Það kemur ekkert fyrir mig! Einar Guðmundsson skrifar 27. desember 2012 06:00 Nú þegar áramótin eru fram undan munu landsmenn fagna nýju ári. Margir njóta áramótanna með því að skála í missterkum veigum. Það tilheyrir á þessum tímamótum. En hvað gerist síðan þegar halda skal heim á leið og erfitt að fá leigubíl? Er ekki í lagi að aka eftir eitt eða tvö glös? Er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem aka eftir að hafa neytt áfengis finnist það sjálfum eða að þeir reyni að réttlæta hegðun sína með þessum rökum. Sem betur fer sýna tölur að dregið hefur úr ölvunarakstri en á móti hefur fíkniefnaakstur aukist. Fyrir 10 árum sýndu tölur að um 33% ökumanna höfðu ekið undir áhrifum áfengis og 35% farþega viðurkenndu að hafa setið í bíl með ölvuðum ökumanni.Hvað með hálfan bjór? Vísindamenn hafa margsannað að lítið magn áfengis hafi áhrif á hæfni ökumanna til að aka til hins verra. Það er talið að strax við 0,2 prómill áfengis í blóði dragi úr hæfni ökumanns til aksturs og mætti ætla að það jafngilti hálfum bjór hjá sumum einstaklingum.Áhrifin En hvaða áhrif hefur áfengið á ökumenn? Nefnum nokkur dæmi: 1. Ökumaður undir áhrifum áfengis á erfiðara með að einbeita sér að einum þætti lengi í einu og einbeitingin minnkar, auk þess sem hæfnin til að einbeita sér að tveimur eða fleiri atriðum samtímis minnkar verulega. Þessi eiginleiki er mjög mikilvægur hjá ökumanni. Að þurfa að fylgjast samtímis með bíl á ferð og gangandi vegfaranda getur orðið mjög erfitt. 2 .Viðbragð lengist verulega og við 0,4-0,5 prómill (u.þ.b. einn sterkur bjór að meðaltali) getur það aukist um 35%. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna ölvaðir ökumenn lenda gjarna í aftanákeyrslum. Við 0,5-1,5 prómill er hætta á banaslysi allt að 13 sinnum meiri. 3. Eftir einn bjór getur mistökum í akstri fjölgað allt að 25%. Rangar ákvarðanir geta skipt sköpum þegar taka þarf ákvörðun á innan við einni sekúndu, eins og oft vill verða í akstri. 4. Samhæfing milli tauga og vöðva versnar. Hreyfingar stýris verða erfiðari, notkun bensíngjafar, kúplingar og bremsu verður ónákvæmari. Þetta skýrir hvers vegna erfiðara er fyrir ökumenn undir áhrifum að halda bílnum á réttum stað á götunni: Þegar skoðuð er tjónatíðni ölvaðra ökumanna, má rekja 49% þeirra til þess að ekið er á mannvirki, ljósastaura, umferðarmerki eða kyrrstæða bíla. 5. Sjón og heyrn verður lakari. Ökumaðurinn á erfiðara með að greina aðra einstaklinga, sérstaklega í myrkri. Hann sér verr til hliðanna og greinir því síður umferðina, bíla eða fólk sem ekki er beint framan við bílinn. 6. Dómgreind minnkar og hæfnin til að meta aðstæður rétt einnig. Þetta gerir það að verkum að við erfiðar eða hættulegar aðstæður er viðkomandi mjög hættulegur. Fólk með skerta dómgreind telur sig geta ekið eftir að hafa neytt áfengis. Þótt það hafi haft þann ásetning í huga í upphafi að aka ekki undir áhrifum er hann ekki lengur í huga fólksins þegar það finnur bíllykilinn í vasanum á leið heim. Þessir örfáu punktar um áhrif áfengis á aksturshæfni ættu að duga til að sannfæra okkur um að akstur og áfengi sé lífshættuleg blanda og nú þegar hátíð fer í hönd er mikilvægt að hafa þetta í huga. Endum ekki jólahátíðina með ölvunarakstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú þegar áramótin eru fram undan munu landsmenn fagna nýju ári. Margir njóta áramótanna með því að skála í missterkum veigum. Það tilheyrir á þessum tímamótum. En hvað gerist síðan þegar halda skal heim á leið og erfitt að fá leigubíl? Er ekki í lagi að aka eftir eitt eða tvö glös? Er ég bara ekki betri ökumaður? Mér finnst það að minnsta kosti stundum. Ekki er óeðlilegt að þeir sem aka eftir að hafa neytt áfengis finnist það sjálfum eða að þeir reyni að réttlæta hegðun sína með þessum rökum. Sem betur fer sýna tölur að dregið hefur úr ölvunarakstri en á móti hefur fíkniefnaakstur aukist. Fyrir 10 árum sýndu tölur að um 33% ökumanna höfðu ekið undir áhrifum áfengis og 35% farþega viðurkenndu að hafa setið í bíl með ölvuðum ökumanni.Hvað með hálfan bjór? Vísindamenn hafa margsannað að lítið magn áfengis hafi áhrif á hæfni ökumanna til að aka til hins verra. Það er talið að strax við 0,2 prómill áfengis í blóði dragi úr hæfni ökumanns til aksturs og mætti ætla að það jafngilti hálfum bjór hjá sumum einstaklingum.Áhrifin En hvaða áhrif hefur áfengið á ökumenn? Nefnum nokkur dæmi: 1. Ökumaður undir áhrifum áfengis á erfiðara með að einbeita sér að einum þætti lengi í einu og einbeitingin minnkar, auk þess sem hæfnin til að einbeita sér að tveimur eða fleiri atriðum samtímis minnkar verulega. Þessi eiginleiki er mjög mikilvægur hjá ökumanni. Að þurfa að fylgjast samtímis með bíl á ferð og gangandi vegfaranda getur orðið mjög erfitt. 2 .Viðbragð lengist verulega og við 0,4-0,5 prómill (u.þ.b. einn sterkur bjór að meðaltali) getur það aukist um 35%. Þetta skýrir meðal annars hvers vegna ölvaðir ökumenn lenda gjarna í aftanákeyrslum. Við 0,5-1,5 prómill er hætta á banaslysi allt að 13 sinnum meiri. 3. Eftir einn bjór getur mistökum í akstri fjölgað allt að 25%. Rangar ákvarðanir geta skipt sköpum þegar taka þarf ákvörðun á innan við einni sekúndu, eins og oft vill verða í akstri. 4. Samhæfing milli tauga og vöðva versnar. Hreyfingar stýris verða erfiðari, notkun bensíngjafar, kúplingar og bremsu verður ónákvæmari. Þetta skýrir hvers vegna erfiðara er fyrir ökumenn undir áhrifum að halda bílnum á réttum stað á götunni: Þegar skoðuð er tjónatíðni ölvaðra ökumanna, má rekja 49% þeirra til þess að ekið er á mannvirki, ljósastaura, umferðarmerki eða kyrrstæða bíla. 5. Sjón og heyrn verður lakari. Ökumaðurinn á erfiðara með að greina aðra einstaklinga, sérstaklega í myrkri. Hann sér verr til hliðanna og greinir því síður umferðina, bíla eða fólk sem ekki er beint framan við bílinn. 6. Dómgreind minnkar og hæfnin til að meta aðstæður rétt einnig. Þetta gerir það að verkum að við erfiðar eða hættulegar aðstæður er viðkomandi mjög hættulegur. Fólk með skerta dómgreind telur sig geta ekið eftir að hafa neytt áfengis. Þótt það hafi haft þann ásetning í huga í upphafi að aka ekki undir áhrifum er hann ekki lengur í huga fólksins þegar það finnur bíllykilinn í vasanum á leið heim. Þessir örfáu punktar um áhrif áfengis á aksturshæfni ættu að duga til að sannfæra okkur um að akstur og áfengi sé lífshættuleg blanda og nú þegar hátíð fer í hönd er mikilvægt að hafa þetta í huga. Endum ekki jólahátíðina með ölvunarakstri.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun