Kettir Kolbeinn Marteinsson skrifar 13. júní 2019 08:15 Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Birtist í Fréttablaðinu Dýr Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Kolgrímur, Doppa, Stravinský, Hnoðri, Zeta, Stella og Kári. Þetta eru allt kettir sem hafa búið með mér um tíma. Ég segi búið með, því ketti á maður ekki eins og önnur gæludýr heldur velja þeir að búa með manni út frá ísköldu hagsmunamati, út frá fríu fæði og húsnæði. Af áðurnefndum köttum hafa tveir orðið fyrir bíl, einn veiktist af kattafári og dó, einn var svæfður sökum meiðsla en aðeins einn dó úr elli. Tveir hinir síðastnefndu búa með mér í dag. Kettir eru að mínu mati fullkomin gæludýr sem ekki krefjast mikillar fyrirhafnar. Aldrei þarf að fara út með kött til að hreyfa hann eða pissa. Eins getur maður leyft sér að skilja kött eftir heima ef farið er í frí, sé þess gætt að einhver komi og gefi honum að éta. En stærsta ástæða þess að mér þykir mikið til katta koma er að þeir búa yfir ólíkum og fjölbreytilegum persónuleikum. Staðan heima við er í dag sú að öðrum kettinum (Stellu) er fremur illa við mig og hefur aldrei fyrirgefið mér að hafa skammað sig fyrir áratug. Hinn kötturinn (Kári) hefur hins vegar á mér mikla ást. Þannig sækir hann stöðugt í mig, leggst á bringuna á mér, malar og lygnir aftur augunum og fagnar mér þegar ég kem heim. Hann fer aldrei eftir reglum, hann veit vel að hann má ekki drekka vatn úr glösum okkar, sofa í rúmunum og ekki fara upp á eldhúsborð en hann gerir það allt samt. Ég las að kettir skilji svona reglur jafn vel og hundar en að það hvarfli einfaldlega ekki að þeim að fara eftir þeim. Mögnuðust er þó tilhugsunin, þar sem ég ligg með köttinn malandi við hlið mér, að ef ég myndi snögglega skreppa saman og yrði á stærð við hamstur þá myndi hann éta mig án þess að hika.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar