Sykurhamfarir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Borgarstjóri New York-borgar hefur í nógu að snúast. Dag og nótt leitar hann lausna fyrir þá sem hafa misst heimili sín eða eru án rafmagns eftir storminn Sandy. Eyðileggingin er mikil og áríðandi að allir leggist á eitt við að byggja upp. En það liggja fleiri erfið mál á borgarstjóranum sem eru ekki eins áríðandi en ekki síður mikilvæg. Íbúar borgarinnar, líkt og á öðrum vestrænum slóðum, hafa nefnilega fitnað úr hófi fram og enginn sér fyrir endann á þeim fjölmörgu vandamálum sem offitan skapar. Margt bendir til þess að óhófleg sykurneysla sé mikilvægur orsakavaldur offitu, sérstaklega þegar kemur að börnum. Bloomberg borgarstjóri er meðvitaður um þetta og segir gosdrykki einn stærsta óvininn. Hann hefur nú þegar staðið fyrir birtingu á orkuinnihaldi á matseðlum og takmörkun á transfitusýru- og saltinnihaldi matvæla. Í mars 2013 verður innleitt nýtt bann þegar veitingastöðum í borginni verður óheimilt að selja gos og sæta drykki stærri en 500 ml. Börn sem mælast of þung eða of feit eru mjög líkleg til að verða of þung á fullorðinsaldri. Í Bandaríkjunum er talað um að 77% barna sem eru of feit verði of feit sem fullorðnir einstaklingar. Offita getur valdið alvarlegum sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki og krabbamein og aukið áhættu á þunglyndi, kvíða og félagslegum vandamálum. Vandamálið hefur fest sig í sessi og við sjáum beinan og óbeinan kostnað stóraukast og margir tala um offitufaraldur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sykur sé ávanabindandi. Sumir fullyrða að um svipaða fíkn sé að ræða og þá sem leiðir til áfengis- og vímuefnavanda. Flestum er ljóst að sykur, líkt og transfitusýrur, er vara sem í flestum tilfellum er komin langan veg frá því að vera náttúruleg. Saga sykurframleiðslu er í raun lyginni líkust. Okkar elstu íbúar muna eftir miklum skorti á sykri og einstökum viðburði ef hægt var að lauma kandísmola til barns. Kornsíróp leysti hefðbundinn sykur að miklu leyti af hólmi í kringum 1980 í matvæla- og gosframleiðslu en þetta sætuefni kostar einungis brot af því sem hefðbundinn sykur kostar. Það fer illa saman að sykur hafi svona slæm áhrif á líkama barna okkar, sé ávanabindandi og kosti nánast ekki neitt. Einfaldar lausnir eins og að segja fólki að borða minna eða að hætta að borða ákveðnar matartegundir hafa ekki virkað vel. Hellt hefur verið yfir okkur skilaboðum um að t.d. brauðát, fitumagn, transfitusýrur eða okkar eigin gen séu vandinn. Það sem er hins vegar bölvanlegt er að nú snýst þetta ekki um okkur fullorðna fólkið, okkur sem getum ákveðið að gera eitthvað í málinu. Þetta snýst um börnin og hvort þau haldi áfram að fitna eða ekki. Boð og bönn frá hinu opinbera geta verið óþolandi og ákvörðun Bloombergs er óvinsæl. Margar spurningar vakna þegar bönn eru sett. Hvers vegna má kaupa lítra af ís en ekki lítra af gosi? Hvernig ætla þeir að fylgja þessu eftir? Er yfir höfuð raunhæft að setja löggjöf um sykurneyslu? Hverjum og einum ber að taka ábyrgð á heilsu sinni og sinna nánustu. En er það að gerast? Eru íslensk börn hætt að fitna í kjölfar þeirrar umræðu sem sannarlega hefur farið fram af hendi fagfólks? Þurfa stjórnmálamenn ekki að hefjast handa? Íslensk börn eru með þeim þyngstu í Evrópu. Þau borða mestan sykur barna á Norðurlöndum og er talið að íslenskt leikskólabarn innbyrði að meðaltali um 50 gr. af sykri á dag. Vísindin segja okkur að þetta geti skapað gífurleg vandamál til framtíðar. Einhvers staðar þarf að byrja og umræðan er tilviljanakennd. Stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, er ekki einu sinni með þetta stóra vandamál til umræðu. Það er ekki nóg að byggja upp þjónustu fyrir þá sem þegar kljást við vandann, heldur þarf að koma í veg fyrir hann með forvörnum. Sveitarfélög eiga að vera í fararbroddi með virkri lýðheilsustefnu og markmiðum til að fylgja henni eftir sem tekur til margra þátta; menntakerfis, fjölskyldna, íþróttafélaga, heilsugæslu og vísindamanna. Sveitarfélög hafa beinan aðgang að fjölskyldum í gegnum skóla og heilsugæslu þar sem hægt er að veita stuðning og fræðslu með aðkomu heilbrigðisyfirvalda. Fjölskyldan getur tekið höndum saman um að minnka sykurát, verslunareigendur geta dregið stórlega úr nammibaramenningu, framleiðendur geta upplýst um sykurinnihald á vörum sínum. Fjársvelt skólahjúkrun verður að mæla þyngd oftar og veita foreldrum stuðning ef barn er of þungt. Heilsugæslan þarf að veita verðandi foreldrum fræðslu. Skólarnir eru lykillinn að börnum og foreldrum þeirra; gætum við til dæmis skipt út kökum og gosi á bekkjarsamkomum fyrir ávexti og vatn? Verum hugrökk og göngum í málið núna: annars endar þetta með boðum og bönnum eða enn meiri ósköpum.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun