Nashyrningar í krossaprófi Pawel Bartoszek skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í spurningaspili sem ég spilaði sem krakki kom eftirfarandi spurning ítrekað upp úr bunkanum: „Hvort sjá nashyrningar eða heyra betur?” Ég mundi aldrei hvort svarið var og giskaði alltaf rangt. Það tók mig heila menntagöngu að komast að þeirri (hrokafullu) niðurstöðu að það væri spurningin sem væri vitlaus en ekki ég. Ég meina, hver ber saman heyrn og sjón? Dagleg umræða er full af nashyrningum sem heyra betur en þeir sjá. „Standa sig betur í stærðfræði en íslensku“ var fyrirsögn á frétt í vikunni. Þar var fjallað um árangur nemenda í samræmdum prófum. Meðaleinkunnir 7. bekkinga í stærðfræði voru víst orðnar hærri en meðaleinkunnir þeirra í íslensku. Sjöundubekkingar reikna því betur en þeir lesa, eða hvað? Það virðist snúið að bera saman þekkingu í íslensku og stærðfræði. Að gera það með því að líta á meðaleinkunnir í prófum er líklegast hæpið. Það er auðvelt að gera próf sem allir falla á. Það er líka hægt að gera próf sem flestir fá hátt í. Að meðaleinkunn í einu fagi sé alltaf hærri en í öðru getur sagt margt, til dæmis að kröfurnar séu ekki sambærilegar eða prófin í öðru faginu of létt. En það segir ekki endilega að fólk sé „betra í öðru en hinu“. Aftur til dýraríkisinsKannski er hægt að bera saman sjón tveggja dýra. En hvernig á að bera saman tvö ólík skilningarvit? Í nashyrningaspurningunni hér að ofan var væntanlega átt við „nashyrninga miðað við fólk“. Nashyrningar virðast sjá mun verr en fólk en heyra hins vegar vel. Í Trivial Pursuit þeirra nashyrninga væri spurningunni „Hvort sér mannfólk eða heyrir betur?“ þannig svarað með „fólk heyrir verr en það sér“. Í spurningaspilum annarra dýrategunda gæti þessu verið öfugt farið. Hér er ekki verið að halda því fram að það sé alltaf tilgangslaust að „bera saman þekkingu“ því að í raun sé „allt afstætt“. Þótt það sé vissulega snúnara að bera saman enskukunnáttu tveggja einstaklinga en að bera saman þyngd þeirra, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki lært neitt á því (eða grætt neitt á því) að reyna það. Með því að líta á alþjóðlegar kannanir eins og PISA má jafnvel færa rök fyrir fullyrðingum á borð við „íslenskir grunnskólanemendur standa sig betur í lesskilningi en í raunvísindum samanborið við grunnskólanemendur annarra landa“. Slík niðurstaða getur verið mjög gagnleg. En ekkert af þessu er samt eins og að mæla þyngd, hæð eða líkamshita. Einkunnir eru alltaf háðar mati, þótt menn kunni að nota tugakerfi til að tákna þær. Dregið frá fyrir viðleitniÍ sumum krossaprófum eru dregin frá stig fyrir röng svör. Sú hugmyndafræði er stundum útskýrð á þann hátt að ef það væri ekki gert myndi api að jafnaði fá meira en núll í slíku prófi. En hvað með það? Sá sem giskar handahófskennt á svör í 4-krossa fjölvalsprófi fær að meðaltali 2,5 – og fellur. Hvert er vandamálið? Krossapróf eru ekki spilakassar og stig í þeim eru ekki eins og peningar. Gróðinn af prófstigum er ekki „línulegur“; smávægileg breyting á einkunn (t.d. úr 5,0 í 4,5) getur haft mikil áhrif á líf nemenda. Segjum nú að einhver svari helmingi spurninga á krossaprófi og sé handviss um að þau svör séu rétt. Á sú manneskja að halda áfram ef hún er ekki jafnviss um restina? Ef hún svarar nokkrum spurningum rangt á hún á hættu á að falla. Fall í námskeiði getur þýtt margvíslegt tjón, m.a. fjárhagslegt. Refsingin getur því verið mun meiri en þetta eina stig sem dregið er frá fyrir viðleitni. Refsistig fyrir ranga krossa bæta við ónauðsynlegri leikjafræði inn í próftökuna, þau draga úr hvata nemenda til að gera sitt besta og þau refsa hinum áhættufælnu. Ég held að það væri betra ef menn hættu alfarið að draga frá fyrir röng svör. Kennarar sem vilja koma í veg fyrir að apar komist á blað í bóklegum prófum gætu þurft að nota aðrar aðferðir við námsmat.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun