Almenningsþjónar FME verja kerfið Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 10. október viðurkenna tveir almenningsþjónar (e. public servants) hugsanleg mistök Fjármálaeftirlitsins við eftirlit á sölu verðtryggrðra húsnæðis-afleiða til almennings. Almenningsþjónarnir komast svo að orði: „Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna." Almenningsþjónarnir benda á að ýmsar stofnanir séu undanþegnar anda MiFID-reglnanna, en þeir segja: „MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta." Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Verðbréfafyrirtæki ósammála almenningsþjónunum Verðbréfafyrirtækið AREV kemst að þeirri niðurstöðu að verðtryggð lán séu afleiður og þ.a.l. mjög varhugaverð söluvara til almennings. Niðurstaðan: „T-afleiðan er flókinn og varhugaverður fjármálgerningur. Í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti (108/2007, 2. gr.) og reglugerð (995/2007, 35. gr.) er líklegt að fjármálafyrirtækjum sé óheimilt að skuldbinda almenna fjárfesta eða lántakendur með honum þar sem ósennilegt er að hann uppfylli skilyrðið um að vera tilhlýðanlegur (e. „suitable") fjármálagerningur fyrir slíka aðila. Jafnframt getur orkað tvímælis að skuldbinda fagfjárfesta með afleiðunni og er nauðsynlegt fyrir fjármálafyrirtæki að fara varlega sbr. sektir sem fjármálafyrirtæki í Bretlandi hafa verið að greiða að undanförnu vegna afleiða sem ekki hafa uppfyllt skilyrðið um tilhlýðanleika (sjá t.d. grein í Financial Times 29. júní sl. „Banks to repay SMEs for missold swaps"). Einu gildir hvort afleiðan er samofin lánasamningi eða ekki og má raunar færa fyrir því rök að í fyrra tilvikinu sé enn síður heimilt að skuldbinda lántakandann þar sem örðugra er fyrir hann að skilja eðli hennar við þær aðstæður." Endalaust rugl Ólögmæti verðtryggingarinnar gæti fallið í dómsmáli eins og gengistryggingin. Líkurnar á því hafa aukist eftir að bann við sölu á afleiðum til einstaklinga var lögfest. Ef það gerist er ríkið gjaldþrota. Viljum við taka þá áhættu? Það var oft talað um það áður, að verðbólgan hefði eyðilagt ákvarðanir í efnahagslífinu, gert rangar ákvarðanir að réttum fyrir þann sem í hlut átti þótt samfélagið tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslulánin gegna nú svipuðu hlutverki. Fólk er afsiðað varðandi fjárhagslega ábyrgð, því það hefur reynt á eigin skinni að höfuðstóll lána hækkar og hækkar þótt það borgi lánin. Fólk getur verið fast í misgengi vegna launa sem hélt ekki í við verðlagsþróun og skildi aldrei útreikningsaðferðina á lánum sínum sem verður aldrei annað en endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt of lengi lokað augunum fyrir því að núverandi kerfi felur í sér óásættanlega áhættu fyrir almenning af atburðum sem hann hefur ekkert yfir að segja. Almenningur hefur verið plataður út í skuldafen sem hann ræður ekkert við. Verðtryggð húnæðislán eru afleiður, því er ekki hægt að líkja þeim við hefðbundin evrópsk húsnæðislán á föstum eða breytilegum vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu miðvikudaginn 10. október viðurkenna tveir almenningsþjónar (e. public servants) hugsanleg mistök Fjármálaeftirlitsins við eftirlit á sölu verðtryggrðra húsnæðis-afleiða til almennings. Almenningsþjónarnir komast svo að orði: „Með hliðsjón af framangreindu telja greinarhöfundar að MiFID-tilskipunin og lög um verðbréfaviðskipti hafi ekki jafnvíðtækt gildissvið og haldið hefur verið fram í umræðunni. Því verður ekki séð að hefðbundin lánastarfsemi falli undir gildissvið tilskipunarinnar og laganna." Almenningsþjónarnir benda á að ýmsar stofnanir séu undanþegnar anda MiFID-reglnanna, en þeir segja: „MiFID-tilskipunin var innleidd í íslenskan rétt þann 1. nóvember 2007 með fyrrnefndum lögum um verðbréfaviðskipti. Gildissvið tilskipunarinnar nær til fjármálafyrirtækja sem heimild hafa til verðbréfaviðskipta (e. investment firms) og skipulegra verðbréfamarkaða. Gildissviðið nær því til dæmis ekki yfir starfsemi stofnana eins og Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða eða fjármálafyrirtækja sem ekki hafa heimild til verðbréfaviðskipta." Það er löngu kominn tími til fyrir stjórnsýsluna og fjármálastofnanir að virða íslensk lög, þau eru ekki til skrauts. Vanþekking og afneitun á lögum leysir engan undan ábyrgð. Verðbréfafyrirtæki ósammála almenningsþjónunum Verðbréfafyrirtækið AREV kemst að þeirri niðurstöðu að verðtryggð lán séu afleiður og þ.a.l. mjög varhugaverð söluvara til almennings. Niðurstaðan: „T-afleiðan er flókinn og varhugaverður fjármálgerningur. Í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti (108/2007, 2. gr.) og reglugerð (995/2007, 35. gr.) er líklegt að fjármálafyrirtækjum sé óheimilt að skuldbinda almenna fjárfesta eða lántakendur með honum þar sem ósennilegt er að hann uppfylli skilyrðið um að vera tilhlýðanlegur (e. „suitable") fjármálagerningur fyrir slíka aðila. Jafnframt getur orkað tvímælis að skuldbinda fagfjárfesta með afleiðunni og er nauðsynlegt fyrir fjármálafyrirtæki að fara varlega sbr. sektir sem fjármálafyrirtæki í Bretlandi hafa verið að greiða að undanförnu vegna afleiða sem ekki hafa uppfyllt skilyrðið um tilhlýðanleika (sjá t.d. grein í Financial Times 29. júní sl. „Banks to repay SMEs for missold swaps"). Einu gildir hvort afleiðan er samofin lánasamningi eða ekki og má raunar færa fyrir því rök að í fyrra tilvikinu sé enn síður heimilt að skuldbinda lántakandann þar sem örðugra er fyrir hann að skilja eðli hennar við þær aðstæður." Endalaust rugl Ólögmæti verðtryggingarinnar gæti fallið í dómsmáli eins og gengistryggingin. Líkurnar á því hafa aukist eftir að bann við sölu á afleiðum til einstaklinga var lögfest. Ef það gerist er ríkið gjaldþrota. Viljum við taka þá áhættu? Það var oft talað um það áður, að verðbólgan hefði eyðilagt ákvarðanir í efnahagslífinu, gert rangar ákvarðanir að réttum fyrir þann sem í hlut átti þótt samfélagið tapaði. Verðtryggðu jafngreiðslulánin gegna nú svipuðu hlutverki. Fólk er afsiðað varðandi fjárhagslega ábyrgð, því það hefur reynt á eigin skinni að höfuðstóll lána hækkar og hækkar þótt það borgi lánin. Fólk getur verið fast í misgengi vegna launa sem hélt ekki í við verðlagsþróun og skildi aldrei útreikningsaðferðina á lánum sínum sem verður aldrei annað en endalaust rugl. Stjórnvöld hafa allt of lengi lokað augunum fyrir því að núverandi kerfi felur í sér óásættanlega áhættu fyrir almenning af atburðum sem hann hefur ekkert yfir að segja. Almenningur hefur verið plataður út í skuldafen sem hann ræður ekkert við. Verðtryggð húnæðislán eru afleiður, því er ekki hægt að líkja þeim við hefðbundin evrópsk húsnæðislán á föstum eða breytilegum vöxtum.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun