Laxeldi í Ísafjarðardjúpi er skurðpunktur átakanna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. júní 2019 10:28 Atvinnuveganefnd Alþingis er að fara höndum um frumvarp Sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Frumvarpið er ekkert sérstakt fagnaðaefni. Opinberum stofnunum er í of miklum mæli falið að marka pólitíska stefnu um atvinnuuppbygging og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og það sem enn verra er þessum stofnunum er veitt rúmt svigrúm til ákvörðunar. Það á að vera enn í fersku minni þau afdrífaríku afglöp í lagasetningu að veita Skipulagsstofnun vald til þess að leyfa og banna framkvæmdir sem eru háðar umhverfismati. Þarna var verið að innleiða Evróputilskipun í umhverfismálum en Alþingi áttaði sig ekki á því að í meðförum ráðuneytisins komust harsvíruðustu umhverfissinnarnir með puttana í samningu frumvarpsins og fengu því ráðið að víkja frá Evrópureglnunum og setja séríslensk ákvæði varðandi vald Skipulagsstofnunar. Í Evrópulöndunum fór samsvarandi stofnun með álitsgerð um framkvæmdir, en hér á landi fékk Skipulagsstofnun leyfisvald gagnvart framkvæmdum. Eins og vænta mátti ákváðu æðstu stjórnendur Skipulagsstofnunar að haga sér eins og ríki í ríkinu og framfylgja eigin öfgakennri stefnu og máttu Vestfirðingar til dæmis súpa seyðið af því varðandi vegagerð um Gufudalssveit. Þessi staða var algerlega óþolandi. Þessu lauk með því að Alþingi hafði sig upp í að breyta lögunum og taka valdið af Skipulagsstofnun og nú veitir stofnunin aðeins álit, rétt eins og alltaf var gert ráð fyrir í Evróputilskipuninni, en pólitísk kjörnir aðilar annast ákvörðunartökuna, svo sem sveitarstjórnir og ráðherra.Pólitískt embættismannavald Illu heilli var undir forystu Viðreisnar vaðið í sama fenið þegar Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun voru sameinaðar. Settir voru yfir hina nýju stofnun svarnir andstæðingar laxeldis sem hafa auðvitað notað stofnunina og það vald sem lög veita þeim til þess að leggja hvern stein í götu uppbyggingar laxeldis á fætur öðrum. Í þessu ólánsfrumvarpi er ætlunin að veita Hafrannsóknarstofnun nánast sams konar vald gagnavart fiskeldi og Skipulagsstofnun hafði áður gagnvart umhverfismatsskyldum framkvæmdum. Að lögfesta áhættumat vegna erfðaáhættu og fela „vísindamönnunum“ vald til þess að velja sér ráðandi forsendur er hinn fullkomna afneitun á ömurlegri reynslu af Skipulagsstofnunarævintýrinu. Vísindamenn eru ekki utan við þjóðfélagið og þeir hafa sínar skoðanir og átrúnað burt séð frá sínu sérsviði. Með öðrum orðum, þeir geta stjórnast í mati á málum af viðhorfum sem eru ekki endilega byggðar á sérþekkingu þeirra. Ákvarðanir á borð við uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar eru pólitísk viðfangsefni, sem þeir eiga að véla um, sem sækja umboð sitt til kjósenda. Það er hrein vitleysa að ætla embættismönnum að marka pólitíska stefnu. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur gengið svo frá málinu að fáeinum embættismönnum , sem einkum eru svarnir andstæðingar laxeldis eiga að ráða því hver afdrif umsókna um laxeldi í Ísafjarðardjúpi verða og fá rúmar heimildir til þess að túlka lögin að eigin fordómum. Óttast er að umsóknirnar, sem þegar hafa verið að velkjast árum saman í stofnankerfinu, muni falla niður og að fyrirtækin sem að umsóknunum standa muni þurfa að byrja ferlið frá grunni. Það mun þýða margar ára töf ef ekki stöðvun um langan tíma. því miður er engin bót í minnihluta nefndarinnar, hann hefur tekið sé þá stöðu að stöðva uppbyggingu fiskeldisins enn frekar.Átökin um Djúpið Kjarninn í átökunum um uppbyggingu fiskeldisins snúist einmitt um Ísafjarðardjúp. Komist laxeldið þar af stað verður atvinnugreinin orðið það umsvifamikil á landsvísu og með það mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið að ekki verði aftur snúið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs eru útflutningsverðmæti eldisafurða orðnar nærri 9 milljarðar króna og meiri en allt árið 2018. Andstæðingar fiskeldisins innan sem utan stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir því og leggja því allt kapp á að stöðva öll áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Átökin um fiskeldið eru í raun hörðustu átökin sem fram fara á löggjafarþinginu þessa dagana. Uppbygging fiskeldisins er eitt stærsta lífkjaramál þjóðarinnar á mæstu áratugum. Í Krossgötum, riti Vestfjarðastofu er dregið fram að að 70 þús. tonna fiskeldi á Vestfjörðum gæti skilað 65 milljarða heildarverðmæti, eða um 730 beinum störfum og um 420 afleiddum störfum, eða samtals um 1.150 störfum.Tvö hundruð milljarðar króna Á landsvísu eru öll merki um að hægt verði á fáum árum að auka laxeldið upp í 200 þúsund tonna ársframleiðslu. Slík framleiðsla myndi skila fáheyrðum tekjum í þjóðarbúið sem kæmu sér vel á næstu árum , tímabili afturkipps í efnahagslífinu, með tilheyrandi lífkjarabata fyrir allan almenning, að ekki sé talað um uppsveifluna fyrir Vestfirði. Það er mikið í húfi að vel takist til nú í lagasetningunni og að Alþingi beri gæfu til þess að horfa til almannaheilla og framtíðar og hafni fordómum, fortíðarkreddum og fátæktarstefnu.Fimm milljarðar króna Stangveiðihagsmunirnir eru upp á 5 milljarða króna árlega, í besta falli, en laxeldisframleiðslan getur hæglega orðið 200 milljarðar króna á ári. Almannahagsmunirnir standa með aukinni verðmætasköpun sem munu bæta lífskjörin á Íslandi á næstu árum. Sú framleiðsla er auk þess umhverfisvæn í meira lagi og kolefnisspor hennar er aðeins 1/9 af kolefnisspori kjötframleiðslunnar. Hverfandi líkur standa til þess að laxeldi hafi erfðafræðilega neikvæð áhrif á villta laxastofna. Einhverra hluta vegna er stjórnmálastéttin er enn í einhverjum aflokuðum bergmálshelli Óttars Yngvarssonar og enska auðkýfingsins Ratcliffe sem er að kaupa upp helstu laxveiðiár landsins og lætur eins og það sé stórfelld vá fyrir dyrum að framleiða heilbrigðan og hollan mat sem selst á góðu verði. Ísafjarðadjúpið á eftir að verða sem aldrei fyrr uppspretta verðmæta sem bæta lífskjör ekki bara á Vestfjörðum heldur á landinu öllu. Það mun renna upp fyrir Alþingi þegar farið verður að glíma við samdrátt og versnandi lífskjör á næstunni að sóknarfærið liggur í auðlindum hafsins og frekari nýtingu þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuveganefnd Alþingis er að fara höndum um frumvarp Sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Frumvarpið er ekkert sérstakt fagnaðaefni. Opinberum stofnunum er í of miklum mæli falið að marka pólitíska stefnu um atvinnuuppbygging og verðmætasköpun í þjóðfélaginu og það sem enn verra er þessum stofnunum er veitt rúmt svigrúm til ákvörðunar. Það á að vera enn í fersku minni þau afdrífaríku afglöp í lagasetningu að veita Skipulagsstofnun vald til þess að leyfa og banna framkvæmdir sem eru háðar umhverfismati. Þarna var verið að innleiða Evróputilskipun í umhverfismálum en Alþingi áttaði sig ekki á því að í meðförum ráðuneytisins komust harsvíruðustu umhverfissinnarnir með puttana í samningu frumvarpsins og fengu því ráðið að víkja frá Evrópureglnunum og setja séríslensk ákvæði varðandi vald Skipulagsstofnunar. Í Evrópulöndunum fór samsvarandi stofnun með álitsgerð um framkvæmdir, en hér á landi fékk Skipulagsstofnun leyfisvald gagnvart framkvæmdum. Eins og vænta mátti ákváðu æðstu stjórnendur Skipulagsstofnunar að haga sér eins og ríki í ríkinu og framfylgja eigin öfgakennri stefnu og máttu Vestfirðingar til dæmis súpa seyðið af því varðandi vegagerð um Gufudalssveit. Þessi staða var algerlega óþolandi. Þessu lauk með því að Alþingi hafði sig upp í að breyta lögunum og taka valdið af Skipulagsstofnun og nú veitir stofnunin aðeins álit, rétt eins og alltaf var gert ráð fyrir í Evróputilskipuninni, en pólitísk kjörnir aðilar annast ákvörðunartökuna, svo sem sveitarstjórnir og ráðherra.Pólitískt embættismannavald Illu heilli var undir forystu Viðreisnar vaðið í sama fenið þegar Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun voru sameinaðar. Settir voru yfir hina nýju stofnun svarnir andstæðingar laxeldis sem hafa auðvitað notað stofnunina og það vald sem lög veita þeim til þess að leggja hvern stein í götu uppbyggingar laxeldis á fætur öðrum. Í þessu ólánsfrumvarpi er ætlunin að veita Hafrannsóknarstofnun nánast sams konar vald gagnavart fiskeldi og Skipulagsstofnun hafði áður gagnvart umhverfismatsskyldum framkvæmdum. Að lögfesta áhættumat vegna erfðaáhættu og fela „vísindamönnunum“ vald til þess að velja sér ráðandi forsendur er hinn fullkomna afneitun á ömurlegri reynslu af Skipulagsstofnunarævintýrinu. Vísindamenn eru ekki utan við þjóðfélagið og þeir hafa sínar skoðanir og átrúnað burt séð frá sínu sérsviði. Með öðrum orðum, þeir geta stjórnast í mati á málum af viðhorfum sem eru ekki endilega byggðar á sérþekkingu þeirra. Ákvarðanir á borð við uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar eru pólitísk viðfangsefni, sem þeir eiga að véla um, sem sækja umboð sitt til kjósenda. Það er hrein vitleysa að ætla embættismönnum að marka pólitíska stefnu. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur gengið svo frá málinu að fáeinum embættismönnum , sem einkum eru svarnir andstæðingar laxeldis eiga að ráða því hver afdrif umsókna um laxeldi í Ísafjarðardjúpi verða og fá rúmar heimildir til þess að túlka lögin að eigin fordómum. Óttast er að umsóknirnar, sem þegar hafa verið að velkjast árum saman í stofnankerfinu, muni falla niður og að fyrirtækin sem að umsóknunum standa muni þurfa að byrja ferlið frá grunni. Það mun þýða margar ára töf ef ekki stöðvun um langan tíma. því miður er engin bót í minnihluta nefndarinnar, hann hefur tekið sé þá stöðu að stöðva uppbyggingu fiskeldisins enn frekar.Átökin um Djúpið Kjarninn í átökunum um uppbyggingu fiskeldisins snúist einmitt um Ísafjarðardjúp. Komist laxeldið þar af stað verður atvinnugreinin orðið það umsvifamikil á landsvísu og með það mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið að ekki verði aftur snúið. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs eru útflutningsverðmæti eldisafurða orðnar nærri 9 milljarðar króna og meiri en allt árið 2018. Andstæðingar fiskeldisins innan sem utan stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir því og leggja því allt kapp á að stöðva öll áform um laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Átökin um fiskeldið eru í raun hörðustu átökin sem fram fara á löggjafarþinginu þessa dagana. Uppbygging fiskeldisins er eitt stærsta lífkjaramál þjóðarinnar á mæstu áratugum. Í Krossgötum, riti Vestfjarðastofu er dregið fram að að 70 þús. tonna fiskeldi á Vestfjörðum gæti skilað 65 milljarða heildarverðmæti, eða um 730 beinum störfum og um 420 afleiddum störfum, eða samtals um 1.150 störfum.Tvö hundruð milljarðar króna Á landsvísu eru öll merki um að hægt verði á fáum árum að auka laxeldið upp í 200 þúsund tonna ársframleiðslu. Slík framleiðsla myndi skila fáheyrðum tekjum í þjóðarbúið sem kæmu sér vel á næstu árum , tímabili afturkipps í efnahagslífinu, með tilheyrandi lífkjarabata fyrir allan almenning, að ekki sé talað um uppsveifluna fyrir Vestfirði. Það er mikið í húfi að vel takist til nú í lagasetningunni og að Alþingi beri gæfu til þess að horfa til almannaheilla og framtíðar og hafni fordómum, fortíðarkreddum og fátæktarstefnu.Fimm milljarðar króna Stangveiðihagsmunirnir eru upp á 5 milljarða króna árlega, í besta falli, en laxeldisframleiðslan getur hæglega orðið 200 milljarðar króna á ári. Almannahagsmunirnir standa með aukinni verðmætasköpun sem munu bæta lífskjörin á Íslandi á næstu árum. Sú framleiðsla er auk þess umhverfisvæn í meira lagi og kolefnisspor hennar er aðeins 1/9 af kolefnisspori kjötframleiðslunnar. Hverfandi líkur standa til þess að laxeldi hafi erfðafræðilega neikvæð áhrif á villta laxastofna. Einhverra hluta vegna er stjórnmálastéttin er enn í einhverjum aflokuðum bergmálshelli Óttars Yngvarssonar og enska auðkýfingsins Ratcliffe sem er að kaupa upp helstu laxveiðiár landsins og lætur eins og það sé stórfelld vá fyrir dyrum að framleiða heilbrigðan og hollan mat sem selst á góðu verði. Ísafjarðadjúpið á eftir að verða sem aldrei fyrr uppspretta verðmæta sem bæta lífskjör ekki bara á Vestfjörðum heldur á landinu öllu. Það mun renna upp fyrir Alþingi þegar farið verður að glíma við samdrátt og versnandi lífskjör á næstunni að sóknarfærið liggur í auðlindum hafsins og frekari nýtingu þeirra.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun