Út úr vandanum! Bryndís Loftsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun