Verum góðar fyrirmyndir og vöndum okkur í samskiptum Nanna Kristín Christiansen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að til þess að takast á við einelti og annað ofbeldi í skólum þarf að horfa á samskipti í víðu samhengi. Með réttum viðhorfum hinna fullorðnu og með því að kenna börnum að eiga samskipti sem einkennast af lýðræðislegum gildum er hægt að byggja upp menningu þar sem einelti er hafnað og börn búa við öryggi. Í tilefni dags gegn einelti þann 8. nóvember leggur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ásamt verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti, samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta, því sérstaka áherslu á mikilvægi góðra samskipta. Flestir eru væntanlega sammála um að fáir eiginleikar séu eftirsóknarverðari en einmitt sá hæfileiki að geta átt góð samskipti við annað fólk. Þetta má m.a. sjá í fjölmörgum atvinnuauglýsingum þar sem tekið er fram að góðir samskiptahæfileikar séu skilyrði fyrir ráðningu í starfið. Pestalozzi-stofnunin, sem framfylgir menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis, leggur megináherslu á að hvetja skóla til að auka skipulega nám í samskiptum þar sem nemendur tileinka sér lýðræðisleg gildi. Þannig læra þeir að hlusta á ólík sjónarmið, að leysa ágreining, sýna samkennd, taka ábyrgð og bera virðingu fyrir skólasystkinum sínum, hvernig sem þau eru. Nám í samskiptum þarf að samþætta öllu námi og starfi barnanna og vefa inn í allt skóla- og frístundastarf en má ekki einskorða við afmarkaðar kennslustundir. Áherslur Pestalozzi eru í góðu samræmi við grunnþætti menntunar í leik-, grunn- og framhaldsskólunum, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi og jafnrétti. Það sama á við um niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem sænsk skólayfirvöld, Skolverket, unnu í samstarfi við þrjá þarlenda háskóla. Í niðurstöðum hennar kemur m.a. fram að þar sem minnst einelti mælist í skólum ríkir góður skólabragur, áhersla er á samvinnu, skapandi starf, samkennd og traust. Í þeim skólum er einnig markvisst unnið með grunngildi samskipta meðal starfsmanna og nemenda. Auk þess er unnið skipulega í eineltismálum, aðferðir eru þaulhugsaðar og ábyrgð allra er skýr. Nýlegar rannsóknir á einelti sem gerðar voru í Danmörku benda einnig til þess að fremur ætti að líta á einelti sem félagslegt fyrirbæri en vandamál einstaklinga. Með þessu er átt við að einelti sé hluti neikvæðs samskiptamynsturs sem nær að festa rætur og því þarf að skoða einelti í víðara félagslegu samhengi en oft hefur verið gert. Það voru hvorki börn né skólinn sem fundu upp einelti frekar en annað ofbeldi þó svo stundum mætti ætla annað af almennri umræðu. Það þarf ekki annað en að líta til þess hvernig vandamál eru leyst í kvikmyndum sem börn horfa á eða hvernig fólk tekst stundum á við ágreining í fjölmiðlum, þ.m.t. á netinu. Ekki er heldur víst að öll börn alist upp við að bera virðingu fyrir fólki óháð uppruna þess, skoðunum, útliti eða framkomu. Það er því ekki tilviljun að slagorð þátttakenda í Pestalozzi-áætluninni um skóla án ofbeldis er Convivencia starts with me and ends with we sem má e.t.v. útleggja: „Ef ég kýs að lifa í vinsamlegu samfélagi þarf ég að byrja á því að líta í eigin barm“. Við eigum að sjálfsögðu að gera kröfur um að aðrir virði rétt okkar, barna okkar og nemenda um líf án ofbeldis en við megum heldur ekki gleyma að ígrunda eigin viðhorf og ábyrgð og hvernig við kennum börnum okkar og nemendum að vera þátttakendur í samfélagi án ofbeldis. Í tilefni dags gegn einelti þann 8. nóvember hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkur útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efla færni þeirra í samskiptum. Verkefnabankinn verður vistaður á heimasíðu skóla- og frístundasviðs www.skolarogfristund.is 1.- 15. nóvember nk. en verður eftir það á innri vef skóla- og frístundasviðs á vefsvæði verkefnisins Vinsamlegt samfélag. Í tengslum við daginn eru einnig allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni, www.gegneinelti.is. Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Reynslan og rannsóknir hafa sýnt að til þess að takast á við einelti og annað ofbeldi í skólum þarf að horfa á samskipti í víðu samhengi. Með réttum viðhorfum hinna fullorðnu og með því að kenna börnum að eiga samskipti sem einkennast af lýðræðislegum gildum er hægt að byggja upp menningu þar sem einelti er hafnað og börn búa við öryggi. Í tilefni dags gegn einelti þann 8. nóvember leggur skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ásamt verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti, samstarfsverkefni þriggja ráðuneyta, því sérstaka áherslu á mikilvægi góðra samskipta. Flestir eru væntanlega sammála um að fáir eiginleikar séu eftirsóknarverðari en einmitt sá hæfileiki að geta átt góð samskipti við annað fólk. Þetta má m.a. sjá í fjölmörgum atvinnuauglýsingum þar sem tekið er fram að góðir samskiptahæfileikar séu skilyrði fyrir ráðningu í starfið. Pestalozzi-stofnunin, sem framfylgir menntastefnu Evrópuráðsins um skóla án ofbeldis, leggur megináherslu á að hvetja skóla til að auka skipulega nám í samskiptum þar sem nemendur tileinka sér lýðræðisleg gildi. Þannig læra þeir að hlusta á ólík sjónarmið, að leysa ágreining, sýna samkennd, taka ábyrgð og bera virðingu fyrir skólasystkinum sínum, hvernig sem þau eru. Nám í samskiptum þarf að samþætta öllu námi og starfi barnanna og vefa inn í allt skóla- og frístundastarf en má ekki einskorða við afmarkaðar kennslustundir. Áherslur Pestalozzi eru í góðu samræmi við grunnþætti menntunar í leik-, grunn- og framhaldsskólunum, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi og jafnrétti. Það sama á við um niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem sænsk skólayfirvöld, Skolverket, unnu í samstarfi við þrjá þarlenda háskóla. Í niðurstöðum hennar kemur m.a. fram að þar sem minnst einelti mælist í skólum ríkir góður skólabragur, áhersla er á samvinnu, skapandi starf, samkennd og traust. Í þeim skólum er einnig markvisst unnið með grunngildi samskipta meðal starfsmanna og nemenda. Auk þess er unnið skipulega í eineltismálum, aðferðir eru þaulhugsaðar og ábyrgð allra er skýr. Nýlegar rannsóknir á einelti sem gerðar voru í Danmörku benda einnig til þess að fremur ætti að líta á einelti sem félagslegt fyrirbæri en vandamál einstaklinga. Með þessu er átt við að einelti sé hluti neikvæðs samskiptamynsturs sem nær að festa rætur og því þarf að skoða einelti í víðara félagslegu samhengi en oft hefur verið gert. Það voru hvorki börn né skólinn sem fundu upp einelti frekar en annað ofbeldi þó svo stundum mætti ætla annað af almennri umræðu. Það þarf ekki annað en að líta til þess hvernig vandamál eru leyst í kvikmyndum sem börn horfa á eða hvernig fólk tekst stundum á við ágreining í fjölmiðlum, þ.m.t. á netinu. Ekki er heldur víst að öll börn alist upp við að bera virðingu fyrir fólki óháð uppruna þess, skoðunum, útliti eða framkomu. Það er því ekki tilviljun að slagorð þátttakenda í Pestalozzi-áætluninni um skóla án ofbeldis er Convivencia starts with me and ends with we sem má e.t.v. útleggja: „Ef ég kýs að lifa í vinsamlegu samfélagi þarf ég að byrja á því að líta í eigin barm“. Við eigum að sjálfsögðu að gera kröfur um að aðrir virði rétt okkar, barna okkar og nemenda um líf án ofbeldis en við megum heldur ekki gleyma að ígrunda eigin viðhorf og ábyrgð og hvernig við kennum börnum okkar og nemendum að vera þátttakendur í samfélagi án ofbeldis. Í tilefni dags gegn einelti þann 8. nóvember hefur skóla- og frístundasvið Reykjavíkur útbúið sérstakan verkefnabanka með tillögum sem kennarar og frístundaráðgjafar geta nýtt í vinnu með börnum til að efla færni þeirra í samskiptum. Verkefnabankinn verður vistaður á heimasíðu skóla- og frístundasviðs www.skolarogfristund.is 1.- 15. nóvember nk. en verður eftir það á innri vef skóla- og frístundasviðs á vefsvæði verkefnisins Vinsamlegt samfélag. Í tengslum við daginn eru einnig allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni, www.gegneinelti.is. Með undirritun sinni skuldbindur fólk sig til að vinna gegn einelti og markmiðið er að fá sem allra flesta til að skrifa undir sáttmálann.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun