(Lækkun) og hækkun – en samt besta verð? Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 24. maí lækkaði Lífeyrissjóður verslunarmanna fasta vexti verðtryggðra sjóðfélagalána úr 3,6% í 3,4%. Breytilegir vextir verðtryggðra sjóðfélagalána sem voru 2,06% hækkuðu aftur á móti um 0,2% í 2,26%. Helsta ástæða hækkunarinnar var sú að ástæða var talin til að breyta vaxtaviðmiði sem áður hafði miðast við breytingu á ávöxtunarkröfu skuldabréfaflokksins HFF150434. Svo hefur borið við að viðskipti með þennan skuldabréfaflokk hafa farið verulega minnkandi og hann því ekki lengur talinn eins virkt vaxtaviðmið eins og flokkurinn var á sínum tíma. Sú góða frétt að fastir verðtryggðir vextir lækkuðu þótti sumum ekki frétt en gagnrýndu þó harðlega 0,2% hækkun breytilegu vaxtanna. Eins og að framan greinir var það þó ekki illkvittni eða græðgi sem réð því að vextir hækkuðu um 0,2% heldur breyting frá vaxtaviðmiði sem þótti úrelt og ekki gefa nægjanlega góða mynd vegna lítilla viðskipta með viðkomandi viðmiðunarflokk. Í framtíðinni mun, við ákvarðanir um vaxtabreytingar, verða litið til ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem og samanburðarhæfra skuldabréfa ásamt vaxtakjara á markaði fyrir sambærileg lán, að teknu tilliti til áhættumats sjóðsins. Breytilegir verðtryggðir vextir sjóðsfélagalána hafa lækkað verulega undanfarið eða úr 3,86% í ágúst 2016 niður í 2,06% í maí 2019. Þeirri miklu lækkun fagna væntanlega þeir fjölmörgu lántakendur sem notið hafa góðs af. Það eru hagsmunir sjóðfélaga og lántakenda almennt að lánsvextir sjóðsins séu hagstæðir og í takti við markaðsaðstæður hverju sinni. Sé horft til framtíðar geta breytilegir vextir að sjálfsögðu lækkað jafnt sem hækkað. Vextir Lífeyrissjóðs verslunarmanna eru eftir nýjustu breytingar sem fyrr með allra hagstæðustu lánakostum sem bjóðast. Samkvæmt síðunni Aurbjorg.is eru verðtryggðir breytilegir vextir Lífeyrissjóðsins eftir breytingu þriðju lægstu vextir á markaðnum í samanburði þeirra fjórtán aðila sem samanburðurinn nær til. Eru vextirnir til dæmis langt undir vöxtum húsnæðislána viðskiptabankanna. Fyrir breytinguna voru vextirnir lægstu markaðsvextir breytilegra verðtryggðra lána sem buðust. Verðtryggðir fastir vextir Lífeyrissjóðsins eru jafnframt samkvæmt sama samanburði næst lægstu verðtryggðu lánsvextir á markaði í dag og þar sem uppgreiðslugjöld eru engin hjá Lífeyrissjóðnum, ólíkt t.d. viðskiptabönkunum með 1% uppgreiðslugjald, eiga lántakendur auðveldara en ella með að færa lán sín telji þeir aðra og hagfelldari kosti bjóðast. Gagnrýnin umræða er oft af hinu góða en þá ber að halda á lofti sem flestum hliðum.F.h. stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar