Fleiri fréttir

Minningar sem skolast burt

Fyrr í vor var sagt frá áhugaverðri vísindarannsókn í tímaritinu The Economist. Það hafði vakið áhuga nokkurra náttúruvísindamanna og sagnfræðinga í Tékklandi að þar í landi hafði það ítrekað gerst í kringum ár og fljót að mannskæð flóð þurrkuðu hluta heilu byggðarlaganna út.

Framfaraskref fyrir innflytjendur

Alþingi samþykkti í vikunni þingsályktunartillögu um að komið verði á fót ráðgjafarstofu fyrir innflytjendur. Auk mín voru á tillögunni fleiri úr þingflokki Vinstri grænna. Það er mikið ánægjuefni að málið hafi náð í gegn, en nú bíður ráðherra félagsmála að útfæra tillöguna betur og hvernig að ráðgjafarstofunni verði best staðið. Í þeirri vinnu er gríðarlega mikilvægt að vera í sem bestu samstarfi við þau sem að málaflokknum koma.

Akstur og aldraðir

Að aka bíl felur í sér frelsi og sjálfstæði að margra mati. Þegar aldurinn færist yfir geta þó verkefni sem áður voru einföld orðið krefjandi og flókin.

Af hverju svarar ráðherra ekki?

Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.

Þetta er víst honum að kenna!

Steingrímur J. er merkileg persóna og mikið fórnarlamb persónulegra árása. Það er aldrei neitt Steingrími J. að kenna. Alveg sama hvað hann gerir!

Sinnuleysi um framhaldsskólastigið

Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum.

Draumur forsætisráðherra og rétttrúnaðurinn

Skipulögð kvenfrelsun hefur staðið yfir á Vesturlöndum í hálfa aðra öld. Karlar og konur búa nú góðu heilli við sömu lög og hafa sömu tækifæri. Laun þeirra eru svipuð.

Barist fyrir norskum hagsmunum

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvía­eldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar.

Alvarlegur feill ríkisstjórnarinnar að láta WOW falla

Helgi Magnússon mun vera einn reyndasti athafnamaður landsins. Fyrst vann hann með ýmsum landsþekktum fyrirtækjum sem endurskoðandi, síðan rak hann allmörg fyrirtæki – svo sem Hörpu – upp á eigin spýtur, og loks varð hann formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og sat í bankaráðum og stjórnum ýmissa stórfyrirtækja.

Vinaþjóðir um ókomin ár

Söguleg tengsl Íslands og Þýskalands liggja langt aftur. Sennilega var fyrsti Þjóðverjinn á Íslandi saxneski trúboðsbiskupinn Friðrik (Friedrich), sem reyndi án árangurs að snúa Íslendingum til kristni árið 981, að beiðni Þorvalds víðförla.

Plastið flutt til útlanda

Árið 2050 er útlit fyrir að meira verði af plasti í sjónum en af fiskum. Staðreynd sem er hrollvekjandi og minnir á nauðsyn þess að brugðist verði við þessari umhverfisvá. Við þurfum að hreyfa okkur hraðar, plast og annar úrgangur á hafi úti er að verða stærsta umhverfismál samtímans. Sem betur fer er heimurinn að vakna.

Kettir

Kolgrímur, Doppa, Strav­inský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði.

Reykjavíkurlistinn 25 ára

Í dag eru 25 ár liðin frá því að Reykjavíkurlistinn tók við stjórn Reykjavíkurborgar. Það var á þessum degi fyrir aldarfjórðungi þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri og ferskir vindar léku um Ráðhús Reykjavíkur.

Orkuverð og fiskverð

Dýrasta bensíni í heimi er dælt á bíla í Hong Kong. Borgríkið er lítið að flatarmáli og eftir því þéttbýlt með afbrigðum. Það á engar náttúruauðlindir og þá ekki heldur olíu. Dýrt bensín er eðlilegt. Rífleg opinber gjöld eru því lögð ofan á heimsmarkaðsverðið á bensíni til að halda aftur af ökumönnum og draga úr umferð og mengun andrúmsloftsins.

Forvarnir hefjast heima

Yfir sumartímann þegar börn eru í fríi frá skóla sækja þau gjarnan ýmiss konar námskeið sér til dægrastyttingar. Þegar foreldrar og börn velja námskeið eru nokkur atriði sem hafa ætti í huga.

Jólaboðið 1977

Aldrei ætti að vanmeta gildi góðra jólaboða. Sagt er að viðskiptahugmyndin að baki Marel hafi fæðst í einu slíku árið 1977. Vísindamenn og frumkvöðlar þróuðu fyrstu rafeindavogina fyrir íslenskan fiskiðnað í húsakynnum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Marel var síðan formlega stofnað árið 1983 þegar aðilar úr sjávarútvegi komu til liðs við frumkvöðlana í háskólanum.

Hinir mögru pistlar

Kolbrún Bergþórsdóttir kýs enn á ný að birta bull um ferðaþjónustu í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Einokunarforstjóra Landsvirkjunar svarað!

Eins og fram kom í pistli sem ég skrifaði í lok maí þá hef ég sem formaður Verkalýðsfélags Akraness gríðarlegar áhyggjur af atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna sem starfa í orkufrekum iðnaði á Grundartanga.

Samrunaeftirlit og landsbyggðin 

Undanfarin misseri hefur Samkeppniseftirlitið rannsakað samruna á smásölumörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur.

Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta

Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu.

Sorgarhelgi

Slysin gera ekki boð á undan sér, segjum við eftir þessa liðnu hvítasunnuhelgi og horfum raunaleg á hvert annað. Það er satt. Slysin gerast á þessu skelfilega augnabliki þegar tíminn stendur í stað, allt hljóðnar og ekkert verður framar eins og áður var.

Svört hvítasunna

Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni.

Mögru árin

Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu.

Sjá næstu 25 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.