Leiðréttum stökkbreytt lán Frosti Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun