Aðeins þeir sem borga? Margrét S. Björnsdóttir skrifar 31. desember 2012 06:00 Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Eitt af fimm samfylkingarfélögum í Reykjavík (Samfylkingarfélagið í Reykjavík, SffR), setur greiðslu 4.000 króna sem skilyrði félagsaðildar og þátttöku í kosningum til trúnaðarstarfa. Meginrök fráfarandi og núverandi formanna félagsins virðast þau að fólk meini ekkert með félagsaðild, séu ekki „raunverulegir félagar“, nema það borgi félagsgjöld og að það skuli kosta peninga að hafa áhrif í stjórnmálaflokki. „Réttindum fylgi skyldur“. Ákvörðun stjórnar SffR leiðir líklega til að um 3.000 Samfylkingarfélögum verður vísað úr félaginu í janúar. Þeir fá ekki að taka þátt í flokkskosningum og öðru slíku nema borga 4.000 krónur. Þetta er einsdæmi – ekki bara í Samfylkingunni heldur í íslenskum stjórnmálaflokkum almennt. Flestir þeirra leggja á félagsgjöld, sumir hófleg þátttökugjöld í prófkjörum, en enginn vísar þeim á dyr sem ekki geta borgað. Það stendur misvel á hjá fólki, það ætti félag jafnaðarmanna að skilja, margs konar ástæður og ekki nauðsynlega tortryggilegar eins og gefið er í skyn. Önnur samfylkingarfélög í Reykjavík m.a. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, www.ffj.is, Rósin og ungliðafélagið Hallveig, kjósa að treysta þeim sem þar skrá sig til að vera „raunverulegir félagar“, sem borga eftir getu, og leggja því á valkvæð framlög. Félögin eru opin öllum og einfalt að skrá sig á www.xs.is. Þeir sem SffR vísar úr félaginu í janúar eiga því aðra kosti vilji þeir taka þátt í flokksstarfi og formannskjöri Samfylkingarinnar. Aðild að stjórnmálaflokkum er í flestum löndum á undanhaldi. Stjórnmálaáhugi fer ekki minnkandi, en fólk vill taka þátt með nýjum hætti. Styðja einstök mál, einstaka frambjóðendur, jafnvel þjóðmálahreyfingar sem starfa án þess að bjóða fram. Taka þátt tímabundið, en ekki með langtíma flokksaðild. Jafnaðarmannaflokkar víða í Evrópu hafa brugðist við þessu með nýjum þátttökuformum. Í spænska jafnaðarmannaflokknum geta menn verið svonefndir skráðir stuðningsmenn, í þeim gríska vinir flokksins. Í báðum flokkum fá þeir að taka þátt í flokksstarfi og velja frambjóðendur. Þegar franskir sósíalistar völdu forsetaframbjóðandann Hollande og þeir bresku formanninn Miliband máttu allir sem höfðu kosningarétt kjósa gegn örlitlu framlagi. Þessir flokkar treysta fólki til þátttöku og áhrifa án hefðbundinnar flokksaðildar og greiðslu félagsgjalda. Samfylkingin á með sama hætti að virða og treysta þeim sem hafa skráð sig þar til þátttöku.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun