40 ára húsmóðir finnur sjálfa sig Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar 2. apríl 2024 11:31 Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Helgina fyrir páska lá leið mín til Hólmavíkur á Húmorsþing, en það er partur af námskeiði sem ég sit þessa önnina, að fara á þetta þing. Í þessu námskeiði, Húmor og hæðni er farið ofan í saumana á húmor í okkar daglega lífi, s.s. kvikmyndum, bókmenntum og fólks á milli. Í sumar er einmitt stefnan á að útskrifast sem þjóðfræðingur fá Háskóla Íslands og hlakka ég mikið til. Á þessu þingi stóð ég upp og flutti smá ræðu um ágæti kennara minna, en þá aðallega til að gera grín að þeim. Ég held að við hrósum hvert öðru ekki nógu oft, svo núna langar mig til þess. Hrósa öllum þeim frábæru kennurum sem ég hef hitt á leið minni í náminu. Þegar ég hóf BA nám við þjóðfræði var ég alls ekki viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór. Ég var samt orðin ágætlega stór á alla kanta en hafði þrátt fyrir það ekki fundið mína hillu í lífinu. Ég hafði vissulega prófað margt og fundið mig í mörgu, en aldrei nógu mikið til að setjast á skólabekk og læra það frekar. Það var því mín lífsins lukka að kynnast þjóðfræðinni, en í henni sameinast margt sem vekur áhuga minn, eins og félagsfræði, menningarfræði, fortíðin, nútíðin og framtíðin og áhugi minn á að vinna með fólki. Námið hefur verið virkilega skemmtilegt og afar gagnlegt og hef ég fengið mikla þjálfun í mörgu sem nýtist mér í hinu daglega lífi. Ég hef fengið það frelsi við verkefnavinnu síðastliðin 3 ár að ég hef alltaf getað skrifað um og rannsakað það sem ég hef áhuga á. Einnig eru verkefnin fjölbreytt og gaman að miðla reynslu sinni í gegnum myndbandsgerð og samfélagsmiðla. Námið er lifandi og áhugavert og kennararnir skora á okkur nemendurna á margvíslegan máta. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins hópi fólki og í þjóðfræðinni (fyrirgefið þið öll sem ég þekkti áður). Samhugurinn, samfylgdin og áhuginn á hvert öðru og því sem hvert og eitt er að gera hverja stundina er næstum því áþreifanlegur. Kennararnir styðja vel við bakið á okkur nemendum og eru öll af vilja gerð að aðstoða okkur í einu og öllu. Þau eru snillingar í gagnrýni og gera það svo fallega. Ég hef eignast margar fyrirmyndir í náminu sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Takk Júlíana, Dagrún, Kristinn, Snjólaug, Anna Karen, Rósa og Áki, Ólafur, Gísli og Vilhelmína, fyrir að stuðla að því, með ykkar visku, að 40 ára gömul húsmóðir, fann sjálfa sig. Vona ég að með þessum skrifum, að meðaleinkunn mín muni rjúka upp. Höfundur er þjóðfræðinemi við HÍ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun