Stefnuleysi og glundroði Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Utanríkisstefna Íslands frá brotthvarfi Bandaríkjahers 2006 hefur einkennst af hálfgerðu stefnuleysi. Ísland hefur ekki getað markað með festu skýra utanríkisstefnu með markmið til langs tíma og situr þjóðin uppi með óvissu í þessum mikilvæga málaflokki. Það virðist sem einhver hluti þjóðarinnar telji að ESB-aðild sé lausn á þessu sviði. Þó stendur eftir að skapa markvissan grundvöll fyrir utanríkisstefnu landsins og það þarf að gera óháð ESB-aðildarviðræðunum ekki bara vegna þeirrar gríðarlegu andstöðu sem ríkir gegn áframhaldandi viðræðum, heldur einnig vegna þess að það er með engum hætti gefið að Ísland gerist aðili að sambandinu í framtíðinni.Engin rökhugsun Það verður að teljast áberandi með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að nálgast ýmis málefni fyrir hönd þjóðarinnar. Það er ekki mótuð stefna af yfirvegun heldur er utanríkisstefna landsins rekin frá degi til dags og nánast ekkert samhengi í afstöðu stjórnvalda í veigamiklum málum. Við eitt borð sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um aðild að sambandinu og þar fara íslensk stjórnvöld fram á að söguleg veiðireynsla sé viðurkennd og þar af leiðandi skulu Íslendingar einir fá að nýta staðbundna stofna við Íslandsstrendur. Á öðru borði sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um makrílveiðar, en þar neita íslenskir samningamenn að viðurkenna sögulega veiðireynslu sem grundvallaratriði í gerð þeirra samninga. Enda mundi það þýða að okkur Íslendingum yrði óheimilt að veiða makríl innan okkar eigin lögsögu. Þetta fyrrnefnda dæmi sýnir hvers konar rökleysi virðist ríkja innan núgildandi utanríkisstefnu. Augljóslega sendir þetta út óæskileg skilaboð til annarra þjóða og alþjóðastofnana.Öryggismál í óvissu Það hefur verið einkennilegt að margir þeirra sem hafa talað fyrir aðild Íslands að ESB hafa talið að aðildinni fylgi einhvers konar hernaðarlegt öryggi. Hins vegar byggir varnarsamstarf ESB-ríkja fyrst og fremst á Petersberg aðgerðum sem voru skilgreindar 1992 í Bonn í Þýskalandi. Slíkar aðgerðir takmarkast, enn sem komið er, við svokallað mjúkt öryggi, sem sagt friðargæslu og viðbrögð við hamförum, en ná ekki til ytri þátta sem krefjast almenns hernaðarlegs öryggis. Undirstaða hernaðarlegs öryggis flestra ESB ríkja er fyrst og fremst NATO. En á því sviði hefur okkur Íslendingum ekki tekist með skilvirkum hætti að rækta samband okkar við meðal annars Bandaríkin. Til viðbótar hefur verið algjört stefnuleysi hvað varðar hvert við viljum fara með Norðurlandasamstarfið í framtíðinni.Framtíðin Framtíð okkar á alþjóðavegu og öryggi þjóðarinnar verður að byggja á markvissri stefnu til fleiri ára, þar sem við skilgreinum skýrt hver markmið okkar eru. Það er ekki hægt fyrir smáþjóð að láta utanríkismálin einkennast af óvissu og stefnuleysi, hvað þá korter fyrir kosningar að þykjast ætla að taka að okkur einhvers konar leiðtogahlutverk í sambandi við deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það verður einnig að tryggja öryggi landsins í sambandi við þá þróun sem kann að eiga sér stað í framtíðinni fyrir fram, til að mynda auknar skipasiglingar eða nýtingu auðlinda á norðurslóð. Það þýðir ekki að í sífellu bregðast við eftir að hlutirnir gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Utanríkisstefna Íslands frá brotthvarfi Bandaríkjahers 2006 hefur einkennst af hálfgerðu stefnuleysi. Ísland hefur ekki getað markað með festu skýra utanríkisstefnu með markmið til langs tíma og situr þjóðin uppi með óvissu í þessum mikilvæga málaflokki. Það virðist sem einhver hluti þjóðarinnar telji að ESB-aðild sé lausn á þessu sviði. Þó stendur eftir að skapa markvissan grundvöll fyrir utanríkisstefnu landsins og það þarf að gera óháð ESB-aðildarviðræðunum ekki bara vegna þeirrar gríðarlegu andstöðu sem ríkir gegn áframhaldandi viðræðum, heldur einnig vegna þess að það er með engum hætti gefið að Ísland gerist aðili að sambandinu í framtíðinni.Engin rökhugsun Það verður að teljast áberandi með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að nálgast ýmis málefni fyrir hönd þjóðarinnar. Það er ekki mótuð stefna af yfirvegun heldur er utanríkisstefna landsins rekin frá degi til dags og nánast ekkert samhengi í afstöðu stjórnvalda í veigamiklum málum. Við eitt borð sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um aðild að sambandinu og þar fara íslensk stjórnvöld fram á að söguleg veiðireynsla sé viðurkennd og þar af leiðandi skulu Íslendingar einir fá að nýta staðbundna stofna við Íslandsstrendur. Á öðru borði sitja samningamenn Íslands og ESB og eru að semja um makrílveiðar, en þar neita íslenskir samningamenn að viðurkenna sögulega veiðireynslu sem grundvallaratriði í gerð þeirra samninga. Enda mundi það þýða að okkur Íslendingum yrði óheimilt að veiða makríl innan okkar eigin lögsögu. Þetta fyrrnefnda dæmi sýnir hvers konar rökleysi virðist ríkja innan núgildandi utanríkisstefnu. Augljóslega sendir þetta út óæskileg skilaboð til annarra þjóða og alþjóðastofnana.Öryggismál í óvissu Það hefur verið einkennilegt að margir þeirra sem hafa talað fyrir aðild Íslands að ESB hafa talið að aðildinni fylgi einhvers konar hernaðarlegt öryggi. Hins vegar byggir varnarsamstarf ESB-ríkja fyrst og fremst á Petersberg aðgerðum sem voru skilgreindar 1992 í Bonn í Þýskalandi. Slíkar aðgerðir takmarkast, enn sem komið er, við svokallað mjúkt öryggi, sem sagt friðargæslu og viðbrögð við hamförum, en ná ekki til ytri þátta sem krefjast almenns hernaðarlegs öryggis. Undirstaða hernaðarlegs öryggis flestra ESB ríkja er fyrst og fremst NATO. En á því sviði hefur okkur Íslendingum ekki tekist með skilvirkum hætti að rækta samband okkar við meðal annars Bandaríkin. Til viðbótar hefur verið algjört stefnuleysi hvað varðar hvert við viljum fara með Norðurlandasamstarfið í framtíðinni.Framtíðin Framtíð okkar á alþjóðavegu og öryggi þjóðarinnar verður að byggja á markvissri stefnu til fleiri ára, þar sem við skilgreinum skýrt hver markmið okkar eru. Það er ekki hægt fyrir smáþjóð að láta utanríkismálin einkennast af óvissu og stefnuleysi, hvað þá korter fyrir kosningar að þykjast ætla að taka að okkur einhvers konar leiðtogahlutverk í sambandi við deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Það verður einnig að tryggja öryggi landsins í sambandi við þá þróun sem kann að eiga sér stað í framtíðinni fyrir fram, til að mynda auknar skipasiglingar eða nýtingu auðlinda á norðurslóð. Það þýðir ekki að í sífellu bregðast við eftir að hlutirnir gerast.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun