Sjáumst! 22. nóvember 2012 06:00 Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun