Ekki er talin mikil hætta að krónan muni falla í verði á næstunni.

Kaupþing spáir 4,1 prósents verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,60 prósentustig á milli mánaða í júní. Gangi það eftir lækkar verðbólga úr 4,7 prósentum í 4,1 prósent. Deildin telur ekki líkur á að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð fyrr en í fyrsta lagi á þriðja fjórðungi næsta árs.

Fitch Ratings staðfestir einkunnir Straums-Burðaráss

Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Straums-Burðaráss fjárfestingabanka. Matsfyrirtækið gefur bankanum langtímaeinkunnina BBB-, skammtímaeinkunnina F3, óháð einkunn C/D og stuðningseinkunn 3 og segir horfur stöðugar.

Hlutabréf eru enn á uppleið

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og náði hún nýjum methæðum í 8.131 stigi í 22,7 milljarða viðskiptum. Þar með hefur hún hækkað um 26,8 prósent á árinu, þar af um 3,5 prósent eftir kosningar. Þrjú Kauphallarfélög hafa hækkað um meira en helming á árinu.

Minni hagnaður hjá Högum

Hagar, sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir, skilaði hagnaði upp á 417 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem stóð frá 1. mars í fyrra til loka febrúar á þessu ári. Þetta er rúmlega helmingslækkun á milli ára en í fyrra nam hagnaðurinn 997 milljónum króna.

Greenspan olli lækkun á markaði

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum.

Peningaskápurinn ...

Greinilegt er að vinnan við alþjóðavæðingu SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í gegnum árin með yfirtökum á fyrirtækjum á meginlandi Evrópu hefur tekist vel. Punkturinn var settur yfir i-ið þegar nafni SÍF var kastað fyrir róða og Alfesca tekið upp í febrúar í fyrra.

Úrvalsvísitalan slær enn eitt metið

Enn og aftur sló Úrvalsvísitalan met í Kauphöll Íslands en hún endaði í 8.131 stigi við lokun markaðar. Vísitalan hefur hækkað hratt á árinu, eða um 26,83 prósent.

Fjögurra milljarða jöklabréfaútgáfa í dag

Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf í dag út jöklabréf fyrir fjóra milljarða króna. Bréfin bera 10,25 prósenta vexti og eru á gjalddaga í janúar 2010. Þetta er fyrsta jöklabréfaútgáfan síðan þýski landbúnaðarsjóðurinn KfW gaf út 10 ára bréf fyrir hálfum mánuði.

Eldsneytisbirgðir jukust í Bandaríkjunum

Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum jukust um 1,5 milljónir tunna á milli vikna, að því er fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins sem birt var í dag. Þetta er talsvert yfir væntingum markaðsaðila.

Stýrivextir lækka í Taílandi

Seðlabanki Taílands hefur lækkað stýrivexti um 50 punkta og standa vextir bankans nú í 3,5 prósentum. Með lækkuninni er vonast til að með blása lífi í einkaneyslu og auka væntingar og stöðugleika í landinu í kjölfar átaka í fyrra.

Rætt um sameiningu Byrs og SpK

Hafnar eru viðræður um sameiningu Byrs og Sparisjóðs Kópavogs (SpK)en búið er að veita stjórnarformönnum beggja sparisjóða heimild til þess. Ætlun er að hraða vinnu eins og kostur er en engin tímamörk hafa verið sett um sameiningu sparisjóðanna.

Lenovo bætir afkomuna verulega

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo, sem framleiðir fartölvur undir eigin nafni og merki IBM, skilaði hagnaði upp á rúma 161 milljón bandaríkjadala, jafnvirði 10 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi. Afkoman er langt umfram væntingar.

Spá lægri farsímakostnaði

Gert er ráð fyrir því að kostnaður vegna farsímanotkunar á milli landa innan aðildarríkja Evrópusambandsins komi til með að lækka um allt að 75 prósent þegar samþykkt verður að setja þak á reikigjöld farsímafyrirtækja. Evrópusambandið styður aðgerðir til að lækka reikigjöldin en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins á eftir að gefa samþykki sitt. Það þykir hins vegar einungis vera formsatriði.

Pálmi kaupir þriðjungshlut í Keops

Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson hefur keypt nánast alla hluti stofnanda og forsvarmanns fasteignafélagsins Keops í Danmörku og verður með því stærsti hluthafinn í félaginu. Frá þessu er greint á fréttavef danska viðskiptablaðsins Börsen

Góð afkoma hjá Alfesca

Alfesca skilaði hagnaði upp á 1,3 milljónir evra, jafnvirði 109,5 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er um 150 prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 524 þúsundum evra, 43,9 milljónum króna.

Fyrsta áfangi tilbúinn í árslok

Tuttugu ný störf verða til í Sandgerði eftir að fyrsti áfangi grænnar gagnageymslu verður tekinn í notkun. Fyrirtækið Data Íslandia stendur fyrir byggingu gagnageymslunnar sem fyrirhugað er að reisa á fyrrum varnarsvæði Sandgerðisbæjar.

Grunnt í sjóðum viðskipta- og hagfræðinga

Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga gefur til kynna að félagsmenn hafa skýrari hugmyndir um starfslok sín nú en fyrir tveimur árum. Þeim gengur þó heldur treglega að spara til rólegri áranna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir gluggaði í niðurstöður.

Stórmarkaður í sigti fjárfesta

Alþjóðlegir fjárfestasjóðir eru sagðir skoða eignastöðu bresku stórmarkaðakeðjunnar William Morrison og geti svo farið að yfirtökutilboð fyrir allt að níu milljarða punda, jafnvirði 1.141 milljarðs íslenskra króna verði lagt fram í hana á næstu dögum.

Uppbygging önnur hjá AVS

Sjóður ráðherra er sagður starfa í nánum tengslum við sjávarútveginn. Stjórnarformaður sjóðsins er jafnframt stjórnarformaður eins stærsta styrkþegans.

Peningamarkaðs-sjóðir bólgna út

Fjárfestar fá um tólf prósenta raunávöxtun af áhættulitlum peningamarkaðssjóðum. Stærð þessara verðbréfasjóða nemur ekki undir þrjú hundruð milljörðum króna.

Fyrirhyggjan í fyrirrúmi

Sumir glottu við þegar fréttist af því að danski milljarðamæringurinn og skipakóngurinn Mærsk McKinney-Möller hefði pantað sér skútu í fyrra. Smíðin átti að taka tvö til þrjú ár og þótti einhverjum Mærsk fullbjartsýnn. Hann er jú fæddur árið 1913, fagnar 94 ára afmæli í júlí og yrði ansi nálægt tíræðisaldrinum þegar skútan yrði afhent.

Stefnt að tvöföldun Refresco á einu ári

Eftir að Refresco Holding, annar stærsti drykkjavöruframleiðandi Evrópu, festi kaup á Nuits Saint-Georges (NSG) í Frakklandi á dögunum hefur fyrirtækið tvöfaldast á einu ári. En þar með er ekki sagan öll:

Bankinn sem kynnti sig í óveðrinu

Ágjöfin sem bankarnir urðu fyrir í fyrra var vel nýtt af Glitni til að kynna bankann og íslenskt hagkerfi á erlendum vettvangi. Gregory Miller, prófessor við Harvard Business School, greindi viðbrögð Glitnis í nýrri skýrslu. Hafliði Helgason fylgdist með.

Vonbrigði að falla jafnmikið milli ára

Lausatök í opinberri efnahagsstjórn á þenslutímum er sögð ástæða þess að landið fellur um þrjú sæti milli ára í samanburði á samkeppnishæfni þjóða. Í fyrra var Ísland í fjórða sæti, en vermir nú það sjöunda.

Dagur fyrir Ítalíu

Viðskipti milli Íslands og Ítalíu hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Margir telja þó að enn búi ýmsir óleystir kraftar landanna á milli. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir var viðstödd Ítalska viðskiptadaginn í síðustu viku.

Tuttugu og tvær konur útskrifast af Brautargengi

Í upphafi þessa mánaðar útskrifuðust 22 konur af námskeiðinu Brautargengi, sem Impra nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir. Námskeiðið er sérstaklega sniðið fyrir athafnakonur sem hyggjast stofna eða reka þegar fyrirtæki.

Sjá næstu 50 fréttir