Út úr vandanum! Bryndís Loftsdóttir skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Ég tel brýnt að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn og vonast til þess að framboð mitt verði flokknum að gagni. Ég er lærður leikari frá ALRA í London en hef starfað við bóksölu í hart nær 20 ár og hef því nokkra reynslu af viðskiptaumhverfi hér á landi. Ég bý ásamt eiginmanni mínum og þremur börnum á Seltjarnarnesi. Uppbygging atvinnulífsÉg vil taka þátt í að byggja atvinnulífið hér upp að nýju. Markmið fyrirtækjareksturs er að skila arði þegar til langs tíma er litið og það er nákvæmlega það sem ég vil að öll fyrirtæki geri; lifi lengi og skili arði og geti þannig staðið í skilum og greitt starfsmönnum sínum góð laun. Óbeit vinstri manna á hugmyndinni um arðbæran rekstur hlýtur að mega rekja til þekkingarleysis þeirra á vinnumarkaðinum. Varla er það vilji þeirra að starfa hjá fyrirtæki sem rekið er á núlli og getur ekki þróast og staðið undir launahækkunum. Og ekki ætla ég þeim að vilja vinna hjá fyrirtæki sem rekið er með tapi og þarf stöðugt að segja upp starfsfólki. Fyrirtæki sem skila hagnaði eiga að geta tilkynnt það með stolti og uppskorið aðdáun hjá þjóðinni. Ég vil sjá nýtingu auðlinda landsins. Það er brýnt að halda áfram með virkjunarframkvæmdir samkvæmt upprunalegu rammaáætluninni. Óbeisluð orka gefur okkur ekkert í aðra hönd og það er glapræði að tefja fyrir frekari framkvæmdum í þeim geira. SkattheimtaÉg vil taka þátt í að móta framtíðarstefnu í skattamálum og einfalda skattaumhverfið. Á þessu kjörtímabili hefur ríkisstjórninni tekist að rækta upp myndarlegan skattafrumskóg. Svo kröftuglega hefur verið unnið að gerð nýrra skatta og breytinga á eldri sköttum að erfitt er orðið að gera sér grein fyrir fjölda þeirra. Auk þess að flækja rekstrarumhverfi fyrirtækja með þessum hætti þá er þeim jafnframt gert ómögulegt að gera raunhæfar áætlanir til framtíðarinnar því stöðugt er verið að kynna til leiks nýja möguleika á skattheimtu. Auðlegðarskattur (eignaskattur) var endurvakinn af núverandi ríkisstjórn og bundinn í lög til 2014. Þar er enginn greinarmunur gerður á því hvort eignin skili tekjum eða ekki. Auk þess var gengið þannig frá hnútunum að skattleysis-eignarmörkin fara lækkandi til 2014 og skattprósentan hækkandi. Þetta kemur sér illa fyrir þann hóp sem hefur lágar tekjur en á miklar eignir bundnar t.d. í húseign sinni eins og margir eldri borgarar. Hækkandi fasteignagjöld hafa nú þegar aukið álögur þessa hóps umtalsvert samtímis því að greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum hafa verið skertar. Öryggi, menntun og heilsaÉg tel að samræma þurfi lagaheimildir og starfsumhverfi lögreglunnar til jafns við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Forvarnir mega ekki sitja á hakanum því betra er heilt en gróið. Ég vil sporna gegn brottfalli nemenda á framhaldsskólastigi og tel styttingu náms fyrir háskólastig æskilega. Einnig þarf að einfalda flutning nemenda af grunnskólastigi yfir á framhaldsskólastig. Nemendur með háar einkunnir komast í þá framhaldsskóla sem þeir óska en aðrir upplifa höfnun og streitu við að reyna að finna skóla sem tekur við þeim. Þetta er sá hópur nemenda sem mest þarf á hvatningu til náms að halda en verður verst úti í þessum skólaskiptum. Ég vil að tekið verði á brotalömum í heilbrigðiskerfinu. Ganga þarf frá samningi við tannlækna vegna tannviðgerða barna, stytta biðlista Greiningarstöðvar og BUGL og tryggja gott starfsumhverfi fyrir lækna og hjúkrunarfólk. Að lokum vil ég nefna að ég er ekki hlynnt inngöngu í Evrópusambandið á meðan ekki er ljóst hvert stefnir þar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun