Fleiri fréttir Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings? Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. 30.9.2010 06:00 Með húsvernd upp úr lægð Menningararfur þjóðarinnar getur haft miklu hlutverki að gegna í áætlunum um enduruppbyggingu samfélagsins. Minjavarsla í víðum skilningi snýst ekki aðeins um fortíðina heldur getur átt stóran hlut í endurreisn samfélagsins til framtíðar. Auðvelt er að sýna fram á að fjárfesting í menningararfinum er umhverfisvæn, sjálfbær og mælanlega árangursrík lausn á niðursveiflu. Endurbætur á eldri byggingum skapa hlutfallslega fleiri störf en nýbyggingar, sé miðað við kostnað, auk þess sem sögulegar byggingar liggja hjörtum íbúa nær en nýbyggingar og gefa góða staðarímynd. Fólki líður vel í sögulegu umhverfi. 30.9.2010 06:00 Af geðveiki og vangefni Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. 30.9.2010 06:00 Veistu muninn á venjulegri líkamsrækt og jóga? Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja stunda reglulega þjálfun og það getur oft verið erfitt að velja á milli margra góðra kosta. Flest okkar höfum við prófað ýmislegt og valið svo það sem hentar okkur best. Stundum finnum við eitthvað sem við höldum okkur við í lengri tíma og stundum viljum við skipta eða bæta við okkur og prófa eitthvað nýtt. Það er auðvitað mismunandi hvaða hreyfing okkur finnst skemmtileg og eins er mismunandi hvað hentar okkur á hverjum tíma. Stundum viljum við fjör og hraða hreyfingu og stundum viljum við rólegri æfingar samhliða því að auka styrk og liðleika og í leiðinni losa okkur við streitu. Við þurfum flest á því að halda að læra betur að njóta augnabliksins, gefa okkur tíma til að vera á stað og stund og draga þannig úr álagi og streitu. 30.9.2010 06:00 Málefnaleg afstaða Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokkslínum fremur en eigin sannfæringu. 30.9.2010 06:00 Ísland og þúsaldarmarkmiðin Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. 30.9.2010 06:00 Lausnir fyrir Iðnskólann Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. 29.9.2010 06:00 Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. 29.9.2010 06:00 Þrískipting valdsins Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. 29.9.2010 06:00 Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. 29.9.2010 06:00 Rök Bjarna Benediktssonar Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. 29.9.2010 06:00 Púslmynd af brjóstakrabbameini Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. 28.9.2010 06:00 10% mannréttindi, 90% forréttindi Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. 28.9.2010 06:00 Til hvers að sækja um aðild að ESB? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar Eftir hrunið í október 2008 stóðu íslendingar frammi fyrir geigvænlegum verkefnum. 28.9.2010 06:00 Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. 28.9.2010 06:00 Sjópróf á gullskipinu? Sverrir Björnsson skrifar Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi. 27.9.2010 06:00 Tollar á landbúnaðarvörur Jóhannes Gunnarsson skrifar Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. 27.9.2010 06:00 Ekki auðskilið eintak Gunnar Smári Egilsson skrifar Jóhanna Sigurðardóttir er undarlegt eintak og ekki auðskilið. Fyrsta verk hennar sem forsætisráðherra var að lýsa yfir að engin sála á Íslandi ætti að hafa hærri laun en hún. Hún gegndi mikilvægasta, ábyrgðarfyllsta og erfiðasta starfinu. Hún var númer eitt. 25.9.2010 11:53 Samgöngumiztök Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. 24.9.2010 06:00 Um baktjöld þagnar háskólamanna Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. 24.9.2010 06:00 Óréttlætið er líka óhagkvæmt Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þ 24.9.2010 06:00 Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. 24.9.2010 06:00 Ríkisstjórn áfölskum forsendum Ég hafði óbilandi trú á þessari ríkisstjórn þegar hún tók við völdum. „Mér blæðir það í augum sem Íslendingi" hvað aðgerðarleysi hennar í málefnum heimilanna hefur verið algjört. Þau komust til valda algjörlega á fölskum forsendum. Ég er svo yfir mig gáttaður á getuleysi þessarar ríkisstjórnar, slæm var stjórnin sem var fyrir en þessi stjórn er að slá öll met í verkleysi og vankunnáttu. 24.9.2010 06:00 Af atvinnusköpun og fjöldamorðum Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. 24.9.2010 06:00 Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). 24.9.2010 06:00 „Þegar eftirlitið vantar“ Lúðvíg Lárusson skrifar Kveikjan að greininni er vegna skýrslunnar um vistheimilin að Jaðri, Silungapolli og Reykjahlíð. Brynja, fréttakona Kastljóssins, ræddi við Rósu Ólöfu um dvöl hennar í Reykjahlíð og spurði hvernig hún telji stöðuna í dag. Rósa Ólöf svaraði að vegna fátæktar eru börn enn í dag látin axla ábyrgð langt umfram getu sína. Enn má spyrja hvort ofbeldi, kynferðislegt sem andlegt sé enn við lýði í dag. 24.9.2010 06:00 Nám kennara og börn með ADHD Ingibjörg Karlsdóttir skrifar Í námi kennara hérlendis er takmörkuð umfjöllun um ADHD (athyglisbrest og ofvirkni). Kennarar almennt hafa því við útskrift ekki nauðsynlega þekkingu á viðeigandi kennsluaðferðum sem skila árangri í vinnu með börnum með ADHD og skyldar raskanir. Umsjónarkennarar bera þó meginábyrgð á 23.9.2010 06:00 Nauðsynlegur orðhengilsháttur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? 23.9.2010 06:00 Meðferðarheimili og löggjöfin Vegna þess sem komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið um að eftirspurn eftir plássum á meðferðarheimilum væri minni en framboð og MST-meðferðarkerfið talið vera m.a. skýring á því, er nauðsynlegt að opna aðeins inn á þá umræðu hér. Til að byrja með er vert að benda á það að 23.9.2010 06:00 Laun varaborgarfulltrúa Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. 23.9.2010 06:00 Atvinnutækifærin sem bíða Við Íslendingar þurfum nú að ná sátt um atvinnuuppbyggingu og stuðla að varanlegum og fjölbreyttum störfum fyrir bæði það fólk sem misst hefur vinnuna en ekki síður það unga fólk sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á komandi árum. Það er affarasælast fyrir okkur að leggja kapp á að skapa störf og tekjur og brúa þannig bilið í ríkisfjármálum fremur en að sýna andvaraleysi í atvinnumálum og hækka skatta. Þetta eru engin ný sannindi en þau eiga vel við nú. 23.9.2010 06:00 Hræðsluáróður um ORF Líftækni Eiríkur Sigurðsson skrifar Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. 22.9.2010 06:00 Atvinnustefna og nýsköpun Örn D. Jónsson og Rögnvaldur Sæmundsson skrifar Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um atvinnustefnu í kjölfar hruns bankakerfisins. Flestir eru á því að stjórnvöld eigi að grípa til aðgerða til þess að forðast atvinnuleysi og flýta endurreisn. Reynslan sýnir að hvorugu markmiði er hægt að ná á árangursríkan hátt án nýsköpunar. 22.9.2010 06:00 Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. 22.9.2010 06:00 Skinhelgi kirkjunnar Reynir Harðarson skrifar Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum. Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð“. Þannig hljóðar hluti nýlegrar bloggfærslu Egils Helgasonar, sem hann kallar „Jól hjá 21.9.2010 06:00 Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, 21.9.2010 06:00 Orð öreigans Sverrir Hermannsson skrifar Hinn 20. nóvember 2007 átti fréttamaður Stöðvar 2, Sigmundur Ernir, viðtal við Finn fátæka Ingólfsson. 20.9.2010 06:00 Mannréttindi tryggð Eygló Harðardóttir skrifar Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. 20.9.2010 06:00 Er Facebook hættuleg? Þorbjörg Marinósdóttir skrifar Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. 20.9.2010 10:44 Alkemistinn Tryggvi Þór Herbertsson skrifar Það er rétt hjá Andra Snæ Magnasyni að það getur oft verið gagnlegt til að varpa ljósi á hlutina að tala um þá á útlensku. Prófið til dæmis að segja erlendum viðmælanda ykkar frá því að gnægð náttúruauðlinda sé slík á Íslandi (hlutfallslega) að landið sé eitt ríkasta land heims. Segið sama manni að við eigum við stórkostlega efnahagslega erfiðleika að stríða og það sé hópur fólks sem ekki vilji nýta þessar auðlindir til hagsbóta fyrir alla 18.9.2010 06:00 Ráðuneyti ekki lögð niður Ásmundur Einar Daðason skrifar Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. 18.9.2010 06:00 Ráðherrar og níumenningarnir Birna Gunnarsdóttir skrifar Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur 18.9.2010 06:00 Málaflokkur á tímamótum Guðbjartur Hannesson skrifar Töluverð umræða hefur orðið um þjónustu við fatlaða í kjölfar nýútkominnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um efnið. Sumir kalla skýrsluna áfellisdóm yfir skipulagi og framkvæmd þjónustunnar og draga jafnvel þá ályktun að ekki sé tímabært að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga. Þetta get ég ekki tekið undir. Þvert á móti eigum við að horfa fram á við og nýta uppbyggilega gagnrýni til góðra verka. 18.9.2010 06:00 Við lögðum til skýra leið Einar K. Guðfinnsson skrifar Niðurstaða fjölskipaðrar nefndar sem endurskoðaði fiskveiðilöggjöfina að beiðni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var mjög skýr og endurspeglaði almenna samstöðu fulltrúa sem komu úr öllum geirum sjávarútvegs og frá öllum þingflokkum. Hún byggðist á vandaðri 18.9.2010 06:00 Hinir eiga að sýna ábyrgð Jakobína Ingunn Ólafsdóttir og stjórnmálafræðingur skrifa 18.9.2010 11:07 Sjá næstu 50 greinar
Hvernig verður kosið til stjórnlagaþings? Stjórnlagaþing verður haldið síðla komandi vetrar. Því er ætlað að gera tillögur um endurbætur á stjórnarskránni og verða viss lokahnykkur á því uppgjörs- og umbótaferli sem hefur verið í gangi eftir hrunið. Stjórnlagaþingið verður að vísu aðeins ráðgefandi, Alþingi mun hafa lokaorðið. En þingið getur samt ráðið úrslitum ef þar verður vel unnið og breið samstaða næst. Framboð og kosning til þessa þings er því mikilvægur áfangi á lýðræðisferli okkar. 30.9.2010 06:00
Með húsvernd upp úr lægð Menningararfur þjóðarinnar getur haft miklu hlutverki að gegna í áætlunum um enduruppbyggingu samfélagsins. Minjavarsla í víðum skilningi snýst ekki aðeins um fortíðina heldur getur átt stóran hlut í endurreisn samfélagsins til framtíðar. Auðvelt er að sýna fram á að fjárfesting í menningararfinum er umhverfisvæn, sjálfbær og mælanlega árangursrík lausn á niðursveiflu. Endurbætur á eldri byggingum skapa hlutfallslega fleiri störf en nýbyggingar, sé miðað við kostnað, auk þess sem sögulegar byggingar liggja hjörtum íbúa nær en nýbyggingar og gefa góða staðarímynd. Fólki líður vel í sögulegu umhverfi. 30.9.2010 06:00
Af geðveiki og vangefni Þú ert þroskaheftur segir ung vinkona mín stundum þegar hún gagnrýnir sjónarmið mín og er endurgoldið með vandlætingarsvip. Unglingar hafa undanfarin ár sagt um eitthvað sem er rosalega flott, töff og skemmtilegt að það sé geðveikt. Jafnvel er sagt að einhver sé geðveikur í merkingunni að viðkomandi sé frábær. Nú ber hátt umræðan um virkjanamál og stóriðju undir þeim formerkjum að virkjana- og stóriðjusinnar séu geðveikir, klikkaðir og jafnvel vangefnir. Hið merkilega er að umræðunni stýra ekki unglingar með takmarkaðan orðaforða og endalausa þörf fyrir magnþrungnari lýsingarorð heldur fullorðnir og vel menntaðir karlmenn. 30.9.2010 06:00
Veistu muninn á venjulegri líkamsrækt og jóga? Fjölmargt er í boði fyrir þá sem vilja stunda reglulega þjálfun og það getur oft verið erfitt að velja á milli margra góðra kosta. Flest okkar höfum við prófað ýmislegt og valið svo það sem hentar okkur best. Stundum finnum við eitthvað sem við höldum okkur við í lengri tíma og stundum viljum við skipta eða bæta við okkur og prófa eitthvað nýtt. Það er auðvitað mismunandi hvaða hreyfing okkur finnst skemmtileg og eins er mismunandi hvað hentar okkur á hverjum tíma. Stundum viljum við fjör og hraða hreyfingu og stundum viljum við rólegri æfingar samhliða því að auka styrk og liðleika og í leiðinni losa okkur við streitu. Við þurfum flest á því að halda að læra betur að njóta augnabliksins, gefa okkur tíma til að vera á stað og stund og draga þannig úr álagi og streitu. 30.9.2010 06:00
Málefnaleg afstaða Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokkslínum fremur en eigin sannfæringu. 30.9.2010 06:00
Ísland og þúsaldarmarkmiðin Eitt sinn töluðu menn um stjarnfræðilegar upphæðir í efnahagsmálum. Nú eru stjarnfræðingar farnir að tala um efnahagslegar tölur til að lýsa alheiminum. Vitna þá í hrunkostnað og margvíslegan stríðsrekstur. Stríðið í Írak búið að kosta þrjú þúsund milljarða dollara, og bankakreppan á Wall Street skammt undan, fyrir utan hruntölur víðar að. Afganistan ótalið. Öll þessi núll og aukastafir rugla jafnvel þá í ríminu sem glíma við sólkerfi og vetrarbrautir. Í þessu sambandi er ein tala mjög lítil: 20 milljarðar dollara. Hún er talan sem segir hve mikið vantar upp á að ríku löndin standi við loforð sín um þróunaraðstoð í ár. Lág tala á mælikvarða mannlegra mistaka, en myndi muna mikið um hana hjá fátæka fólkinu. Ekki síst hjá þeim litla milljarði manna sem lifir af 170 krónum á dag. 30.9.2010 06:00
Lausnir fyrir Iðnskólann Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. 29.9.2010 06:00
Fjármögnun Búðarhálsvirkjunar Landsvirkjun virðist ganga treglega að semja við erlenda banka um að fjármagna byggingu Búðarhálsvirkjunar. Það bendir til að erlendu bankarnir reyni að knýja fram óeðlilega háa vexti vegna meintrar slæmrar fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og þá líklega vegna vanda eigandans. Hins vegar er til miklu betri leið fyrir Íslendinga. 29.9.2010 06:00
Þrískipting valdsins Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. 29.9.2010 06:00
Árangur AGS-samstarfs Árni Páll Árnason skrifar Í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008 leituðu íslensk stjórnvöld til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um samstarf við efnahagslega endurreisn. Aðkoma AGS veitti efnahagsstefnu stjórnvalda alþjóðlegan trúverðugleika sem nauðsynlegur var til að bæta fyrir þann álitshnekki sem íslensk hagstjórn hafði orðið fyrir í hruninu. 29.9.2010 06:00
Rök Bjarna Benediktssonar Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. 29.9.2010 06:00
Púslmynd af brjóstakrabbameini Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar Á fimmtudaginn birtist rannsóknargrein í hinu virta læknatímariti New England Journal of Medicine um árangur hópleitar að brjóstakrabbameinum í Noregi. Samkvæmt niðurstöðum á hópleitin minni þátt í lækkun dánartíðni en áður hefur verið talið. 28.9.2010 06:00
10% mannréttindi, 90% forréttindi Deilan um úthlutun fiskveiðiauðlindarinnar hefur lengi verið afar snúin. Ekki vegna þess að málið sé flókið í eðli sínu, heldur vegna þess að það er viljandi flækt af hagsmunaaðilum og skósveinum þeirra. 28.9.2010 06:00
Til hvers að sækja um aðild að ESB? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar Eftir hrunið í október 2008 stóðu íslendingar frammi fyrir geigvænlegum verkefnum. 28.9.2010 06:00
Notkun á jarðgufu eingöngu til raforkuframleiðslu er rányrkja Það er merkilegt hvað lítið eða ekkert er rætt um þessa staðreynd. Ég dró fram úr tölvunni gamlan Lagnafréttapistil frá árinu 1992 þar sem ég kom inn á þetta mál og kveikjan að þeim pistli voru ummæli Jóhannesar Zoëga, fyrrum hitaveitustjóra, en undir hans forystu var Nesjavallavirkjun reist, einhver hagkvæmasta virkjun sem reist hefur verið hérlendis. 28.9.2010 06:00
Sjópróf á gullskipinu? Sverrir Björnsson skrifar Skútan sigldi í strand og nú eiga að fara fram sjópróf. Skipið var á farsælli siglingu á ládauðum sjó þegar nokkrir úr áhöfninni tóku að bora eftir gulli niðri í lest. Götin á botninum urðu of mörg og of stór, sjór flæddi um allt og eyðilagði að lokum mest af farminum og flest stjórntækin. Með naumindum tókst að sigla skipinu upp á sker og marar það nú þar í hálfu kafi. 27.9.2010 06:00
Tollar á landbúnaðarvörur Jóhannes Gunnarsson skrifar Háir tollar eru lagðir á flestar innfluttar landbúnaðarvörur og er það hluti af verndarstefnu íslenskra stjórnvalda. Þessi stefna skerðir valfrelsi neytenda og ekki verður séð að rök eins og matvælaöryggi réttlæti á nokkurn hátt himinháa tolla á vörum eins og ostum, m.a. ostategundum sem eru ekki framleiddar hér á landi. 27.9.2010 06:00
Ekki auðskilið eintak Gunnar Smári Egilsson skrifar Jóhanna Sigurðardóttir er undarlegt eintak og ekki auðskilið. Fyrsta verk hennar sem forsætisráðherra var að lýsa yfir að engin sála á Íslandi ætti að hafa hærri laun en hún. Hún gegndi mikilvægasta, ábyrgðarfyllsta og erfiðasta starfinu. Hún var númer eitt. 25.9.2010 11:53
Samgöngumiztök Í gegnum borgarkerfið mjakast, á hraða snigilsins, feitlaginn flóðhestur sem heitir Samgöngumiðstöð. Það veit eiginlega enginn hver kom með hann og fáir í borginni vilja hafa hann. Menn kunna samt ekki alveg að við að reka hann í sjóinn, eftir allan þennan tíma, en virðast ekki vita í hvern þeir eigi að hringja til að skila honum. 24.9.2010 06:00
Um baktjöld þagnar háskólamanna Ýmsir hafa undrast að sérfræðingar Háskóla Íslands vöruðu ekki fyrr og kröftuglegar við efnahagshruni. Háskólamönnum ber því nokkur skylda til að vitna um að ekki var allt háskóli sem sýndist þó lofsverðar framfarir hafi síðan orðið. 24.9.2010 06:00
Óréttlætið er líka óhagkvæmt Kvótakerfið í sjávarútvegi er óréttlátt. Framsalinu fylgir að fáir auðgast vel á annarra kostnað. Samþjöppun aflaheimilda dregur úr tekjum á einum stað og verðfellur eignir en bætir stöðuna á öðrum stað. Þ 24.9.2010 06:00
Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. 24.9.2010 06:00
Ríkisstjórn áfölskum forsendum Ég hafði óbilandi trú á þessari ríkisstjórn þegar hún tók við völdum. „Mér blæðir það í augum sem Íslendingi" hvað aðgerðarleysi hennar í málefnum heimilanna hefur verið algjört. Þau komust til valda algjörlega á fölskum forsendum. Ég er svo yfir mig gáttaður á getuleysi þessarar ríkisstjórnar, slæm var stjórnin sem var fyrir en þessi stjórn er að slá öll met í verkleysi og vankunnáttu. 24.9.2010 06:00
Af atvinnusköpun og fjöldamorðum Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. 24.9.2010 06:00
Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). 24.9.2010 06:00
„Þegar eftirlitið vantar“ Lúðvíg Lárusson skrifar Kveikjan að greininni er vegna skýrslunnar um vistheimilin að Jaðri, Silungapolli og Reykjahlíð. Brynja, fréttakona Kastljóssins, ræddi við Rósu Ólöfu um dvöl hennar í Reykjahlíð og spurði hvernig hún telji stöðuna í dag. Rósa Ólöf svaraði að vegna fátæktar eru börn enn í dag látin axla ábyrgð langt umfram getu sína. Enn má spyrja hvort ofbeldi, kynferðislegt sem andlegt sé enn við lýði í dag. 24.9.2010 06:00
Nám kennara og börn með ADHD Ingibjörg Karlsdóttir skrifar Í námi kennara hérlendis er takmörkuð umfjöllun um ADHD (athyglisbrest og ofvirkni). Kennarar almennt hafa því við útskrift ekki nauðsynlega þekkingu á viðeigandi kennsluaðferðum sem skila árangri í vinnu með börnum með ADHD og skyldar raskanir. Umsjónarkennarar bera þó meginábyrgð á 23.9.2010 06:00
Nauðsynlegur orðhengilsháttur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Fordómar, eða hvernig alið er á þeim, er sjaldnast þægilegt umræðuefni. Flest viljum við vinna bug á okkar fordómum. Fæst viljum við vera þátttakendur í að ala á þeim. Og að ala á þeim er oftast ekki með einbeittum vilja gert. Það er eðli gamalla ranghugmynda um ákveðna hópa að læða sér inn í tungumálið. Hver kannast ekki við að hafa gripið til orða sem hamra á úr sér gengnum hugmyndum um minnihlutahópa? 23.9.2010 06:00
Meðferðarheimili og löggjöfin Vegna þess sem komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið um að eftirspurn eftir plássum á meðferðarheimilum væri minni en framboð og MST-meðferðarkerfið talið vera m.a. skýring á því, er nauðsynlegt að opna aðeins inn á þá umræðu hér. Til að byrja með er vert að benda á það að 23.9.2010 06:00
Laun varaborgarfulltrúa Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. 23.9.2010 06:00
Atvinnutækifærin sem bíða Við Íslendingar þurfum nú að ná sátt um atvinnuuppbyggingu og stuðla að varanlegum og fjölbreyttum störfum fyrir bæði það fólk sem misst hefur vinnuna en ekki síður það unga fólk sem væntanlegt er á vinnumarkaðinn á komandi árum. Það er affarasælast fyrir okkur að leggja kapp á að skapa störf og tekjur og brúa þannig bilið í ríkisfjármálum fremur en að sýna andvaraleysi í atvinnumálum og hækka skatta. Þetta eru engin ný sannindi en þau eiga vel við nú. 23.9.2010 06:00
Hræðsluáróður um ORF Líftækni Eiríkur Sigurðsson skrifar Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. 22.9.2010 06:00
Atvinnustefna og nýsköpun Örn D. Jónsson og Rögnvaldur Sæmundsson skrifar Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um atvinnustefnu í kjölfar hruns bankakerfisins. Flestir eru á því að stjórnvöld eigi að grípa til aðgerða til þess að forðast atvinnuleysi og flýta endurreisn. Reynslan sýnir að hvorugu markmiði er hægt að ná á árangursríkan hátt án nýsköpunar. 22.9.2010 06:00
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. 22.9.2010 06:00
Skinhelgi kirkjunnar Reynir Harðarson skrifar Áhugamenn um trúleysi hljóta að fagna þessa dagana, og ekki bara vegna þess að þjóðkirkjan er í vandræðum. Út er komin í íslenskri þýðingu bókin The God Delusion eftir Richard Dawkins, eitt áhrifamesta rit síðustu ára, nefnist á íslensku Ranghugmyndin um guð“. Þannig hljóðar hluti nýlegrar bloggfærslu Egils Helgasonar, sem hann kallar „Jól hjá 21.9.2010 06:00
Alþingi niðurlægt Hjörtur Hjartarson skrifar Alþingismanni ber að taka afstöðu til þess hvort ákæra eigi einhvern þeirra fjögurra ráðherra sem skýrsla níumannanefndar tiltekur. Afstöðu sína getur þingmaður aðeins byggt á því hvort hann telji að einstakir ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög, þannig að meiri líkur en minni séu á að leiði til sakfellingar. Ekkert annað getur komið til álita í því sambandi, 21.9.2010 06:00
Orð öreigans Sverrir Hermannsson skrifar Hinn 20. nóvember 2007 átti fréttamaður Stöðvar 2, Sigmundur Ernir, viðtal við Finn fátæka Ingólfsson. 20.9.2010 06:00
Mannréttindi tryggð Eygló Harðardóttir skrifar Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. 20.9.2010 06:00
Er Facebook hættuleg? Þorbjörg Marinósdóttir skrifar Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. 20.9.2010 10:44
Alkemistinn Tryggvi Þór Herbertsson skrifar Það er rétt hjá Andra Snæ Magnasyni að það getur oft verið gagnlegt til að varpa ljósi á hlutina að tala um þá á útlensku. Prófið til dæmis að segja erlendum viðmælanda ykkar frá því að gnægð náttúruauðlinda sé slík á Íslandi (hlutfallslega) að landið sé eitt ríkasta land heims. Segið sama manni að við eigum við stórkostlega efnahagslega erfiðleika að stríða og það sé hópur fólks sem ekki vilji nýta þessar auðlindir til hagsbóta fyrir alla 18.9.2010 06:00
Ráðuneyti ekki lögð niður Ásmundur Einar Daðason skrifar Í síðustu viku voru afgreidd frá Alþingi lög um Stjórnarráð Íslands. Þar er lögð til sameining fjögurra ráðuneyta í tvö. Er hér átt við sameiningu dómsmála- og samgönguráðuneytis í innanríkisráðuneyti og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis í velferðarráðuneyti. 18.9.2010 06:00
Ráðherrar og níumenningarnir Birna Gunnarsdóttir skrifar Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri skýrslu þingmannanefndar, átti frumkvæði að sakamáli sem nú er rekið gegn níu manns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er yfirleitt vísað til þeirra sem "mótmælenda" og látið að því liggja að hin ákærðu séu einsleitur 18.9.2010 06:00
Málaflokkur á tímamótum Guðbjartur Hannesson skrifar Töluverð umræða hefur orðið um þjónustu við fatlaða í kjölfar nýútkominnar skýrslu Ríkisendurskoðunar um efnið. Sumir kalla skýrsluna áfellisdóm yfir skipulagi og framkvæmd þjónustunnar og draga jafnvel þá ályktun að ekki sé tímabært að flytja þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga. Þetta get ég ekki tekið undir. Þvert á móti eigum við að horfa fram á við og nýta uppbyggilega gagnrýni til góðra verka. 18.9.2010 06:00
Við lögðum til skýra leið Einar K. Guðfinnsson skrifar Niðurstaða fjölskipaðrar nefndar sem endurskoðaði fiskveiðilöggjöfina að beiðni sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var mjög skýr og endurspeglaði almenna samstöðu fulltrúa sem komu úr öllum geirum sjávarútvegs og frá öllum þingflokkum. Hún byggðist á vandaðri 18.9.2010 06:00
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun