Af hverju svarar ráðherra ekki? Helga Vala Helgadóttir skrifar 13. júní 2019 12:35 Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helga Vala Helgadóttir Landsréttarmálið Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að veita framkvæmdarvaldinu aðhald, hvort tveggja ríkisstjórninni sem og stjórnsýslunni. Þingmenn hafa til þess ýmis tæki, svo sem að leggja fram beiðni um skýrslu frá ráðherra, beiðni um stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar, bera fram óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra sem eru örspurningar í þingsal og setja á laggirnar rannsóknarnefnd. Þá er einnig hægt að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem ráðherrar hafa samkvæmt þingsköpum 15 virka daga til að svara. Takist ráðherra ekki að svara skal hann gera forseta Alþingis skriflega grein fyrir því að dráttur verði á svari sem og greina frá því hver ástæða dráttar er. Skal ráðherra jafnframt tilgreina hvenær vænta megi svars. Eftirlitshlutverk Alþingis er eins og að ofan er ritað eitt af mikilvægustu hlutverkum þingsins. Þingmenn starfa í umboði þjóðar og það er í þjóðarhag að spurningum þingmanna sé svarað án undanbragða svo þingmenn geti rækt þetta starf sitt. Fyrir næstum tólf vikum, 51 virkum degi, bar ég fram skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra kostnað ríkisins vegna ólögmætrar skipunar fv. dómsmálaráðherra í embætti landsréttardómara. Var óskað eftir upplýsingum um allan beinan kostnað íslenska ríkisins, bætur til annarra umsækjenda, kostnað vegna fjölmargra aðkeyptra sérfræðinga fyrir ráðuneyti og ríkislögmann, áætlaðan kostnað vegna vinnu starfsmanna ríkislögmanns við málið sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki sinnt öðrum störfum við embættið, dæmdan málskostnað á öllum dómstigum, dæmdar miska og skaðabætur, umsamdar bætur og fleira. Þann 20. maí sl., eða fyrir nærri fjórum vikum, svaraði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra því til að svarið væri tilbúið og yrði sent frá ráðuneytinu í lok þeirrar viku. Eitthvað virðist sendiboðinn lengi á leiðinni því ekkert svar hefur borist Alþingi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gengið á eftir því. Forseti Alþingis hefur lofað því að liðsinna þingmanni við eftirgrennslan en ekkert gerist. Einhverra hluta vegna grunar mig að ríkisstjórnin vilji ekki að við fáum svarið fyrir þinglok en það breytir því ekki að þessi framkoma framkvæmdavaldsins við Alþingi grefur undan störfum þingsins og tiltrú almennings á því. Þegar svo er skipta orð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla traust almennings á stjórnmálum lítils þegar aðgerðir ráðamanna ganga þvert gegn þeim áformum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar