Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. júní 2019 08:30 Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. Hvað er þá til ráða þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum er afar mikil – raunar þriðjungur allrar þeirrar losunar sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu? Svarið er að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja bílaflotann okkar áfram. Þess í stað þurfum við að nota endurnýjanlega orku. Annað er ósjálfbært. Við þurfum að ná orkuskiptum í vegasamgöngum. Við eigum þegar að baki álíka byltingu þegar við hættum að brenna kolum til að kynda upp húsin okkar og komum þess í stað upp hitaveitu. Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla árið 2030 er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og bílaorkuskiptin ganga raunar vel. Ísland er nú í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar nýskráningar rafbíla, auk þess sem stjórnvöld kynntu fyrr í vikunni aðgerðir sem skipta miklu til að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega fyrir sig.Fjárfesting upp á milljarð Fjármagni verður veitt til uppbyggingar hraðhleðslustöðva um allt land, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Mikilvægt er að koma upp þéttu neti af stöðvum til að koma í veg fyrir sóun og offjárfestingu fólks í stórum og langdrægum rafhlöðum. Einnig verður ráðist í sérstakt verkefni með ferðaþjónustunni, enda áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi afar mikil. Tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi eru bílaleigubílar og lykilatriði að ná þar fram orkuskiptum, þar sem bílaleigubílar verða síðar að heimilisbílum landsmanna þegar þeir eru seldir á eftirmarkaði. Fram undan er síðan að fullvinna tillögur varðandi metan, vetni, lífeldsneyti, orkuskipti í almenningssamgöngum og fleiri mikilvæga þætti. Tilkynnt var um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta á árunum 2019-2020 en heildarfjárfestingin eingöngu af þessari fyrstu upphæð gæti slagað hátt í milljarð, enda er gert ráð fyrir mótframlögum við veitingu fjárfestingarstyrkjanna. Við höfum allt hér á landi sem þarf til að vera í fararbroddi í heiminum í orkuskiptum í samgöngum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bílaleigur Guðmundur Ingi Guðbrandsson Samgöngur Mest lesið Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssamgöngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. Hvað er þá til ráða þegar losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum er afar mikil – raunar þriðjungur allrar þeirrar losunar sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu? Svarið er að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja bílaflotann okkar áfram. Þess í stað þurfum við að nota endurnýjanlega orku. Annað er ósjálfbært. Við þurfum að ná orkuskiptum í vegasamgöngum. Við eigum þegar að baki álíka byltingu þegar við hættum að brenna kolum til að kynda upp húsin okkar og komum þess í stað upp hitaveitu. Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla árið 2030 er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og bílaorkuskiptin ganga raunar vel. Ísland er nú í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar nýskráningar rafbíla, auk þess sem stjórnvöld kynntu fyrr í vikunni aðgerðir sem skipta miklu til að tryggja að orkuskiptin gangi hratt og örugglega fyrir sig.Fjárfesting upp á milljarð Fjármagni verður veitt til uppbyggingar hraðhleðslustöðva um allt land, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Mikilvægt er að koma upp þéttu neti af stöðvum til að koma í veg fyrir sóun og offjárfestingu fólks í stórum og langdrægum rafhlöðum. Einnig verður ráðist í sérstakt verkefni með ferðaþjónustunni, enda áhrif innkaupa bílaleiga á samsetningu bílaflotans hér á landi afar mikil. Tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi eru bílaleigubílar og lykilatriði að ná þar fram orkuskiptum, þar sem bílaleigubílar verða síðar að heimilisbílum landsmanna þegar þeir eru seldir á eftirmarkaði. Fram undan er síðan að fullvinna tillögur varðandi metan, vetni, lífeldsneyti, orkuskipti í almenningssamgöngum og fleiri mikilvæga þætti. Tilkynnt var um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta á árunum 2019-2020 en heildarfjárfestingin eingöngu af þessari fyrstu upphæð gæti slagað hátt í milljarð, enda er gert ráð fyrir mótframlögum við veitingu fjárfestingarstyrkjanna. Við höfum allt hér á landi sem þarf til að vera í fararbroddi í heiminum í orkuskiptum í samgöngum.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun