Viðskipti innlent

Evruhlutabréf fyrir aðalfund

Stjórnarformaðurinn Árni Oddur Þórðarson segir Marel ætla að ná 10 prósenta rekstrarhagnaðarhlutfalli á innan við tveimur árum.
Stjórnarformaðurinn Árni Oddur Þórðarson segir Marel ætla að ná 10 prósenta rekstrarhagnaðarhlutfalli á innan við tveimur árum. MYND/GVA

Stjórn Marels leggur fyrir aðalfund félagsins í mars tillögu um að færa hlutafé fyrirtækisins úr krónum í evrur.

Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marels, upplýsti þetta á kynningarfundi sem haldinn var í gærmorgun fyrir fjárfesta á ársuppgjöri fyrirtækisins.

Afkoma félagsins á fjórða ársfjórðungi var undir meðalspá bankanna, en að sögn Árna Odds skýrist það af nokkru af hökti í söludeild eftir stóra samruna á síðasta ári. „Sölumenn selja ekki meðan þeir sitja á innanhússfundum,“ segir hann, en kveður starfsemina að komast í réttan gír. „Bjart er fram undan og mjög góð sala á mörkuðum,“ segir hann og kveður áætlanir fyrirtækisins um vöxt halda.

Eyrir Invest, stærsti hluthafi í Marel, flaggaði í Kauphöll í gær í kjölfar þess að félagið jók eignarhlut sinn um tæpar 4,2 milljónir hluta á genginu 74,5. Félagið hefur um nokkurt skeið aukið jafnt og þétt við eignarhlut sinn. Árni Oddur er forstjóri Eyris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×