Meðferð kvörtunarmála Geir Gunnlaugsson skrifar 29. desember 2012 08:00 Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð landlæknis á kvörtun hans til embættisins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni hennar því flestum kunnugt. Eðli málsins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum málsmeðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heimilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar vanrækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notendum heilbrigðisþjónustunnar jafnframt heimilt að bera fram formlega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfsmanna við veitingu heilbrigðisþjónustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar."Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti landlæknis fer hún fyrir þverfaglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunarinnar og að hverjum hún beinist, heilbrigðisstarfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beðinn um að gera grein fyrir málsatvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sérfræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræðingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu samkvæmt ákvæðum laga um stjórnsýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoðunar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðarráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunarmálum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð.Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að fullkomin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðisstarfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill landlæknir leggja áherslu á að starfsmenn embættisins og þeir sérfræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erfiðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. desember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggileg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mannréttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Landlæknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfsmenn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun