Ríkisvæðing atvinnuleitenda Sigurjón Haraldsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur segir hún að engin ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hafi náð viðlíka árangri og núverandi ríkisstjórn Íslands. Sennilega er þessi árangur helst mælanlegur í huga ríkisstjórnarinnar, því þessi árangur virðist ekki skila sér út í raunveruleikann. Flest hagkerfi reyna að hafa önnur hagkerfi, þar sem vel hefur gengið, sem fyrirmynd. Taka það besta úr öðrum hagkerfum og heimfæra yfir á eigið hagkerfi. En þetta virðist vera öfugsnúið hjá þessari ríkisstjórn, því hún telur sig hafa fundið upp hjólið, eða lausnina sem allir aðrir, allavega í hinum vestræna heimi, ættu að horfa upp til og nota. Við höfum mörg svona dæmi frá undanförnum áratugum og má þar t.d. nefna verðtryggingu lána, sem fyrirfinnst hvergi í hinum vestræna heimi, meðal almennings og heimila. Við vitum hvernig það hefur bætt kjör almennings á Íslandi, eða hitt þó heldur.Ekki varanleg lausn Það eru fleiri uppfinningar sem þessi ríkisstjórn hefur fundið upp á, sem aðrar þjóðir hafa annaðhvort gefist upp á eða hafa þótt svo vitlausar meðal hagfræðinga að engum hefur dottið í hug að setja þær í framkvæmd, nema þá helst íslensku ríkisstjórninni. Þar má nefna m.a. að auka hagvöxt með skattlagningu eða fækka atvinnulausum með því að færa þá milli tryggingakerfa eða annarra ríkisútgjalda. Það er rétt hjá Jóhönnu að engri ríkisstjórn í hinum vestræna heimi hefur tekist að fækka atvinnulausum án þess að fjölga störfum. Aðgerðir sem hafa miðað að því að fækka fólki af atvinnuleysisskrá með því að hafa ofan af því í einhverju öðru opinberu kerfi er ekki varanleg lausn. Það er vel hægt að fela staðreyndirnar í fjögur ár með þessari aðferð, en ekki til langtíma. Ef ekki verða til fleiri störf, þá mun fólki annaðhvort fækka í þjóðfélaginu, því þeir sem geta munu flytjast búferlum þangað sem vinnu er að hafa, eða lenda í gildru fátæktar og enda sem stuðningsþegar ríkisvaldsins. Að fjölga menntunarmöguleikum er ekki sama og að fjölga störfum. Ef menntunarúrræði er einungis til að hafa ofan af fyrir fólki, þá erum við bara að fresta vandanum um þrjú til fjögur ár. Ef við sköpum ekki umhverfi sem örvar atvinnustarfsemi í landinu samhliða auknum menntunarúrræðum, þá stöndum við í verri sporum eftir nokkur ár. Þó fækkað hafi á atvinnuleysisskrá þá stöndum við enn þá með fjölda atvinnuleitenda sem ríkisstjórnin hefur ekki fundið lausn fyrir. Þeir sem fara í nám eða lenda á félagsþjónustu sveitarfélaga eru stöðugt í atvinnuleit, þó þeir hafi tímabundin úrræði og teljist ekki atvinnulausir í merkingu laga um atvinnuleysisbætur.Kostnaðardrifin störf Hægri grænir hafa það á stefnuskrá sinni að lækka skatta og örva þannig hagkerfið en ekki með ofurskattlagningu eins og núverandi ríkisstjórn. Atvinnuleitendum verður ekki fækkað nema með fjölgun starfa. Ríkisstjórnin skapar ekki störf sem örva hagvöxt heldur einungis störf sem kostuð eru af opinberu fé og eru því kostnaðardrifin, en ekki tekjudrifin. Lækkun skatta leiðir af sér meiri afgang og hagnað innan hagkerfisins, meiri eftirspurn eftir vörum og þjónustu, sem skapar þann farveg sem þarf til að örva hagvöxt. Ef fólk og fyrirtæki hafa ekki tekjur, þá borgar það enga skatta og þar með er ekki hægt að halda úti t.d. velferðarþjónustu eða menntakerfi. Hækkun skatta, meðan hagkerfi er í lægð, veldur einungis því að gera ástandið enn verra. Það hækkar enginn vöruverð til að örva söluna. Skynsamlegast er að lækka ríkisútgjöld samhliða lækkun skatta með breyttri forgangsröðun og fækkun óþarfa útgjaldaliða og styrkingu innviða samfélagsins, sem skapa grundvöll og hvata til örvunar atvinnulífsins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun