Samstaða um að rjúfa vítahring Arnar Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2012 06:00 Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla McKinsey um leið Íslands til hagsældar er mikilvæg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi afhjúpar hún innbyggða veikleika í íslensku atvinnulífi og þann vítahring sem þeir mynda. Í öðru lagi leggur hún grunn að víðtækri samstöðu um vaxtarleið í atvinnumálum. Sú vaxtarleið gengur út á að brjóta upp fákeppni og auka framleiðni með því að opna landið fyrir samkeppni og fjárfestingum, og horfa til atvinnulífs framtíðarinnar með menntun og virkjun nýsköpunar og hugvits. Þegar litið er til síðustu áratuga hefur arður í atvinnulífi ekki síst myndast í skjóli aðstöðu og með krónuna sem viðskipta- og samkeppnishindrun. Við höfum horft upp á fákeppni í lykilþjónustu á borð við fjármálastarfsemi, flutninga og jafnvel smásölumarkað. Úthlutað var aðstöðu til að innheimta auðlindarentu, þ.e. umframarðinn sem sérleyfi til nýtingar sameiginlegra auðlinda skapa. Þessi staða breiðir ekki aðeins yfir litla framleiðni, felur sóun og viðheldur þeim vítahring sem McKinsey-skýrslan lýsir, heldur býður hagnaðarsókn í skjóli aðstöðu heim afar óheilbrigðum tengslum viðskiptalífs, stjórnmála og stjórnsýslu – eins og lesa má um í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um hrun fjármálakerfisins. Almannahagsmuni tryggjum við aðeins með almennum og gagnsæjum leikreglum sem gilda um alla, í raunverulegri og heilbrigðri samkeppni á markaði. Í aðstöðusóknarsamfélaginu verður áherslan hins vegar á það að þeir sem ráða fjármagni, fyrirtækjum og gegna lykilstöðum tilheyri „réttum“ hópi. Svo vitnað sé til virks þátttakanda í þessu valdatafli gamla Íslands er þetta hið „ógeðslega samfélag“ sem hrundi vegna innri veikleika haustið 2008. Verkefnið sem McKinsey-skýrslan birtir svo skýrt er að endurbyggja atvinnulíf framtíðar á öðrum og sterkari grunni en þeim sem brást svo illilega. Skýrslan dregur líka fram það ábyrgðarleysi sem í því fælist að loka nú þegar annarri af þeim tveimur leiðum sem taldar eru færar í ýtarlegri skýrslu Seðlabankans um framtíðarlausn í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar. Rétt er að láta af slíkum átökum og taka alvarlega meginábendinguna um nauðsyn þess að opna fyrir samkeppni og fjárfestingu. Við þurfum líka að ljúka við að skapa sanngjarnar leikreglur um úthlutun sérleyfa til nýtingar sameiginlegra auðlinda og gæða, og um skilaleiðir auðlindarentunnar til almennings. Að því frágengnu þurfa auðlindagreinarnar að búa við almenn og samkeppnishæf starfsskilyrði til að skila myndarlegum arði af því fjármagni sem þar er bundið. Við höfum öll tækifæri til að vinna af skynsemi og yfirvegun að því að rjúfa áratugagamlan vítahring og auka hagsæld á Íslandi. Um það á að geta myndast góð samstaða. Gætum þess að láta ekki vörn fyrir umframarð í skjóli aðstöðu og fákeppni trufla þá vinnu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar