Úttektarskýrsla staðfestir öflugt viðbragð við hruni 23. nóvember 2012 06:00 Við lestur skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur er kom út í október sl. er staðfest öflugt viðbragð eigenda, starfsmanna, stjórnenda og stjórnar OR við því mikla áfalli er varð í aðdraganda og við fall bankanna þann 6. október 2008. Undirritaður tók við stjórnarformennsku í lok ágúst 2008, og hafði því verið við störf í rúman mánuð er bankahrunið varð og þau efnahagslegu ósköp sem fylgdu í kjölfarið riðu yfir. Skýrslan staðfestir að svo til yfir nótt tvöfölduðust skuldir OR. Enginn lánardrottinn gjaldfelldi lán Til að mæta þeirri óvissu er blasti við OR og Íslandi öllu var farið markvisst í það að upplýsa lánardrottna OR um rekstrarhæfi félagsins. Árangurinn var sá að enginn lánardrottinn sá ástæðu til að gjaldfella lán sem veitt höfðu verið OR, heldur þvert á móti héldu erlendir bankar áfram að afgreiða lán til OR á árinu 2009. Stjórnin sem ég veitti formennsku stóð við allar áður gerðar skuldbindingar OR, þar á meðal byggingu nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem hófst á árinu 2009 og framleiðir virkjunin nú 85 MV af raforku sem seld er Norðuráli. Starfsmönnum OR fækkaði um 10% vegna ráðningarbanns sem sett var á haustmánuðum 2008, ásamt því að starfsmenn tóku á sig launalækkun. Stjórn OR samþykkti 9,7% hækkun á heitu vatni í september 2008. Deilur risu innan borgarstjórnar Reykjavíkur vegna þessarar hækkunar og úr varð samkomulag hjá aðgerðarhópi borgarstjórnar í október 2008 um að engar gjaldskrárhækkanir yrðu hjá OR út kjörtímabilið. Í aðgerðarhópnum sátu Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Ákvörðunin um gjaldskrárfrystingu stóð til loka kjörtímabilsins. Í apríl 2010 er upplýst um hækkunarþörf á miðla OR á stjórnarfundi. Hækkunarþörf félagsins var því ekki haldið leyndri í aðdraganda kosninga 2010. Umfjöllun um hækkunarþörfina kom fram m.a. í fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Við gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar OR fyrir árin 2011-2013 var sýnt fram á hækkunarþörf félagsins sem átti að koma til framkvæmda á 2-3 árum. Lánardrottnar OR voru samþykkir þessari aðferð við að staðfesta og mæta hækkunarþörf á miðlum OR. Ástæðan fyrir því að dreifa þessum hækkunum var til að draga úr álögum á almenning og fyrirtæki og koma í veg fyrir töluverða hækkun á vísitölu, sem aftur kæmi til hækkunar á húsnæðislánum almennings. Núverandi stjórn OR ákvað í október 2010 að mæta allri hækkunarþörf félagsins í einni aðgerð í stað þess að dreifa henni. Þarna er um mun á aðferðarfræði að ræða frekar en að verið sé að „bjarga Orkuveitunni" með svo róttækum hækkunum. Engar nýjar skuldbindingar Í lok árs 2009 vann Reykjavíkurborg úttekt á lausafjárþörf OR í nánu samráði við stjórnendur OR. Það var ljóst frá hruni að árin 2011 og sérstaklega 2013 yrðu OR erfitt vegna mikilla afborgana. Niðurstaðan var að Reykjavíkurborg tæki frá allt að 12 milljarða af fé Reykjavíkurborgar til að eiga upp á að hlaupa fengist ekki lán eða breytingar á gjalddögum OR. Landsvirkjun fékk 25 milljarða yfirdráttarlán hjá SÍ, vegna mögulegs lausafjárvanda. Skýrsla úttektarnefndar staðfestir að eftir hrunið voru ekki samþykktar neinar nýjar skuldbindingar á félagið. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir í rekstri sem skiluðu sér í lækkun rekstrarkostnaðar um rúman 1 milljarð. Allar kennitölur í rekstri voru bættar verulega á árinu 2010 og voru í samræmi við fjárhagsáætlun samþykkta á árinu 2009. Eigið fé OR styrktist, handbært fé frá rekstri jókst, langtímaskuldir lækkuðu, hagnaður var um 13,7 milljarðar 2010. Eignir OR voru rúmir 286 milljarðar. Það var því rangt að segja að OR væri komið á hausinn, eins og núverandi borgarstjóri lýsti ástandinu, heldur var búið að leggja grunn og byrjað að vinna að viðsnúningi í rekstri OR. Vandi OR var fyrst og fremst lausafjárvandi sem mætt var með láni frá eiganda og hækkun á gjaldskrám. Gjaldskrárhækkanir gera það verkum að á árinu 2013 er gert ráð fyrir 20 milljörðum í handbæru fé frá rekstri og að skuldir verði um 200 milljarðar. Það tekur því um 10 ár að greiða upp allar skuldir. Það er því ljóst að OR stóð af sér hrunið. Mestöll verðmæti hlutabréfa í Kauphöllinni hurfu í október 2008. Eigendur þeirra fá ekkert til baka. Eigendur OR munu fá allt sitt til baka og munu áfram njóta kalda- og heitavatnsins, rafmagns, fráveitu og gagnaveitu. Úttektarskýrslan staðfestir að öflugt viðbragð við hruni lagði grunninn að vörninni um Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lestur skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur er kom út í október sl. er staðfest öflugt viðbragð eigenda, starfsmanna, stjórnenda og stjórnar OR við því mikla áfalli er varð í aðdraganda og við fall bankanna þann 6. október 2008. Undirritaður tók við stjórnarformennsku í lok ágúst 2008, og hafði því verið við störf í rúman mánuð er bankahrunið varð og þau efnahagslegu ósköp sem fylgdu í kjölfarið riðu yfir. Skýrslan staðfestir að svo til yfir nótt tvöfölduðust skuldir OR. Enginn lánardrottinn gjaldfelldi lán Til að mæta þeirri óvissu er blasti við OR og Íslandi öllu var farið markvisst í það að upplýsa lánardrottna OR um rekstrarhæfi félagsins. Árangurinn var sá að enginn lánardrottinn sá ástæðu til að gjaldfella lán sem veitt höfðu verið OR, heldur þvert á móti héldu erlendir bankar áfram að afgreiða lán til OR á árinu 2009. Stjórnin sem ég veitti formennsku stóð við allar áður gerðar skuldbindingar OR, þar á meðal byggingu nýrrar virkjunar á Hellisheiði sem hófst á árinu 2009 og framleiðir virkjunin nú 85 MV af raforku sem seld er Norðuráli. Starfsmönnum OR fækkaði um 10% vegna ráðningarbanns sem sett var á haustmánuðum 2008, ásamt því að starfsmenn tóku á sig launalækkun. Stjórn OR samþykkti 9,7% hækkun á heitu vatni í september 2008. Deilur risu innan borgarstjórnar Reykjavíkur vegna þessarar hækkunar og úr varð samkomulag hjá aðgerðarhópi borgarstjórnar í október 2008 um að engar gjaldskrárhækkanir yrðu hjá OR út kjörtímabilið. Í aðgerðarhópnum sátu Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Ákvörðunin um gjaldskrárfrystingu stóð til loka kjörtímabilsins. Í apríl 2010 er upplýst um hækkunarþörf á miðla OR á stjórnarfundi. Hækkunarþörf félagsins var því ekki haldið leyndri í aðdraganda kosninga 2010. Umfjöllun um hækkunarþörfina kom fram m.a. í fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Við gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar OR fyrir árin 2011-2013 var sýnt fram á hækkunarþörf félagsins sem átti að koma til framkvæmda á 2-3 árum. Lánardrottnar OR voru samþykkir þessari aðferð við að staðfesta og mæta hækkunarþörf á miðlum OR. Ástæðan fyrir því að dreifa þessum hækkunum var til að draga úr álögum á almenning og fyrirtæki og koma í veg fyrir töluverða hækkun á vísitölu, sem aftur kæmi til hækkunar á húsnæðislánum almennings. Núverandi stjórn OR ákvað í október 2010 að mæta allri hækkunarþörf félagsins í einni aðgerð í stað þess að dreifa henni. Þarna er um mun á aðferðarfræði að ræða frekar en að verið sé að „bjarga Orkuveitunni" með svo róttækum hækkunum. Engar nýjar skuldbindingar Í lok árs 2009 vann Reykjavíkurborg úttekt á lausafjárþörf OR í nánu samráði við stjórnendur OR. Það var ljóst frá hruni að árin 2011 og sérstaklega 2013 yrðu OR erfitt vegna mikilla afborgana. Niðurstaðan var að Reykjavíkurborg tæki frá allt að 12 milljarða af fé Reykjavíkurborgar til að eiga upp á að hlaupa fengist ekki lán eða breytingar á gjalddögum OR. Landsvirkjun fékk 25 milljarða yfirdráttarlán hjá SÍ, vegna mögulegs lausafjárvanda. Skýrsla úttektarnefndar staðfestir að eftir hrunið voru ekki samþykktar neinar nýjar skuldbindingar á félagið. Farið var í miklar aðhaldsaðgerðir í rekstri sem skiluðu sér í lækkun rekstrarkostnaðar um rúman 1 milljarð. Allar kennitölur í rekstri voru bættar verulega á árinu 2010 og voru í samræmi við fjárhagsáætlun samþykkta á árinu 2009. Eigið fé OR styrktist, handbært fé frá rekstri jókst, langtímaskuldir lækkuðu, hagnaður var um 13,7 milljarðar 2010. Eignir OR voru rúmir 286 milljarðar. Það var því rangt að segja að OR væri komið á hausinn, eins og núverandi borgarstjóri lýsti ástandinu, heldur var búið að leggja grunn og byrjað að vinna að viðsnúningi í rekstri OR. Vandi OR var fyrst og fremst lausafjárvandi sem mætt var með láni frá eiganda og hækkun á gjaldskrám. Gjaldskrárhækkanir gera það verkum að á árinu 2013 er gert ráð fyrir 20 milljörðum í handbæru fé frá rekstri og að skuldir verði um 200 milljarðar. Það tekur því um 10 ár að greiða upp allar skuldir. Það er því ljóst að OR stóð af sér hrunið. Mestöll verðmæti hlutabréfa í Kauphöllinni hurfu í október 2008. Eigendur þeirra fá ekkert til baka. Eigendur OR munu fá allt sitt til baka og munu áfram njóta kalda- og heitavatnsins, rafmagns, fráveitu og gagnaveitu. Úttektarskýrslan staðfestir að öflugt viðbragð við hruni lagði grunninn að vörninni um Orkuveitu Reykjavíkur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun