Atvinnustefna og nýsköpun Örn D. Jónsson og Rögnvaldur Sæmundsson skrifar 22. september 2010 06:00 Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um atvinnustefnu í kjölfar hruns bankakerfisins. Flestir eru á því að stjórnvöld eigi að grípa til aðgerða til þess að forðast atvinnuleysi og flýta endurreisn. Reynslan sýnir að hvorugu markmiði er hægt að ná á árangursríkan hátt án nýsköpunar. Eftirfarandi er fyrsta greinin af þremur um tengsl atvinnustefnu og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Sú fyrsta fjallar um sjávarútveg, önnur um orkuframleiðslu og stóriðju, sú þriðja um tækifæri til nýsköpunar við núverandi aðstæður. Markmið okkar er að benda á þá þversögn sem felst í kröfum um að ganga enn lengra á takmarkaðar auðlindir landsins meðan tækifæri blasa við til alþjóðlegrar nýsköpunar. Kjarni málsins er að frekari auðlindanýting án nýsköpunar er óhagkvæm og hefur lítil varanleg áhrif á atvinnustig. Það sem verra er; hún vinnur gegn möguleikum okkar til að nýta önnur tækifæri. Auðlindir hafsins voru forsenda íslensks velferðarsamfélags Fiskveiðar og fiskvinnsla eru þær atvinnugreinar sem sköpuðu efnahagslegar forsendur fyrir íslensku velferðarsamfélagi. Með betri aðgangi að mörkuðum, útvíkkun landhelginnar, markvissum fjárfestingum og tækniframförum jókst verðmæti fiskútflutnings meira en þrjúhundraðfalt á árunum 1940-1975. Á áttunda áratugnum fór að bera á minnkandi stærð fiskistofna, sérstaklega botnfisks, til viðbótar við hefðbundnar sveiflur í veiðum. Til að takast á við það og jafna viðvarandi sveiflur sem einkenndu greinina og þar með atvinnulífið í heild var tekið upp fiskveiðistjórnunarkerfi með framseljanlegum veiðiheimildum.Rögnvaldur Sæmundsson, dósent við Háskólann í Reykjavík í frumkvöðlafræðum.Fiskveiðistjórnun hefur gengið betur hér en víðast hvar annars staðar. Á meðan fiskistofnar hafi hrunið víða um heim hefur staðvirt verðmæti íslenskra fiskafurða aðeins dregist saman um rúm 10% á tímabilinu 1979 til 2004. Skýringuna á þessum árangri má rekja til hagræðingar í rekstri fyrirtækjanna, bættri vörumeðferð og markvissara markaðsstarfi. Fiskveiðistjórnunarkerfinu fylgdu bæði fyrirséðar og ófyrirséðar breytingar. Eignasamþjöppun var óhjákvæmileg og var reyndar hluti þeirrar hagræðingar sem nýja kerfið bauð upp á. Öflugri fyrirtæki voru forsenda hagræðingar og þátttöku í hlutabréfamarkaði, en þar fékk greinin sem lengi hafði verið fjársvelt aðgang að fjármunum til rekstrar og vaxtar. Sett var hámark á kvótaeign einstakra fyrirtækja til þess að þessi þróun gengi ekki of langt. Þrátt fyrir það hefur eignasamþjöppunin orðið meiri en vænst var. Aðrar breytingar voru ekki eins fyrirséðar. Skuttogaravæðingin breyttist í frystitogaravæðingu sem síðar leiddi til aðskilnaðar veiða og staðbundinnar vinnslu með tilheyrandi byggðaröskun. Því minna sem fiskur er unninn þeim mun verðmætari er afurðin og flugfiskurinn og sjófrystar afurðir til uppþíðingar verða verðmætari en afurðir unnar í landi. Alþjóðleg nýsköpun í framleiðslu fiskvinnslutækja sem bættu nýtingu og vörumeðferð í sjávarútvegi, t.d. á vegum Marel og Sæplasts, reyndist almennt haldgóð í matvælaframleiðslu. Það opnaði möguleika sem voru miklu víðtækari en fyrir var séð, ekki einungis fyrir fyrirtækin sjálf heldur fyrir alþjóðlega nýsköpun á Íslandi. ... en aukin nýting skapar fá tækifæri til frekari verðmætasköpunar Í dag eru tæplega 5% starfa á vinnumarkaði tengd fiskveiðum og fiskvinnslu á meðan útflutningur sjávarafurða er 42% af heildarútflutningi. Þessar atvinnugreinar eru því enn þá mikilvæg uppspretta erlendra gjaldeyristekna en hafa lítil áhrif á atvinnustig þjóðarinnar. Þorskur, ýsa og aðrar botnfiskstegundir stóðu fyrir tveimur þriðju af útflutningsverðmætum sjávarfangs árið 2009 og eru því undirstaða þessara verðmæta. Vegna hættu á ofveiði er ekki skynsamlegt að ganga enn frekar á þessar tegundir og frekari landvinnsla með lögboði er ólíkleg til að auka verðmæti þeirra. Niðurstaðan er þá sú að sjávarútvegur heldur sínu mikilvægi í þjóðarbúskapnum en fá tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar með meiri veiði eða frekari landvinnslu. Hins vegar má með markvissri vöruþróun, útsjónarsemi og vöruvöndun auka verðmætasköpun enn frekar, sérstaklega ef það skilar sér í alþjóðlegri nýsköpun sem smám saman nýtist á fleiri sviðum en í sjávarútvegi. Þær áherslur þarf að leggja í atvinnustefnu stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur átt sér stað talsverð umræða um atvinnustefnu í kjölfar hruns bankakerfisins. Flestir eru á því að stjórnvöld eigi að grípa til aðgerða til þess að forðast atvinnuleysi og flýta endurreisn. Reynslan sýnir að hvorugu markmiði er hægt að ná á árangursríkan hátt án nýsköpunar. Eftirfarandi er fyrsta greinin af þremur um tengsl atvinnustefnu og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Sú fyrsta fjallar um sjávarútveg, önnur um orkuframleiðslu og stóriðju, sú þriðja um tækifæri til nýsköpunar við núverandi aðstæður. Markmið okkar er að benda á þá þversögn sem felst í kröfum um að ganga enn lengra á takmarkaðar auðlindir landsins meðan tækifæri blasa við til alþjóðlegrar nýsköpunar. Kjarni málsins er að frekari auðlindanýting án nýsköpunar er óhagkvæm og hefur lítil varanleg áhrif á atvinnustig. Það sem verra er; hún vinnur gegn möguleikum okkar til að nýta önnur tækifæri. Auðlindir hafsins voru forsenda íslensks velferðarsamfélags Fiskveiðar og fiskvinnsla eru þær atvinnugreinar sem sköpuðu efnahagslegar forsendur fyrir íslensku velferðarsamfélagi. Með betri aðgangi að mörkuðum, útvíkkun landhelginnar, markvissum fjárfestingum og tækniframförum jókst verðmæti fiskútflutnings meira en þrjúhundraðfalt á árunum 1940-1975. Á áttunda áratugnum fór að bera á minnkandi stærð fiskistofna, sérstaklega botnfisks, til viðbótar við hefðbundnar sveiflur í veiðum. Til að takast á við það og jafna viðvarandi sveiflur sem einkenndu greinina og þar með atvinnulífið í heild var tekið upp fiskveiðistjórnunarkerfi með framseljanlegum veiðiheimildum.Rögnvaldur Sæmundsson, dósent við Háskólann í Reykjavík í frumkvöðlafræðum.Fiskveiðistjórnun hefur gengið betur hér en víðast hvar annars staðar. Á meðan fiskistofnar hafi hrunið víða um heim hefur staðvirt verðmæti íslenskra fiskafurða aðeins dregist saman um rúm 10% á tímabilinu 1979 til 2004. Skýringuna á þessum árangri má rekja til hagræðingar í rekstri fyrirtækjanna, bættri vörumeðferð og markvissara markaðsstarfi. Fiskveiðistjórnunarkerfinu fylgdu bæði fyrirséðar og ófyrirséðar breytingar. Eignasamþjöppun var óhjákvæmileg og var reyndar hluti þeirrar hagræðingar sem nýja kerfið bauð upp á. Öflugri fyrirtæki voru forsenda hagræðingar og þátttöku í hlutabréfamarkaði, en þar fékk greinin sem lengi hafði verið fjársvelt aðgang að fjármunum til rekstrar og vaxtar. Sett var hámark á kvótaeign einstakra fyrirtækja til þess að þessi þróun gengi ekki of langt. Þrátt fyrir það hefur eignasamþjöppunin orðið meiri en vænst var. Aðrar breytingar voru ekki eins fyrirséðar. Skuttogaravæðingin breyttist í frystitogaravæðingu sem síðar leiddi til aðskilnaðar veiða og staðbundinnar vinnslu með tilheyrandi byggðaröskun. Því minna sem fiskur er unninn þeim mun verðmætari er afurðin og flugfiskurinn og sjófrystar afurðir til uppþíðingar verða verðmætari en afurðir unnar í landi. Alþjóðleg nýsköpun í framleiðslu fiskvinnslutækja sem bættu nýtingu og vörumeðferð í sjávarútvegi, t.d. á vegum Marel og Sæplasts, reyndist almennt haldgóð í matvælaframleiðslu. Það opnaði möguleika sem voru miklu víðtækari en fyrir var séð, ekki einungis fyrir fyrirtækin sjálf heldur fyrir alþjóðlega nýsköpun á Íslandi. ... en aukin nýting skapar fá tækifæri til frekari verðmætasköpunar Í dag eru tæplega 5% starfa á vinnumarkaði tengd fiskveiðum og fiskvinnslu á meðan útflutningur sjávarafurða er 42% af heildarútflutningi. Þessar atvinnugreinar eru því enn þá mikilvæg uppspretta erlendra gjaldeyristekna en hafa lítil áhrif á atvinnustig þjóðarinnar. Þorskur, ýsa og aðrar botnfiskstegundir stóðu fyrir tveimur þriðju af útflutningsverðmætum sjávarfangs árið 2009 og eru því undirstaða þessara verðmæta. Vegna hættu á ofveiði er ekki skynsamlegt að ganga enn frekar á þessar tegundir og frekari landvinnsla með lögboði er ólíkleg til að auka verðmæti þeirra. Niðurstaðan er þá sú að sjávarútvegur heldur sínu mikilvægi í þjóðarbúskapnum en fá tækifæri eru til aukinnar verðmætasköpunar með meiri veiði eða frekari landvinnslu. Hins vegar má með markvissri vöruþróun, útsjónarsemi og vöruvöndun auka verðmætasköpun enn frekar, sérstaklega ef það skilar sér í alþjóðlegri nýsköpun sem smám saman nýtist á fleiri sviðum en í sjávarútvegi. Þær áherslur þarf að leggja í atvinnustefnu stjórnvalda.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun